Áramótaheitin

Samkvæmt rannsóknum springa flest áramótaheit á áttunda degi. Það er níundi í dag og ég er ekki enn sprunginn. Halo

Hef núna farið nokkur skipti að sprikla eða gengið í vinnuna og finn strax mun á mér. Í morgun fór ég kl.06:20 út úr húsi í ræktina. Mér finnst það bestu tíminn. Þó er erfitt að mæta frosti og snjó svona nývaknaður en það birtir fljótt upp þegar maður er kominn í bjartan tækjasalinn með dúndrandi tónlist.  Mun halda ótrauður áfram og passa líka upp á matarræðið.  Þið hafið nú heyrt þetta áður en þetta er víst eilífðar barátta.  Maður hefur þó eitthvað sameiginlegt með Hollywood-stjörnunum; alltaf í megrun.

Að vísu er Haukur bróðir að koma á klakann. Það þýðir að það verður borðaður góður matur og jafnvel smá vín.Shocking 

 En yfirskrift ársins 2007 er hófsemi.

Ekki meira í bili- klæðið ykkur vel. Það er frost á fróni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll Pétur,þú stendur þig vel,enn mundu eitt það sem maður gerir sem maður ætlaði sér ekki í þessu átaki,og segjir ég fer bara og hleip í staðin á morgum eða i þessum dúr ,það er bara að gera það ekki að segja á morgum aftur aldrei að segja tvo daga í röð morgum þá fer að flostna upp átakið mundu þetta alltaf,ég var orðin grind horaður eins og þú veist fór í átak að fitna og er búin að takast að þingjast um 9 kíló það var aldrei gert á morgum sem var hægt í dag þess vegna var árángurin góður.

svavar þór Gúðjónsson (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband