Lífið

ÞAð er ekkert að marka sem ég segi.  Ætlaði ekkert að blogga í bili en má til með að koma þessu á bloggið.

Þegar við vöxum úr grasi, lærum við að jafnvel þeir sem eru okkar kærastir, særa okkur einhvern tímann.

Þú munt verður særð/ur oftar en einu sinni og það verður aldrei auðvelt. Þú munt líka særa aðra.

Svo mundu hvernig það er að verða leið/ur þegar aðrir særa þig.

Þú munt gráta vegna stundanna sem líða of hratt og óhjákvæmilega missir þú einhvern sem þú elskar.

Þess vegna skaltu:

  • Taka fullt af myndum
  • Hlæja eins oft og þú getur
  • ..og elska eins og þú hafir aldrei verið særð/ur því sérhverjar 60 sekúndur sem þú eyðir í óánægju er ein mínúta í gleði sem þú færð aldrei til baka.

Ekki vera hrædd/ur við að lífið taki enda

Vertu hrædd/ur um að lífið byrji ekki.

Svo lifðu í gleði

 

Sólarmynd


Vangaveltur um bloggið

Sæl.

Ég er að velta fyrir mér blogginu mínu. 

Nú hef ég haldið úti bloggsíðu í nokkurn tíma. Stundum hefur verið svo gaman að þessu og mikið lesið.  Ég hafði líka ofsalega gaman að því að blogga með myndum þegar ég fór í ferðalagið um daginn.

En það er svo komið að það vantar fyllinguna í bloggið. Þetta er hálf innihaldslaust svona dags daglega. 

Nú ætla ég aðeins að leggjast undir feld og hugsa þetta upp á nýtt.  Því verður lítið bloggað á næstunni....við skulum gefa þessu nokkrar vikur, þá kem ég aftur, ferkari og innihaldsríkari en áður.

Þangað til, hafið það gott og njótið sumarsins.....Sumarið er tíminn.


Til hamingju konur

Alþjóðlegur kvennréttindadagur er í dag. Heitir dagurinn ekki það annars?

Allavega, bleikur dagur. Til hamingju.

Gott hjá konum að berjast fyrir rétti sínum. Þær ættu ekki að þurfa þess.

Konur eru líka menn........bara ekki í sama launaflokki.

 


Alvaran

Jæja gott fólk.

Þá tekur alvaran við af sælunni.

Eftir gott frí og góða ferð tekur við mikil vinna. Það er í sjálfu sér jákvætt.

Samt var ansi erfitt að byrja að vinna aftur á mánudaginn síðasta. Fyrir utan Dagskrána þá var það skipulag fyrir komandi helgi.

Og nú er helgin framunda, ein sú líflegasta í langan tíma.  Í kvöld er það reunion hjá árgangi 71 í Glerárskóla. Á miðnætti fer ég að spila á Amour.

Annað kvöld er það stórdansleikur í Sjallanum; sjá: www.sjallinn.is

Svo á sunnudag, 17.júní, er ég kynnir og stjórna dagskrá á Ráðhústorgi bæði dag og kvöld.

Bissí bissí en það þarf líka að vinna-heheh.

Wink


Nokkrar myndir

 IMG_1626

IMG_1566

 

 

 

 

 

 

IMG_1590IMG_1667

IMG_1534P6071702

 

 

 

 

 

 

 

Mynd 1. Hringleikahúsið í Róm

Mynd 2. Hulda í Vatikaninu

Mynd 3. Pétur í Péturskirkju

Mynd 4. Hulda í Napolí 

Mynd 5. Uppdressuð í kvöldverðinum um borð

Mynd 6. Á leið frá Capri, blóðrautt sólarlag 


Ferðasagan

Jæja kæru lesendur. 

Ég vil byrja á því að þakka fyrir fjölda heimsókna á síðuna mína, gaman að því. Þetta fór hins vegar aðeins öðruvísi en til stóð.  Eftir að hafa byrjað vel á blogginu, gafst ekki tækifæri til þess að fylgja því eftir.  Um borð var hægt að fara á netið en það var dýrt, hægvirkt og ekki íslenskir stafir.  Að auki var maður yfirleitt frekar upptekinn í því að spjalla við ferðafélagana eða gera eitthvað skemmtilegt.

Þetta var svakalega mikil ferð og mér líður eins og ég hafi farið í heimsferð.

Fyrsti dagur ferðarinnar, 29.maí, var frekar skondinn.  Við fórum á fætur eftir þriggja tíma svefn og vorum mætt á Leifsstöð kl. fimm að morgni. S íðan tók við flug til Kaupmannahafnar og þaðan til Alicante. Þetta tók auðvitað sinn tíma og vorum við komin á hótelið í Alicente kl.sjö um kvöldið, þá fimm á ísl.tíma.  Okkur fannst hótelið sem við fengum, ekki mjög spennandi til að byrja með. En það var nokkuð rúmgott en eldgamalt og óþægileg rúm.  Fórum út að borða og þar lentum við á þjón sem var latur, leiðinlegur og slefaði í þokkabót.  Eftir það var orkan alveg búinn.  Við röltum á hótelið, það tók að rökkva og kvölda.

Þar sem við vorum á 16.hæð, skartaði borgin sínu fegursta.  En það skrítna var að við fengum heimþrá.  Söknuðum barnanna og langaði bara heim.  Þetta hljómar furðulega svona á skjánum en þarna var þreytan orðin öllu öðru sterkara. 

Eftir nætursvefn vöknuðum við með allt annað viðhorf. Sól og 30 stiga hiti.  Við fórum í morgunmat og þaðan á ströndina.  Áttum frábæran dag, bara tvö í Alicante.  Um kvöldið komu svo kórfélagar og makar til Alicente og við tókum á móti þeim á flugvellinum.

 Daginn eftir var keyrt í rútu til Barcelona. Þar vorum við í tvo daga á frábæru hóteli með sundlaug á þakinu þar sem hægt var að slappa af í sólinni. Barcelona er mikil og lífleg borg.

Svo var kominn laugardagur, 2. júní.  Þá var farið um borð í Voyager of seas. - Þegar þarna er komið við sögu vorum við agndofa. Þetta skip er fljótandi ævintýraheimur.

Og dagarnir um borð voru nokkurn veginn svona: Fara á fætur, í morgunmat.  Á meðan við vorum í morgunmat þá var herbergið gert fínt.  Svo var farið ýmist í land eða legið í sólbaði.  Svo var fengið sér að borða í matsalnum sem hafði opið hlaðborð á milli 12:00 & 17:00.  Um kvöldið var matur kl. 19:00. Alltaf sama borðið með sömu borðfélugunum. Við vorum sex við borðið og höfðum fjóra þjóna.  Þeir snérust í kringum okkur og á meðan við borðuðum, með útsýni yfir Miðjarðarhafið, þá var herbergisþjónninn okkar að taka til öðru sinni í herberginu okkar.

 Það var einn dagur sem var frábrugðin en það varð þriðjudagurinn. Þá fórum við í skoðunnarferð til Rómar. Það var mikil ferð um borgina, sáum hringleikahúsið og fórum svo í Vatíkanið.

En siglingin var ævintýri líkust. Þjónustan frábær og viðmótið var stórkostlegt. Íburður mikill en þetta er nýlegt skip og þriðja stærsta skip heims, hvorki meira né minna. Ég mun setja inn myndir fljótlega úr skipinu og ferðinni. Á eftir að flokka einhverjar 600-700 myndir.

Heimferðin var frekar erfið. Vöknuðum kl.fjögur að íslenskum tíma og yfirgáfum skipið.  Vorum svo í Barcelona á vergangi allan daginn en það var ótrúlega auðvelt og ánægjulegt.  Vorum lent kl. hálf fjögur um nóttina að íslenskum tíma í Keflavík.  Við Hulda vorum með “pickup” og gistingu þar. Lögðumst á koddann kl.hálf fimm á gistiheimilinu, þá búin að vaka í rúman sólarhring. Keyrðum svo til Akureyrar á sunnudag.

Það hefur aldrei, þá meina ég aldrei verið svona gott að koma heim.  Eftir ánægjulega ferð er ég þreyttur en glaður, sumarið komið á Íslandi og ég fer aftur í frí í lok júlí. Það er sannarlega frábært að hafa tækifæri að ferðast til útlanda en Ísland, gamla Ísland – ástkær fósturjörð.....

 Heima er best en mig vantar svona einkaþjón eins og ég hafði á skipinu. Auglýsi eftir einum fyrir lítið


Komin heim

Hæ.

Þá erum við komin heim úr þessari miklu ferð.

Allt gekk ofsalega vel....þreyttur og slæptur.

Meira bloggað síðar og þá segi ég ykkur meira af ferðinni.

 

Það er frábært að koma heim.... 


Italia

Hallo.

Liggjum nu vid hofn i Italiu. Allt fint ad fretta.

Thad var gala-kvold i gaerkvoldi i skipinu. Frabaer matur og frabaer stemning.  Hluti hopsins slo svo i gegn i karoke a einum barnum. Eg var ekki thar a medal....\

En thetta er stutt nuna. Er buinn ad skila ollum kvedjum fra ykkur. Takk fyrir thad.

Eg verd fluttur med fraktflutiningum til Islands, er feitur og finn a faedinu herna og bjornum en thad er allt i lagi, eg er hamingjusamur og madur segir bara eins og i Titanic-myndinni :

I m the king of the world!!!!

Heyrumst-bestu kvedjur til Islands.


Aevintyri

Hallo hallo. Thessi faersla er an islensku stafanna thar sem eg er i tolvunni i skipinu.

Jaeja, thetta er nu meira aevintyrid. Thad er ekki a nokkurn hatt haegt a lysa thessu. Her er allt til alls og eg a mikid eftir ad skoda her um bord.

I gaer komum vid i skipid um tvoleitid. Allir komu ser fyrir, foru a barinn eda skodudu sig um. Svo var farid i solbad og haft tad huggulegt.

Vid bordum svo kvoldmat kl. 19.00. Tjonustan er oadfinnanleg og thetta er eins og ad vera i veislu hja sjalfum konginum. I kvoldverdinum i gaer sungum vid fyrir tvo ferdafelaga. Hrefna hans Tryggva var 55 i gaer og Sverrir kallinn Meldan fimmtugur. Allir korinn stod upp og song a medan tjonninn kom med koku. Einn tjonninn hafdi ad ordi ad thetta vaeri svo fagur songur ad hann aetladi ad maeta thegar thau syngja um bord.

Nuna er skipid ad leggja ad Nice i Frakklandi. Her er fallegt en ovist hvort eg fari fra bordi. Kannski madur skelli ser a skauta........

Eins og eg sagdi ta er tjonustan um bord frabaer. Herbergin eru thrifin TVISVAR a dag og alls stadar sem madur kemur vilja allir hjalpa.

Thad er matur a hverju strai. Morgunmatur, hadegisverdarhladbord, thar sem madur finnur nanast allt sem hugurinn girnist. Hann stendur fra tolf til fimm a daginn. SVo er kvoldverdur hja okkur alltaf kl sjo.  Ef madur dansar mikid og verdur svangur, tha er midnaetursnarl i bodi i matsalnum, allt fritt.

Thetta thydir ad eg kem heim i fraktskipi.......Annars hef eg farid i raektina tvo morgna i rod og Hulda kom med mer i thessa finu likamsraekt i morgun herna i skipinu.

En thad eru allir hressir og med bros a vor. Eg skila thessum kvedjum sem hafa komid og ykkur er ollum ohaett ad kommenta. Kannski set eg inn myndir seinna ef eg nae ad tengja mina tolvu herna.

Ja, sannarlega aevintyraheimur herna. Vona ad allir heima seu hressir, Mer finnst eg ekki hafa sed bornin min i langan tima en sem betur fer mikid ad gera og litill timi til ad sakna.

Hafid thad sem best,,, Bestu kvedjur ur Voyager of family.

Petur


Allir í góðum gír í Barcelona

Sælt veri fólkið.

Þá er að blogga aðeins frá dvölinni hérna í Barcelona og þessari miklu ferð.

Það eru allir hressir og kátir. Þegar ég hef sagt ferðafélugum okkar frá þessari síðu, vilja allir láta sína nánustu vita til þess að þeir geti fylgst með. Það er hið besta mál.  Þannig að ég geri ráð fyrir að margir séu að skoða þessa síðu sem þekkja mig ekki neitt.  

Þetta ferðalag hefur gengið ofsalega vel.  Það eru allir svo ánægðir með hótelið hérna í Barcelona enda er það frááábært. Staðsetningin er eins og best verður á kosið og allir ánægðir.  Þannig að það er allt í ljóma......7-9-13

Við Hulda fórum í smá vinnuferð í dag vegna vinnunnar hennar. Færðum ferðaskrifstofunni sem er í miklum viðskiptum hjá, íslenskan bjór. Lentum þar í kampavínspartýi og mikið gaman.

Nú er klukkan að verða tíu hér á Spáni. Við Hulda eigum eftir að fara og fá okkur eitthvað snarl. Það verður ekki meira því á hádegi á morgun förum við í skipið og munum vera þar í sjö daga.  Mér er sagt að þarna verði maður kóngur í viku.  Ég hlakka til.

Það er alveg óvíst hvenær ég blogga næst.  Í skipinu er margt frítt og annað rándýrt.  Þannig að ef internet aðgangur er rándýr verður það ekki oft en alveg pottþétt einhvern tímann.

Held að mér sé óhætt að skila góðum kveðjum á klakann frá okkur öllum hér í Barcelona. Frábær hópur sem skemmtir sér vel og ætlar að leika kónga og drottningar í viku......

Bestu kveðjur heim á klakann og hér eru nokkrar myndir.

IMG_1455IMG_1458IMG_1467IMG_1468IMG_1469IMG_1473


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband