Back on my feet again
11.4.2007 | 08:22
Eins og Michael Bolton söng hér um árið, þá er ég kominn á fætur á ný. Þetta er allt að koma.
Reyndar var mjög erfitt að komast af stað aftur í normið í gær eftir síðust daga. Svo held ég að ég hafi verið timbraður af verkjalyfjum en Guð minn góður, hef sjaldan borðað annað eins af pillum.
Nú styttist í vorið og aprílmánuður er fullur af afmælum og skemmtilegheitum. Guðbjartur átti afmæli í gær og óska ég honum til hamingju með það. Hringdi reyndar í kallinn í gær. Hann var hress á leiðinni í ræktina.
Svo eru það mamma og Fanney á morgun, Baldvin, Sheila og Birkir í apríl og fleiri og fleiri sem ég þekki.
Nóg um það í bili. Hafið það sem allra best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gleðilega páska
5.4.2007 | 10:00
Verð í Vaglaskógi um páskana, ekki í tjaldi heldur í sumarbústað.
Bakið að skána, mun liggja með öldós í heita pottinum og láta mér batna.
Gleðilega páska
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
dæmdur úr leik
3.4.2007 | 09:38
Hæ.
Það hefur lítið farið fyrir mér síðustu daga, hvort sem er á bloggvelli eða annars staðar.
Á laugardaginn síðasta gekk lífið sinn vanagang. Ekkert virtist koma í veg fyrir að framundan væri ágætis dagur. En allt í einu...var eins og að einhver ræki hníf í bakið á mér. æji-æji.
Síðan þá hef ég legið flatur og hef valra getað gengið. Þetta sýnir okkur kannski að lífið getur breyst á svipstundu. Sem betur fer er þetta tímabundið hjá mér og vonandi fer þetta að lagast.
Þannig að ég er núna bara heima og vorkenni sjálfum mér......Endilega skrifa eitthvað skemmtilegt í komment. Þetta er stutt færsla, get ekki setið lengur.
Sjáumst.
Pétur bakveiki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ungfrú Norðurland
31.3.2007 | 12:11
Koomið þið sæl og blessuð.
Þá er maður skriðin á fætur eftir næturbröltið. Ungfrú Norðurland í gærkvöldi í Sjallanum. Þarna voru þrettán glæsilegar stúlkur sem kepptu um hina ýmsu titla.
Birna Bolladóttir varð í fyrsta sæti, Arna Dögg varð í öðru sæti en man hreinlega ekki þriðja.
Okkar stúlka, Dagbjört Beck (sem er stjúpdóttir Ómars, bróður hennar Huldur) var valin ljósmyndafyrirsætan og vinsælasta stúlkan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fegurð
30.3.2007 | 16:53
Helló.
Veit að ég er arfaslakur bloggari þessa dagana.
Mikið um að vera: Fegurðarsamkeppnin í kvöld, annað kvöld er Kaffi amour, 80´s og 90´s á efri hæðinni. Á neðri hæð er hinn geðþekki trúbador, Ingvar Valgeirs.
Blogga fljótlega aftur, jafnvel snemma í fyrramálið. Er í tæknigenginu í Sjallanum í kvöld á fegurðarsamkeppninni og skal koma með upplýsingar um úrslit, ef þið viljið fylgjast með.
Góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tímasóun
24.3.2007 | 21:31
Já, það er eins og Rúnar mágur minn segir, þetta blogg er tómt vesen.
Ég bloggaði í morgun heilmikla færslu......en sá rétt í þessu að hún vistaðist ekki
Er staddur í Flétturimanum aka: Hótel Guðbjartur. Við komum hingað í gærkvöldi til þess að fara í fermingarveislu nú síðdegis. Vorum að koma úr veislunni núna.
Við komum í gærkvöldi hingað suður eins og áður sagði. Vorum ótrúlega heppin því að vera á ferðinni yfir Holtavörðuheiði akkúrat á þessum tíma. Ef við hefðum komið fyrr hefðum við líklega lent í ellefu bíla árekstri sem varð á heiðinni og hefðum við komið aðeins síðar hefðum við hugsanlega þurft að dúsa á heiðinni í marga klukkutíma. Maður má nú þakka fyrir það sem vel fer og prísa sig sælan.
Förum heim í fyrramálið. Reykjavík; Borg óttans er grá og kuldalega í dag.
Já, það er eins og Laufey systir segir, "Alltaf skítaveður í Reykjavík"
Nú hugsa ég heim í fagra fjörðinn minn og kveð með þessum orðum:
"Akureyri er okkar heimaslóð,
hamingju íbúa kalla þeir mont.
Með veðursæld sem er mikil og góð,
meira að segja þegar veðrið er vont"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tíminn líður hratt.....
22.3.2007 | 16:00
...á gervihnattaöld.
Mikið ofsalega líður tíminn hratt þessa dagana. Mánudagur er að verða næsti dagur á undan föstudegi, sko liggur við. En það hlýtur að merkja að maður uni vel sínum hag.
Varðandi titil færslunnar, þá kemur Eurovision upp í huga minn við þennan titil.
Á dögunum frumsýndi RÚV myndbandið við framlag okkar í keppninni í ár. Eiríkur rauði varð Eiríkur svarti og allir misstu vitið. Skrítið.
Verð að viðurkenna að ég tók varla eftir breytingu á háralit. Tók hins vegar eftir að texti var mun síðri á ensku og myndbandið maður lifandi.........varahreyfingar pössuðu varla við lagið
Tók virkilega enginn eftir þessu????? Þetta var eins og léleg Bruce Lee mynd frá áttunda áratugnum.
Mér finnst engu skipta hvort Eiríkur verður með rauðan eða svartan makka í keppninni. Ég hef meiri áhyggjur af því að gæsahúðin sem ég fékk við að heyra lagið einu sinni er algjörlega horfin. Ég lækka í útvarpinu þegar ég heyri ensku útgáfuna í útvarpinu eða kannski báðar. Er strax búinn að fá leið á laginu. Sorrý!
Því miður kæru landar held ég að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að Eiríkur Hauksson tefji fyrstu tölur úr Suð-austurkjördæmi 12 maí. Einhverjir hafa haft áhyggjur af því að það muni skarast á í útsendingu sjónvarps því kosningar eru sama kvöld og ef Ísland sigrar þá mun ekki gefast tími til að sína siguratriðið. Reyndar held ég að við förum ekki í úrslit með þetta lag.
Samt er flytjandinn stórgóður og gæti með framistöðu sinni gert lítið úr spádómum mínum. Enda eru þeir jafnsvartir og háríð á Eika.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hin árlega 18.mars stórhríð
19.3.2007 | 09:51
Koomið þið sæl og blessuð.
Verð að skutla stuttu bloggi á mánudegi. Braust í morgun í vinnuna, gangandi og það var hálfgerð stórhríð.
Í gær, 18.mars átti Laufey systir mín afmæli. Vil senda henni hamingjuóskir með afmælið, þar sem ég hringdi ekki í hana í gær. Laufey, hvað er málið með veðrið 18.mars??? Alltaf stórhríð
Jæja, mánudagur, mikið að gera í vinnunni.
Hafið það sem allra best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ný vika heilsar
12.3.2007 | 10:00
Hellú.
Þá heilsar ný vinnuvika. Ég er nú bara nokkuð sprækur í dag enda náði ég að ganga í vinnuna í morgun. Hreyfing í morgunsárið munar öllu.
Er búinn að stofna nýjan flokk hér á síðunni sem heitir Bloggvinir. Fyrsti bloggvinurinn er Guðbjartur Pétur Árnason eða Guffi frændi minn. Hann er sonur hans Árna sem er að vestan.......og ég sonur Guðjóns að vestan. Við erum því báðir jafn skrítnir
Ég fór í skírnarveislu í gær hjá henni Jóhönnu Margréti. Yndisleg athöfn og góð veisla. Átti svo náttfatasunnudag seinni partinn í gær sem er mjög gott.
Svo er það tilvitnun upphafi vinnuviku: Þú hættir ekki að leika þér vegna þess að þú verður gamall. Þú verður gamall vegna þess að þú hættir að leika þér.Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frítt í strætó
9.3.2007 | 09:20
Um áramótin varð frítt í strætó á Akureyri. Gott mál.
Síðan þá hef ég notað almenningssamgöngur á AKureyri, fínt mál. Í morgun ætlaði ég að gera slíkt hið sama en komst að því; að það er líka alveg ókeypis að hlaupa á eftir strætó. Komst líka að því að vagnstjórinn á ekki klukku því ég sá hann sigla í burtu þegar þrjár mínútur voru þangað til hann átti að koma
Þetta er kannski liður í því að auka hreyfingu fólks. Það er skemmst frá því að segja að núna í morgunsárið hljóp ég í hundslappadrífu, skít og slabbi með Huldu mína á háhæluðum stígvélum..........Nei takk, ég held ég gangi heim, hér eftir.
Þetta er nú meira #!Q$%"$%&"$/#%&/($/()/(#%&/"$%&%$&
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)