Og fleiri myndir
31.5.2007 | 23:55
Nú sit ég hér á herberginu og nota net-tenginuna. Hulda er löngu sofnuð enda hefur hún um mikið að hugsa. Heldur betur sem hún stendur sig vel.
Þar sem ég sit hér með romm í glasi, ákvað ég að setja inn fleiri myndir. Nú er klukkan að verða tvö hjá mér.
Mynd 1: Hulda í Alicante við draumatréð.
Mynd 2: Hulda á flugvellinum í Alicante að taka á móti kórfélugum.
Mynd 3: Danni og Sigrún frá flugvelli á hótel í Alicante
Mynd 4: Daníel stjórnandi og frú frá Alicante til Barcelona.
Mynd 5: Hluti af hópnum úti að borða í kvöld í Barcelona.
Mynd 6: Hulda þreytt eftir daginn á hótelherberginu
Bloggar | Breytt 1.6.2007 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Komið á netið
31.5.2007 | 21:59
Halló, halló, halló.
Þá er ég loksins kominn á netið. Erum í Barcelona þessa stundina á ljómandi fínu hóteli.
Þessi ferð hefur verið ævintýri likust hingað til og er rétt að byrja.
Smá ferðasaga.
Við flugum út á þriðjudagsmorguninn. Fórum ósofin á fætur kl þrjú, flugum kl sjö á Köben og svo til Alicante. Vorum komin til Alicante rúmlega sex að íslenskum tíma, rúmlega átta að spönskum. Fórum og fengum okkur að borða og svo á hótelið. Þegar þangað var komið fannst okkur hótelið ekkert spes. Og í allri þreytunni fengum við heimþrá og söknuðum barnanna okkar..rugluð.
Daginn eftir leit allt betur út, sem sagt í gær. Við fórum á ströndina og höfðum það huggó.
Um kvöldið komu kórfélagarnir. Við sóttum þau á völlinn og fylgdum þeim á hótelið. Svo í morgun var farið af stað keyrandi í rútu til Barcelona. sú ferð tók níu tíma.
Nú ligg ég uppi í rúmi á hótelherberginu og blogga. Barcelona er stórkostleg borg, mikil borg. Við verðum hér á morgun en förum svo í siglinguna á laugardag. Það verður gaman.
En njótum líðandi stundar, ætla að opna mér einn öl enn, þó klukkan sé að verða miðnætti.
Blogga aftur á morgun, en hér koma myndir sem eru frá Alicante.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dagur 6
30.5.2007 | 19:18
Þetta er Fanney að því að pabbi getur ekki farið á netið og hann bað mig um að blogga fyrir sig.Jæjja þá er maður í alicante sem er frekar austanlega á spáni(allavegana eins og ég sé það).Í dag var sótt kórfélagana á flugvöllinn.Alicante er frekar líkt Tenerife og við fórum í matvöruverslun sem var allveg eins og verslunin á Tenerife.Ég ætla að leifa pabba að sjá um restina seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dagur fimm-Leifstöð
29.5.2007 | 06:27
Halló, halló.
Jæja, þá erum við komin á Leifstöð. Við sitjum hér og sötrum öl og hvítvín. Vöknuðum kl. þrjú í nótt og höfum sofið þrjá tíma. Fengum okkur smá koníak í gærkvöldi, ég og Kristmann. Samt er enginn þynnka og allt í sóma.
Það var erfitt að kveðja hana Fanneyju mína í morgun. Við höfum aldrei farið svona lengi frá börnunum okkar. En það er gott að sakna stundum því þá er svo gaman að hittast aftur.
Framundan er mikil ferð. Flug kl. sjö á Köben og svo þaðan til Alicante. Veit ekki hvort ég blogga í kvöld en ég geri það ef ég get.
Jæja, góðir farþegar, allir um borð.
Hér koma splunkunýjar myndir sem ég var að taka hér á Leifstöð.
Skál!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Dagur fjögur-Húsráðendur heim
28.5.2007 | 23:53
Ellú...
Jæja, þá er komið að síðasta degi hér í Garðabænum. Þetta hefur verið frábær tími hérna hjá Kris og Hófý.
Nú er kominn tími til að fara að sofa, þó fyrr hefði verið. Við þurfum að vakna eftir þrjá klukkutíma og fara á Keflavík. Það er brottför kl sjö í fyrramálið.
Kvöldið hefur verið aldeilis ljómandi. Við höfum aðeins kíkt í koníak og spjallað.
Jæja, heyrumst.
Bæ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagur þrjú-Veðurblíða
28.5.2007 | 00:35
Jæja, það er þvílík veðurblíða á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sumarfríið okkar hefur lengst við dvölina hér. Það má segja að okkur hafi liðið vel hér hjá Kris og Hófí. Og heimasætan hún Alís hefur haldið okkur við efnið.
Dagurinn í dag hefur verið góður. Byrjuðum á morgunmat á pallinum hjá þeim. Það var bara eins og að vera í útlöndum. Þar á eftir hreyfðum við okkur í göngutúr með Alís.
Fórum til Kalla og Evu og sáum alla pakkana tekna upp ásamt því að fá afganga úr veislunni.
Svo fórum við "heim". Guðbjartur kom eftir að hafa gengið á Esjuna. Hann var verulega bjórþyrstur eftir gönguna. Við borðuðum pizzur saman og fórum svo í pool. Ég vann ekki alltaf........svona er Þetta.
Jæja, hér koma myndir sem segja meira en þúsund orð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dagur tvö-Brúðkaup
26.5.2007 | 23:15
Sælt veri fólkið.
Þá er það dagur tvö í ferðalaginu mikla. Enn erum við innan íslenskrar lögsögu í Urðarhæð í Garðabæ.
Í dag fórum við í brúðkaup. Athöfnin var í Fríkirkjunni í Reykjavík. Við Hulda lögðum snemma af stað til þess að koma nú ekki of seint. Það er skemmst frá því að segja að við vorum mætt tímanlega í Fríkirkjuna....í HAFNAFIRÐI... Áttuðum okkur á því að við þekktum brúðgumann þar ekki neitt þannig að nú var brunað í Fríkirkjuna í REYKJAVÍK. Niður við tjörn fundum við ekki bílastæði og máttum hlaupa.....þetta minnit á Four weddings and a funeral.
Svo var veislan í sal Vídalínskirkju. Brúðhjónin voru Kalli og Eva en hann er frændi hennar Huldu.
Hér koma nokkrar myndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dagur eitt-punktur
26.5.2007 | 00:20
Komið þið sæl.
Þá er ferðalagið hafið.
Við lögðum af stað, ég, Hulda og Fanney kl. 18:00 í kvöld. Fengum alls konar sýnishorn af veðrum á leiðinni en góða færð, utan smá kafla á Holtavörðuheiði. Við komum í Borg óttans rétt fyrir ellefu. Það má segja að kvöldið hafi skartað sínu fegursta. Já, Akrafjall og Skarðsheiði voru eins og fjólubláir draumar og ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík.
Við komum svo í Garðabæinn þar sem við höfum húsaskjól. Hér munum við vera fram á þriðjudagsmorgun. Fanney verður með okkur um helgina en fer heim á þriðjudag.
Á morgun förum við svo í brúðkaup hjá Kalla frænda hennar Huldu.
Hér koma myndir af húsinu sem við gistum í og heimasætunni á heimilinu, sem er hér ásamt Fanneyju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ferðalag
24.5.2007 | 11:39
Krakkar mínir komið þið sæl, ég er ..........
Annars finnst mér ekkert útilokað að maður rekist á jólasveina þessa dagana. Þvílíkt veðurfar.
En framundan er heilmikið ferðalag hjá mér.
Á morgun ætla ég að bruna til Reykjavíkur. Dvel í Borg Óttans fram á þriðjudagsmorgun en þá liggur leiðin, eldsnemma í bítið í flugstöðina hans Leifs, sonar Eiríks rauða. Þaðan fljúgum við á vængjum boeing til Köben en stoppum stutt þar. Þremur tímum seinn er flugstefnan tekin á Alicante á Spáni, þar sem við dveljum í þrjá sólarhringa. Þaðan til Barcelona(í rútu) þar sem gist verður í eina nótt.
Þá liggur leiðin í skemmtiferðaskip, Voyager of family og þá tekur við sigling um miðjarðarhafið. Frakkland og Ítalía og svo til baka.
Við Hulda förum í þessa ferð ásamt Kór Glerárkirkju. Þetta verður mikil ferð og það er bara kominn heilmikil tilhlökkun. Geng út frá því að við fáum betra veður þarna en hér á klakanaum
Vonandi verðið þið dugleg að skoða síðuna mína, því ég ætla að blogga sem mest í ferðinni. Mér skilst að það sé nettengin um borð.
En hafið það gott elskurnar, njótið lífsins og leggjumst á bæn um að sumarið komi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er komið að bloggi
22.5.2007 | 09:29
Kooomið þið sæl og blessuð.
Það er komið að bloggi. Ég stend því miður ekki undir nafninu ofurbloggari þessa dagana.
Nú er vor í lofti og kaldur vindur-merkilegt með íslenska vorið, það er napurt. En skjótt skipast veður í lofti...og þannig er það með skapið líka, amk hjá mér. En ekkert alvarlegt, bara misgóðir dagar. Það er góður dagur í dag
Styttist í sumarfrí. Við förum suður á föstudag og út á miðvikudaginn 30.maí. Er að fara á suðrænar slóðir, sem er ekki slæmt.
Að lokum eru hér spakmæli sem ég heyrði í gær í þættinum:Vítt og breitt á Rás 1. Þar var vitnað í Guðbjart Jónsson og afbökun á spakmælum hans. Eitthvað finnst mér líklegt að Guðbjartur þessi sé nú frændi minn, fyrrum Vagnstjóri á Flateyri.
En spakmælin sem höfð eru eftir honum, eru þessi:
"Sá vægir sem veit ekki meira" og "Þegar neyðin er stærst, þá verður hún ekki mikið stærri"
Hann sagði líka eitt sinn: "Þessi maður er sko á undan sinni framtíð"
Góðar stundir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)