Draumar
19.7.2007 | 10:37
Hæ.
Það er gott að eiga drauma. Að láta sig dreyma um eitthvað er mjög gott. Svo dreymir manni líka oft eitthvað skemmtilegt.
Sumir draumar geta breyst í martraðir. Það gerðist hjá mér í gær.
Ég átti drauma, Freyjudrauma sem duttu ofan í mig. Í morgun þegar ég fór út að hlaupa, var eins og ég væri með lóð í eftirdragi.
Já, ég veit það, það er ekki til fyrirmyndar að borða nammi......en ég er dauðlegur maður og breyskur.
Annars mætti ég í stuttbuxum í vinnuna í dag. Sólin er hins vegar í feluleik. Svona er þetta.
Jæja, hafið það gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Smá næring fyrir sálina
18.7.2007 | 12:37
Hæ.
Í dag langar mig að miðla úr bók sem ég var að fá í hendurnar. Ég vona að ég megi það, þar sem ég set allt í gæsalappir.
Bókin heitir: "Skyndibitar fyrir sálina"Höfundur er Barbara Berger. Hún Nanna sem vinnur með mér lánaði mér hana og ég hlakka til að lesa meira. Er búinn að glugga aðeins í þetta.
Hér er orð dagsins:
"Við erum það sem við hugsum. ** Við verðum það sem við trúum. ** Líf okkar er það sem við setjum okkur fyrir hugskotssjónir. ** Líf okkar er það sem við segjum að það sé.
Við getum breytt lífi okkar með því að breyta hugsunum okkar".
Mynd:www.julli.is > kærleiksvefur
Hafið það sem allra, allra best í dag og gangið með kærleik í hjarta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi fallegi dagur
17.7.2007 | 09:17
Komið þið sæl og blessuð.
Það er kominn þriðjudagur. Það var líka rétt hjá Hauki í síðustu færslu að það var óttalegur mánudagur í mér í gær.
Í gærkvöldi fór ég út að ganga og horfði svo á Friends með Huldu fram eftir kvöldi. Það er sem ég segi, Friends bæta, hressa og kæta. Einn þáttur á dag kemur skapinu í lag.
Í morgun vaknaði ég 06:20 og fór út að hlaupa. Dásemdarveður á Akureyri í dag. Þegar ég kom í vinnuna ákvað ég að fara upp á þak og taka myndir, ekki síst til þess að sýna bræðrum mínum, Guðbjarti, Svavari og Hauki sem og Þórði frænda, sem allir eru frá æskuslóðunum hvað bærinn okkar er fallegur.
Akureyri 17.júlí - Þessi fallegi dagur
Hafið það sem allra best, hvar í heiminum sem þið eruð.
ATH. Klikkið á myndirnar til þess að stækka þær
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að morgni dag
16.7.2007 | 09:02
Góðan og blessaðan.
Sumarmorgun á Akureyri. Sólin skín og veðurspáin gefur mér mismunandi upplýsingar. Mér finnst stundum eins og spáin breytist endanna á milli á nokkrm klukkutímum.
Helgin er búin, hún var ágæt. Stýrur í augum því ég svaf mikið í gær og gat ekki sofnað í gærkvöldi. Vikan verður vonandi góð en við skulum taka einn dag í einu. Ég labbaði í vinnuna í morgun.
Þessa dagana er leiði hjá mér í vinnunni. Nenni líklega ekki að vera í vinnunni heldur langar að vera úti að leika mér.
En við skulum ekki gleyma því að þakka fyrir það sem við höfum og vera jákvæð.
Þetta var örblogg, stiklað á stóru. Núna þarf ég að fara að vinna.
Ykkur er velkomið að kommenta
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Góði Guð-ég hef syndgað
13.7.2007 | 10:14
Hæ.
Eitt af því sem ég mun burðast með til dauðadags er vaxtalag mitt. Guð gaf mér þetta vaxtalag og.....góða matarlyst.
Þessa dagana er ég að vinna hörðum höndum að því að minnka mittið. Reyndar er ég alla daga að vinna að því. Já, eins og áður hefur verið sagt;"ég á þá eitthvað sameiginlegt með Hollywood-stjörnunum, það er að vera alla ævi í diet"
En það verður auðvitað að ganga hinn gullna meðalveg. Með árunum hefur reynslan kennt mér hvað er best að borða, hversu mikið og svo framvegis.
Mergur málsins er; Ég kann öll töfraráðin og veit nákvæmlega hvernig á að gera þetta, ég bara fer ekki alltaf eftir því.
Undanfarið hefur allt gengið vel en í gærkvöldi hrasaði ég og datt´....í forapitt freistinganna. Það eru til vondir hlutir í þessum heimi, sem hreinlega koma hlaupandi til þín og segja: Þetta er allt í lagi, fáðu þér bara væna gusu........
Hér er sökudólgurinn.
Augnablik í munni, ævilangt á maga....
Góða helgi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Til hvers eru reglur?
12.7.2007 | 08:21
Þegar ég var gutti í Glerárskóla, c.a. í 6.bekk, þá var hafði ég eina kennslubók sem heitir: "Til hvers eru reglur". Þetta er ein af þeim bókum sem eru mér í fersku minni.
Það hefur gjarnan verið gert grín af mér hvað ég er löghlýðinn. Tek reglur stundum alvarlega og bókstaflega.
Ef við hefðum ekki reglur, þá færi ansi illa. Ímyndið ykkur bara umferðina.
Heimur versnandi fer, segir stundum. Mér finnst þjóðfélagið stundum gefa skít í reglur. Vissulega eru reglur sveigðar og rétt er að undantekningin sannar regluna. En mér finnst allt of mikið um það að fólk hugsi sem svo að það þurfi ekki að fara eftir settum reglum. "Ég þarf ekki að fara eftir þessi-næsti maður getur farið i röðina, ekki ég"!
Þegar við fórum í Vatíkanið við Róm, fórum við í Sixtínsku kapelluna. Þar er bannað að taka myndir og þar er alveg bannað að tala. Samt talaði amk 80% fólks þar inni. Og ég fylgdist með því að margir voru að tala um daginn og veginn, ekki endilega um það sem fyrir augum bar. Sumir sáu sig tilneydda til þess að syngja á meðan þeir gengu um, sennilega bara til þess að fara örugglega ekki eftir reglunum.
Auðvitað förum við ekki alltaf eftir reglum. Hins vegar finnst mér mikilvægt að fara eftir þeim, því ef við höldum áfram að vanvirða, þá spyr maður: hvenær hættum við að virða rauða umferðarljósið?
Jæja, nóg um það. Styttist í helgina, grátt á Akureyri í morgunsárið. Vonandi splæsa veðurguðirnir góðu veðri á okkur um helgina.
Heyrumst
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fótbolti og fleira
11.7.2007 | 12:24
Halló.
Þessa dagana er sumarið að ákveða sig hvort það ætli að vera gott eða slæmt. Yfirleitt gott yfir miðjan daginn.
Það telst líklega vera skíttlegt eðli að ég fagna hverjum sólarlausum virkum degi sem lítur dagsins ljós. Það er nú þannig að í vinnunni hjá mér eru stórir gluggar og dagurinn verður mun erfiðari ef sólin skín, heitt og mollulegt.
Annars er ég farinn að horfa til kafla tvo á sumarfríinu mínu. Það er rúmur hálfur mánuður. Mér hálf leiðist í vinnunni þessa dagana og svona bara nenni þessu varla. Langar sennilega bara að leika mér.
Þá er það fótboltinn:
Ég reyni að forðast að nota þennan vettvang, bloggið, til þess að tjá mig um aðra og hrópa skoðanir. Má samt til núna.
Um síðustu helgi fóru fram Pollamót og N1 mót á Akureyri. Ég fylgist aðeins með N1 mótinu og hafði gaman af. 5 flokkur í knattspyrnu er sennilega passlegur til þess að fylgjast með, því þegar ofar er komið fer þetta allt í vitleysu.
Nýlegt atvik Keflvíkinga og Skagamann ber þess glöggt vitni. Ég ætlaði mér ekki að tala um þetta hér en þegar úrskurður aganefndar varð ljós, var mér öllum lokið. Svo virðist sem dómari leiksins og eftirlitsmaður hafi bara ekki verið á staðnum. Þeir sem fengu rauð spjöld voru dæmdir í leikbann, aðrir ekki.
Mín skoðun:
Markið hjá Bjarna Guðjónssyni var á gráu svæði-framkoma Keflvíkinga var á eldrauðu svæði. Þetta er ekki flóknara en það. Að spyrna boltanum að markinu var samt ekkert í lagi og algjörlega kjánalegt. Að hlaupa á eftir manninum í búningsklefann, eins og Keflvíkingar gerðu telst algjörlega út af kortinu. Og; þjálfari Keflvíkinga ætti að ráða sér sérstakan fjölmiðlafulltrúa því maður sem með svona framkomu ætti alls ekki að veita viðtöl.
Þetta var mín skoðum
Hafið það gott elskurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýr Lundi
7.7.2007 | 10:42
Halló, halló.
Má til með að blogga og sýna ykkur nýja húsbílinn sem gömlu hjónin í Lindarsíðunni voru að kaupa sér.
Þetta er Fiat, árg.´98. Mjög flottur og skemmtilegur bíll. Ótrúlega stór bíll að innan miðað við hversu lítill og nettur hann er að utan.
Hér koma nokkrar myndir af djásninu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Græna byltingin
6.7.2007 | 11:47
Halló halló.
Ég má til með að blogga aðeins....
Það er allt gott þessa dagana.
Annars hefur kallinn slegið í borðið og hyggst gera eitthvað í málunum. Ég er það vel syntur að ég þarf ekki þessa sundhringi sem hanga utan á mér Ég er farinn að hlaupa og borða grænt í öll mál...auðvitað með öðru líka, amk stundum.
Mér er það fullljóst að ég er alltaf að tala um þetta en þetta hefur ekki gengið. Það hefur aldrei setið svo fast á mér, þessi blessuðu aukakíló, enda hef ég aldrei setið svona mikið í vinnu. ÞAð er nú málið.
Í morgun kom titillinn á þessari færslu upp í hugann á mér. Í vikunni pöntðum við okkur endurvinnslutunnu. Reyna að vera svolítið græn. Svo í morgun fékk ég mér grænt te og grænmeti.
Þetta er "Græna byltingin"
En ætli maður fái sé nú samt ekki bjór og hamborgara um helgina
Góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sumar dagar eru bissí dagar
28.6.2007 | 10:19
Hæ hó.
Ég veit að einn af mínum göllum.....eða kostum, eftir því hvernig á það er litið, er að tala um það hvað ég hafi mikið að gera. Hmmmm Sennilega er erfitt að útleggja það sem kost en vonandi ekki sem galla. Nema hvað, þannig er ég nú bara gerður að ég krefst þess af sjálfum mér að áorka miklu.
Þannig að; nú held ég áfram að tala um það
Ég er annars mjög glaður yfir því að núna er ég búinn að koma mér af stað í hreyfingu og farinn að borða hollari mat. Eftir ferðina var mér nóg boðið og nú skal tekið á því.
Þannig að þá eykst orkan til að gera hlutina. Gærdagurinn var dæmigerður fyrir það hvað ég komst yfir mikið. Og maður er svo klikkaður að vera alltaf svo ánægður með það
Fyrir utan fullan vinnudag náði ég að:
Fara á einn fund og landa einu verkefni. Það er leikin útvarpsauglýsing sem er talsvert krefjandi verkefni og spennandi. Það er í fyrsta skipti sem ég leik í auglýsingu fyrir útvarp en það er talsvert frábrugðið því að lesa hana bara. Svo fór ég í góðan göngutúr með Huldu, vel tekið á því - Tók saman efni, bæði ritefni og tónlist fyrir eina vinkonu mína sem er að fara að stjórna brúðkaupi. Svo þrifum við hjónin íbúðina þar sem hún hélt stjórnarfund hjá kórnum heima, ég lagaði útidyrahurðina sem var biluð og samdi svo að lokum einn dægurlagatexta sem ég var kominn á síðustu stundu með.
Suma daga afrekar maður bara meira en aðra daga.
Ég var líka þreyttur í morgun en fór samt í ræktina.
Og eitt enn: Hafþór eða "Lilli" á afmæli í dag. 19 ára gamall. Ég geri ráð fyrir að undirbúningur sé hafinn fyrir afmælið næsta ár......Það verður líklega svaka partý hjá partý-kóngnum.
Þetta var sem sagt sagan af honum Pétri sem finnst gaman að láta aðra vita hvað hann hefur mikið að gera
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)