Eftir júró

Það var rosalega góð mæting á laugardagskvöldið í Sjallann. Eitt af því skemmtilegra sem maður hefur gert.

Það er alveg ljóst að eurovision stemningin væri á sínum stað þrátt fyrir að Eiki Hauks hafi ekki verið meðal keppenda í aðalkeppninni og að einhver trukkalessa hefði unnið keppnina. 

Mér var í raun slétt sama hvernig keppnin færi. Átti þarna mín uppáhalds lög en þetta breytti ekki miklu fyrir mér.  Svo virðist sem þetta hafi ekki heldur breytt miklu fyrir stjórnendur kosningavöku sjónvarpsins, því þeir voru auðvitað á nálum að fólk færi að horfa á Stöð 2.  Þannig að áður en stigagjöf kláraðist var köttað....en kannski var bara öllum sama.  Kosningarnar voru miklu meira spennandi en eurovision enda vorum við Íslendingar að taka þátt þar...og þar sem meira var, einu þátttakendurnir.  Og hvað er betra fyrir svona sjálfhverfa þjóð.  Já, þessi þjóð.

En svo virðist sem landinn hafi sleppt sér í landa eða eitthvað þess háttar um helgina, svona miðað við það hvernig allir eru eitthvað dofnir svona í upphafi vinnuviku.  

Gott og vel, drekkum í dag og iðrumst á morgun segir einhvers staðar og þannig hefur það verið.

 Þetta höfðum við Siggi Rún a.m.k. að leiðarljósi á laugardagskvöldið þegar þessi mynd var tekin í Sjallanum.

 bland-i-poka-215


Hvar verður þú?

Kooomið þið sæl og blessuð.

Þá er að þerra tárin eftir gærkvöldið.

Söngvakeppnin annað kvöld, svona þrátt fyrir allt og svo blessaður kosningarnar á morgun.

Annað kvöld verður risa Eurovision partý í Sjallanum. Þar ætla ég að sjá um fjörin ásamt Sigga Rún og Dabba Rún.

Ég treysti á að sjá alla sem komast- þarna verður fjörið.

Sjá auglýsingu á ; www.sjallinn.is

Hlakka til að sjá ykkurCool


Grætur Ísland í kvöld?

Í kvöld stígur Eiríkur Hauksson á svið í forkeppni Eurovision. Þessi verðugi fulltrúi okkar á örugglega eftir að verða landi og þjóð til sóma.

En kemst hann áfram? Held reyndar ekki en það er ómögulegt að segja og skítt með alla tölfræði. Held að hún sé frekar ómarktæk.

Þessi keppni er okkur Íslendingum frekar hugleikin þó við viðurkennum það ekki. Við horfum og vonum.

Mér finnst þetta alltaf skemmtilegt. En sennilega er það staðreyndir síðustu ára sem gerir mann hóflega bjartsýnan.

Þegar Selma lenti í 2.sæti í Jerúsalem hafði hún þetta að leiðarljós: "Vonum það besta, búumst við hinu versta".

Áfram Eiríkur- áfram Ísland.

 


X ?

Hæ.

Jæja, þetta er stór vika hvað varðar kosningar. Bæði til Alþingis og sönglaga.

Það er auðvelt að koma af stað heitum umræðum um pólitík svona rétt fyrir kosningar. Skemmtilegt komment frá Finna frænda á síðustu færslu.

Ég er fullur tilhlökkunar að blessaðar kosningarnar séu að ganga yfir. Mér leiðist þetta frekar mikið.

En við göngum líka að kjörborðinu í söngvakeppninni.  Okkar maður, Eiríkur Hauksson reynir að komast upp úr þessum pytt sem forkeppnin er.  Þetta er svipað og þegar knattspyrnulið falla í 1.deild úr úrvalsdeild, það getur verið erfitt að komast upp.

Eins og ég hef sagt áður þá held ég að við verðum ekki meðal keppenda á laugardagskvöldinu.  En mikið væri það nú gaman.  Þetta er vissulega fínt lag og Eiríkur er góður fulltrúi.  En maður veit aldrei, sjáum bara til.

Á laugardagskvöldið næsta mun ég ásamt fleirum sjá um Eurovision partý í Sjallanum. Þetta verður mikil skemmtun.  Vonandi sé ég sem flest af ykkur.  Nánar um það síðar.

Hafið það gott og munið að kjósa rétt.


Af framkomunni skulum við kjósa þá!

Hæ.

Þá er vika til kosninga.  12.maí göngum við í kjörklefa og setjum X við eitthvað.

Ég er búinn að vera í ákveðinni tilvistarkreppu um það hvað ég ætla að kjósa.  Nú er ég þó að nálgast ákvörðun.  Og nálgast segi ég en ekki enn búinn að taka ákvörðun.  Leiðina að ákvörðun geng með með útilokunaraðferðum, þ.e.a.s. grisja úr hverja ég ætla ekki að kjósa.

 Í öllu þessu kosningafári sem hefur hellst yfir okkur að undanförnu, þá velti ég fyrir mér hvað fær fólk til að taka ákvörðun um það hvað skal kjósa? Jú, málefni, flokkshollusta, fólk.

Þetta síðastnefnda hlýtur að vega þungt. 

Birkir minn, sem er nýkominn á kosningaaldur,  sagði við mig í gær að einn flokkur kæmi til greina hjá honum vegna þess að frambjóðandi þar hefði átt samskipti við hann opinberlega fyrir ári síðan.  Þar hefði viðkomandi verið að sinna starfi sínu og komið virkilega vel fram.

Framkoma okkar skiptir gríðarlegu máli, það ætti ekki að þurfa að segja neinum.   Við uppskerum eins og við sáum.

Stundum eru frambjóðendur ákaflega gegnsæir þegar þeir fara allt í einu að brosa, korter í kosningar.  Þeir sem gera það eru ekki líklegir til að sýna heilindi í verkum ef þeir gera það ekki í framkomu.

Því segi ég það: Stóra málið er að kjósa fólk, fólk sem er líklegt til að koma fram við kjósendur sýna af heilindum.

Af ávöxtunum skulum við þekkja þá - Af framkomunni skulum við kjósa þá. 

 

 

 

 

 

 </


Leti

Ég las í Fréttablaðinu í gær, viðtal við Þorvald Þorsteinsson um eina af dauðasyndunum; leti.

Hann heldur fyrirlestur um þessa miklu synd í Reykjavík þessa dagana en hélt þennan fyrirlestur hér á Akureyri nýlega. Ég missti af því.

Í þessu viðtali skilgreinir hann lítillega þessa synd. Við erum líklega flest þannig þenkjandi að við viljum ekki bendla okkur við leti. Það er tæplega sagt um einhvern:  “Þetta er alveg ljómandi drengur, latur og sinnulaus.  Já, bara svo ljómandi latur.”

Ég get verið nokkuð viss um það að í dag sé ég ekki latur.  Sennilega er ég nú bara nokkuð duglegur drengur.

En það hefur ekki alltaf verið þannig. Í gegnum tíðina hef ég verið frekar lítið fyrir að leggja of mikið á mig og mín fyrstu 18-20 ár vildi ég hafa þetta frekar einfalt. Í bland við þessa leti hefur líka mátt segja að ég hafi verið bóhem sem var nokk sama um veraldleg gæði. Það síðasta sem ég spurði að í atvinnuviðtölum var: “Og hver eru svo launin”

 

En tímarnir breytast og mennirnir með.  Líklega var það sú óhjákvæmilega staðreynd að ég þurfti að verða fullorðinn sem ýtti mér í þá átt að hugsa aðeins um afkomu.  Ég hef hins vegar áttað mig á því að leti er til í ýmsum myndum og hefur mismunandi ástæður. 

Leti er ekki alltaf leti.

Í leti minni í gegnum tíðina, hef ég náð að uppskera oft alveg heilmikið.  Ekki endilega veraldlega hluti heldur hefur skáldagyðjan yfirleitt verið mér hliðhollari á þeim tímum.  Þá kemur andinn yfir mann.

Í dag hef ég mikið að gera, er reyndar sáttur við mig og mitt en skáldagyðjan hefur þurft að víkja fyrir þessum dæmalausa dugnaði mínum. Sem sagt: Sælir eru syndlausir menn. Ég er því ekki að drýgja þá dauðans synd sem letin er.

En, segja má að sú synd hafi þurft að víkja fyrir annarri synd:

Græðgi. Blush


Margt að gerast

Komið þið sæl og blessuð.

Jæja, þá halda systkini mín áfram að verða gömulTounge

Laufey systir mín er orðin amma.

Heiða og Hákon eignuðust 16 marka strák í nótt, til hamingju með það. Geri ráð fyrir að þessi strákur verði hraustur, eigi eftir að láta til sín taka við landbúnaðarstörf, borði allt, verki hákarl, verði duglegur að veiða og borði ekki kex og Cocoa puffs.... Já, ætli afi gamli sjái ekki um þaðWink

Laufey, þú verður að segja Rúnari frá þessu, því ekki eyðir hann tímanum í þetta bloggvesen.....

Það er mikið að gerast hjá mér þessa dagana og síðasta vika æði strembin....en ég lifði hana af og auðvitað er þetta erfitt - en gaman.Happy

Núna um helgina átti ég góða ferð út í Grímsey. Fór á föstudagskvöldi siglandi en kom í gær með flugi.

Læt fylgja mynd af grimsey.is, þar sem kallinn tók Tom Jones með meiri tilþrifum en gæðum.

Tom Jones


Lífið...

...notkunarreglur er sýnt í Rýminu þessa dagana.  Fór að sjá það um síðustu helgi.

Eftir erfiðan vinnudag í gær, fór ég að hugsa aðeins um þetta mikla verkefni okkar; lífið.  Við erum í leit að réttu uppskriftinni, í leit að hamingju og í leit að góðu lífi, allt okkar líf.

En hver er uppskriftin. Þetta er spurning sem við leitum gjarnan að svari við.  Eftir miklar vangaveltur í leit að svarinu, þá er svarið mitt: ég veit það ekki.

Eitt veit ég þó að jákvæðni, hófsemi, reglusemi og undirgefni ásamt ákveðni fleyta okkur langt í lífinu. Reyndar virðast undirgefni og ákveðni vera andstæður í upphafi. Ég held samt að með þetta að leiðarljósi, séu okkur allir vegir færir. Og áhyggjur held ég að séu óhollari en tóbak, áfengi og majónes.

En takið eftir því að sá sem hér predikar er ekki endilega sá sem eftir þessu fer.

Amen Wink


Já, grár er hann

Hæ.

Það er kominn grár mánudagur. Hann er þó ekki grár í sinni, heldur í veðrinu.

Helgin að baki. Ég átti góða helgi með afmælisstandi ofl. Fór í leikhús á laugardagskvöldið og sá Lífið. Skemmtilegt og öðruvísi.  Sælusunnudagur í gær, þó með smá göngutúr.

Framundan er ný vinnuvika með aukafrídegi, sem er mjög gott. Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn.  Spilerí á síðasta vetrardag og svo er það Grímsey um næstu helgi, þar sem ég er veistustjóri á kiwanis árshátíð.  Það verður bara gaman.

Stutt blogg eins og ævinlega á mánudögum.  Veit að bloggskammtarnir mínir eru litlir þessa vikuna.  En svona er þetta bara.

Wink


Til hamingju

Kooomið þið sæl og blessuð(að hætti Jóns Ársæls)

Í dag er 12.apríl. Fyrir þrettán árum kom litla stelpan mín í heiminn á afmælisdegi ömmu sinnar. Henni lá reyndar það mikið á að hún kom í heiminn 00:08 og mátti litlu muna.  En hún hefur verið með þetta á hreinu.

Þegar ég vakti Fanneyju í morgun varð mér hugsað til þess hvað hún er orðin stór, eiginlega allt of stór.  Þetta líður hratt.

Elsku mamma og Fanney, til hamingju með daginn.  Hafið það gott í dag sem aðra daga.

Fanney og mamma


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband