Fótbolti

Hæ.

Það er dauft yfir bloggsamfélaginu núna. Og það er nú þannig að þegar fáir kommenta, þá finnst manni enginn skoðaErrm  En það er auðvitað ekki rétt.

Það er haustlegt á Akureyri þessa dagana. Rigning og grátt. Mér finnst rigningin góð sem sýnir sennilega að sálin í mér er eitthvað svörtDevil hehehehe.

En nú langar mig að tala um fótbolta og svartar sálir.

Eins og flestir vita þá þykir mér öllu meira skemmtilegt að vinna en tapa þegar keppni er annars vegar.  Og í gegnum tíðina hefur hegðun mín á vellinum ekki alltaf verið til fyrirmyndar, því miður.  Sem betur fer hefur aldur og þroski bætt aðeins hugsun og hegðun við þessar aðstæður.

Fótoltabullur eru eitt en svo eru það fótboltamennirnir sjálfir.

Nýlega birtist frétt um mann í utandeildinni sem hreinlega jarðaði dómarann á staðnum, vegna þess að hann var rekinn út af.  Er ekki í lag??

Einn góður maður sem ég þekki orðar þetta svo: "Fótboltamenn eru eins og kettir; lúmskir, lygnir og ómerkilegir og ligga vælandi þó það sé ekkert að þeim".   Þetta eru stór orð og auðvitað ljót alhæfing því margir í þessari stétt eru fyrirmyndarfólk.   En ég þoli ekki að horfa upp á fótboltamenn í leik, sem tæklar og slátrar næsta manni, fær dæmt á sig brot og bara skilur ekkert í þessuGasp

Þetta myndi forseti vor kalla skíttlegt eðliAngry

 Góðar stundirKissing

 

 


Bjallan glymur...

..gróft er hennar mál.

Það er líklegt að skólabjallan hafi verið miskunarlaus við suma í morgun þegar hún hringdi.  Flestir skólar landsins settir í gær og byrja dag.  Og, eins og vanalega sýnir veðrið og spáin á sér nokkra sparihlið, sem gerist gjarnan í skólabyrjun.  Reyndar er rigning í dag á Akureyri en nánast logn og 16 stiga hiti.

Í upphafi skólaárs fer ég að hugsa um allar sálirnar sem ganga í skóla og líður ekki vel með það.  Skólinn er oft á tíðum miskunarlaus vígvöllur sem ekki allir þrífast í.  Yfirburðarnámsmenn eru jafnvel að skora lágt í skóla, vegna vanlíðan.  Stundum held ég að aðalatriðið til þess að fóta sig í skólanum sé að kunna fótbolta, þá ertu "seif"

Þar sem ég hef sjálfur gengið í skóla og unnið á þessum stofnunum hef ég mikla skoðun á þessu.   Að mínu mati er skólakerfið okkar meingallað á sumum sviðum.  Ég ætla nú ekki að fara út í þá sálma hér í smáatriðum.

Hins vegar sá ég í Fréttablaðinu í gær að skólakerfið er að einbeita sér að aðlögun og líðan útlenskra ungmenna á grunnskólaaldriErrm  Ég hef sko ekkert á móti útlendingum en væri ekki ráð að hugsa um okkar ungmenni líka a.m.k.

Vonandi verður þetta gæfuríkt skólaár, þar sem öllum líður vel.

Hafið það sem best á þessum drottins degiHalo


Ágúst að áliðnum slætti

Sæl verið þið.

Veðrið er aftur farið að leika við okkur hérna fyrir norðan og voga ég mér ekki að segja að haustið sé komið.Errm

Helgin að baki og ný vinnuvika framundan. Var að spila bæði kvöldin um helgina og svo eru byrjaðar málningaframkvæmdir utanhúss hjá okkur í Snægilinu.

Það er framhaldssagan mikla í gangi, hvað varðar vaxtalagið hjá mér.  Nú er ég að taka ákveðna fæðuflokka og sneiða hjá þeim, því það er alveg ljóst að það er eitthvað sem ég þoli ekki, svona fyrir utan þetta augljósa sem kemur frá Ölgerðinni, Viking eða E.FinnssonWhistling

Það er komið nýtt lag í tónlistarspilarann. Þetta er ný útgáfa af gamla diskólaginu, Í Reykjavíkurborg og er það Friðrik Ómar sem flytur þetta að þessu sinni. Flott útgáfa.

Að lokum við ég koma á framfæri afmæliskveðju til Þórðar Rist, frænda míns sem er rétt orðinn 25 ára, kannski rétt rúmlega. 

Sendi kveðjur yfir hafið, til Danmerkur.  Þórður, til hamingju með afmælið í gær. Við Bjössi fengum okkur ekkert Þórðarkaffi í gær við málningarvinnuna en það verður síðar og þá skálum við fyrir þérWink

Jæja, ég er enn í vinnunni. Mánudagar eru langir dagar hérna. Fer vonandi að komast heim....... 

Hilsen - Pétur

 


Jamm og jæja

Sæl verið þið.

Sumarfríið er búið og ég er kominn í vinnuna aftur GetLost Þetta var allt of stutt, ekki síst þar sem mér var þrælað út mest allan tímannPinch  En eftir stendur íbúðin okkar meira og minna öll nýmáluð og fín, sem er mjög gott.  Það er líka aðal málið að drífa í hlutunum og erfiðast að byrja.

Nú fer í hönd pínu skrítinn tími á árinu.  Mér finnst þetta svona "hvorki né" tími. Ég meina, sumarið er búið(samt ekki endilega veðurfarslega, meira hugarfarslega) en haustið ekki eða varla komið.  Skólarnir fara svo að byrja og svo kemur haustið. 

Að mörgu leiti er haustið fínn tími. Til dæmis er haustið mjög góður tími veðurfarslega mjög oft.  Kannski ekki mikill hiti en lognið sem skiptir öllu.

Það er annars allt gott að frétta af okkur öllum.

Ég er andlaus núna, mátti til með að láta heyra í mér. Blogga fljótt aftur.

Hafið það gott og megi lífið leika við ykkur.


Hadló Akureyri

Hæ.

Það er lítið talað um annað en nýliðna verslunarmannahelgi á Akureyri og má segja að dramatíkin sé mikil gagnvart ákvörðun bæjarstjórnar að banna 18 - 23.ára ungabörnum að tjalda í bænum.

Í allri þessari umræðu er hægt að finna margar hliðar.

Hér er ein: Að halda Halló Akureyri eða Ein með öllu er mikið mál. Gríðarlegur fjöldi fólks kemur í bæinn og starfsfólk í tjaldvörslu, löggæslu, sorphirðu og ýmsum öðrum störfum er undir gríðarlegu álagi.

Á Bíladögum í júní sl. kom gríðarlegur fjöldi í bæinn. Skrílslæti urðu gríðarleg. Starfsmenn tjaldsvæða hlutu meiðsli og sjúkrahúsvist við vinnu sína.  Það er því vel hægt að skilja að þessir aðilar sækist ekki eftir því að halda útihátíð.

Önnur hlið: Að halda Halló Akureyri eða Ein með öllu er mikið mál.  Gríðarlegur fjöldi kemur í bæinn og þá þarf að herða gæslu á öllum vígstöðvum.  Og; löggan á Akureyri þarf að vera jákvæð og nenna þessu.  Alveg síðan eitthvað hefur verið gert hérna, Oktoberfest, hátíðir eða hvers konar uppákomur, hafa gömlu þreyttu lögreglumennirnir á Akureyri verið fúlir. Þetta er staðreynd og þeir blása þessu í fjölmiðla.  Ég skrifa hér undir nafni og leyfi mér að birta þá skoðun, að breytinga er þörf hjá lögreglunni á Akureyri.

Mín skoðun er sú að Akureyri þarf á allri ferðaþjónustu að halda.  Auðvitað var það heimskulegt af Steina, kaupmanni á Akureyri að blása út tekjumissi sinn í fjölmiðlum.  Sumum verðum við bara að fyrirgefa, þeir gusa mest sem grynnst vaða.

Málefnalegasta umræðan, að mínu mati er þessi:

Bæjarstjórn Akureyrar hefði aldrei átt að standa svona að þessu. Það eru ýmis sjónarmið í gangi í þessu máli en gott fólk, getur það verið álitamál að þetta sé rangt að málum staðið?

Þeir sem vilja leggja málstaðnum lið, skoðið:  www.akureyri.blog.is

 


Rigning, rok og svo versló

Halló halló.

Jæja, þá er loksins blog í sumarfríinu og nú verða sagðar fréttir....af mér.

Síðustu dagar, samantekt

Föstudagur 27. júlí. Lagt af stað í útilegu. Í eftirdragi hálfs tonna leigufellihýsi sem WW passat átti erfitt með að draga upp Bakkaselsbrekkuna. Fórum í samfloti með mömmu og pabba og áðum eina nótt ásamt þeim í Laugarási, rétt hjá Víðihlíð.

Laugardagur 28. júlí.  Tekið upp og lagt í hann.  Hópurinn skundar á Þingvöll og treysti vor heit. Hittum þar Kristmann, Hófí ásamt börnum og áttum skemmtilega stund þar.

Sunnudagur 29.júlí.  Þar skildu leiðir og nú voru ég Hulda og Fanney bara þrjú. Keyrðum á Flúðir og gistum þar. Örlítill koníakshrollur í húsbónandum enda var dreypt á smá tári kvöldinu áður.

Mánudagur 30. júlí. Keyrðum suðurlandið þennan dag. Frá Flúðum til Hafnar í Hornafirði. Gáfum okkur góðan tíma og skoðuðum okkur um í stórkostlegu umhverfi. Reyndar svolítið grátt og rigning en létti til þegar við komum til Hafnar. Það var tjaldað og búið að koma sér fyrir um níuleitið í góðu veðri en þetta var lognið á undan storminumFrown

Aðfaranótt þriðjudagsins 31.júlí.  Vaknaði klukkan þrjú. Höfn í Hornafirði hafði sent hann Kára á okkur sem blés á fellihýsið. Og að þessu sinni frussaði Kári með blæstrinum = Rok og rigning. Ég gat ekki sofið.

Þriðjudagur 31.júlí kl. 07:00. Mér var nóg boðið og fór á fætur, nú skal pakkað saman. Nokkru áður hafði ég hlustað á veðurfregnir frá Veðurstofu Íslands í útvarpinu sem sagði áðurnefndan Kára ætla að fara hamförum um landið okkar.  "Nú pökkum við saman og förum alla leið heim"-sagði ég við Huldu og hún hefur sjaldan eða aldrei verið meira sammála. Fanney vaknaði í þann mund sem ég sagði þetta og hefur sjaldan verið sneggri á fætur og samsinnti þessu. Fyrir utan vagninn var óveður....og það fór versnandi.

Þegar búið var að pakka var fjölskyldan rennandi og til að lýsa því, væri réttast að segja: rennnnnnannnnnnndiiiii!!!!  Hulda settist við stýrið því hún hafði getað sofið eitthvað um nóttina en ég var alveg svefnlaus.  Nú var keyrt eins og druslan dró til Akureyrar. 

Ferðin var erfið. Við rétt sluppum fram hjá Hvalnesi áður en versta veðrið skall á, eða 20 m.á sek. Þegar við keyrðum Hvalnesskriðurnar rann grjót úr hlíðinni. Vegurinn var grjóti lagður og það rann meira og meira úr hlíðinni..............Þegar þarna var komið við sögu sá ég ævi mína á hraðspóli.  36 ár í uppgjöri á tíu sek. Voru þetta endalokin.  Góði Guð, því heiti ég að ganga í klaustur ef ég lifi þetta af, hugaði ég.  En við komumst heim, heil á höldnu...Guði sé lof fyrir það.

Miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur.

Það er yndislegt að koma heim. Við Hulda ákváðum að taka til hendinni á heimilinu og erum að mála og fleira. Það er gott að vera heima. 

Ég skrapp á tónleika með Hvanndalsbræðrum í gærkvöldi sem var mjög gaman. 

Nú er föstudagur, versló að koma og annríki hjá mér, bæði hér heima og í spilamennskunni.

En nú má ég ekki slóra lengur, skyldan kallar og ég tek mér pensil í hönd.

Það fer hins vegar engum sögum af ferðum í klaustur í þessari færslu, það kemur síðarWhistling


N3

Hæ hó.

Það styttist í sumarfrí en þessa dagana er ég að undirbúa versló á fullu. Þá verður mikið að gera hjá mér. Við erum þrír að spila saman í þriðja sinn- ég, Dabbi Rún og Siggi Rún en núna köllum við okkur N3.

Við höfum verið að vinna að markaðssetningu að undanförnu fyrir þetta kvöld, sem er eitt stærsta kvöld ársins í skemmtanabransanum. 

 Hér koma dæmi um það:

 N3

bla

Þetta kvöld heitir "Stóra slúttið" sem útleggst á ensku:"The big slutt"

Góða skemmtun

 


Samvinna

 Hæ.

Jæja, þá er kominn miðvikudagur og geðvonskan á undanhaldiJoyful

En í framhaldi af geðvonskutali, verð ég að koma með smá léttleika.

Ýtið á myndina hér fyrir neðan - góða skemmtun.

 

 


Geðvonska

Halló.

Í bókinni sem ég er að lesa þessa dagana:"Skyndibitar fyrir sálina" er talað um að maður eigi að forðast fólk sem kvartar. Að því gefnu ættuð þið að hætta að lesa þessa færsluErrm

En bloggið er stundum, já bara stundum, vettvangur fyrir hugsanir og tjáningu á eigin tilfinningar.

Ég hef áhyggjur af því hvað ég er geðvondur þessa dagana. Veit ekki af hverju og skil ekkert í því en svona er þetta.  Kannski er þetta vegna þess að ég er alveg að komast í sumarfrí, kannski er þetta vegna þess að það er ekkert spennandi í gangi......veit það ekki.

Annars er allt gott að frétta.  Birkir og félagar eru núna á Leifstöð á leið til Tenerife-þvílík sæla og flott hjá þeim að drífa sig. Maður á að skemmta sér þegar maður er ungur....eða öllu heldur alltaf því lífið á að vera leikur.

Jæja, fer í mat.

Bestu kveðjur frá Pétri geðvondaAngry sem lofar að hætta að vera geðvondurHalo


Komdu með

Hæ hó.

Þá er helgin að baki og ný vinnuvika framundan. Eftir þessa viku er það svo sumarfrí.

Ég er búinn að bæta við nýjum möguleika á síðuna sem heitir tónlistarspilari. (Sjá hérna til vinstri)

Og fyrsta lagið er gamall diskósmellur sem var verið að endurútgefa í tilefni "Ein með öllu" á Akureyri um versló.  Ég á textann við þetta lag en að öðru leiti kom ég ekki nálægt útsetningu eða upptöku. En þið getið hlustað á þetta og dæmi hver fyrir sig.

Jæja, látum þetta gott heita í bili.

Góðar stundir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband