Viðburðarríkir dagar
7.7.2008 | 08:50
Sæl verið þið.
Þokan strýkur gluggan hjá mér núna í byrjun vinnuviku. Það er frekar rólegt í vinnunni þessa dagana en þetta er rólegasti tími ársins.
Það er margt að ske! - eins og maðurinn sagði.
Ég hef nýlega tekið til endurskoðunnar hvað ég læt ofan í mig, hvað ég borða. Eitt af því sem ég tók alveg út er glúten. Það er t.d. venjulegt hveiti, spelt, hafragrjón ofl. Það þýðir að ég má ekki borða brauð og ekki drekka bjór En mér líður margfallt betur. Þetta er á hálfgerðu rannsóknarstigi núna en mér sýnist ekki vera mikill vafi á þessu.
Svo fékk ég það flugu í hausinn að fara í skóla. Er að fara í fjarnám í Háskólann á Hólum. Og í kjölfarið hef ég fengið nýtt starf með skólanum......
Ekki meira í bili. Framhald síðar.
Hafið það sem allra best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Frá gamla blogginu
4.7.2008 | 09:49
Sæl verið þið. Það er frábært veður á Akureyri í dag- sannkölluð sumarsæla.
Fyrir þá sem eru á Akureyri, verða N3 ásamt Eyþóri Inga að skemmta á Ráðhústorgi í kvöld, milli átta og níu - stuð.
Ég ætla að halda áfram að birta gamlar bloggfærslur og birtist þessi 2005.
Ein lítil saga
Langar að deila með ykkur lítilli sögu, sem er leiðinlega sönn. Hef lært það af Huldu og hennar systrum að það getur bara verið gaman að segja frá sínum, ja-hvað skal segja, heimskubrögðum.
Mér datt þetta í hug í tengslum við þessi mannbætandi orð sem ég set í lífsmottó hérna á síðunni.
Jæja, hér er sagan:
Það var þriðjudagur í febrúar árið 1997. Dagur var að kveldi kominn og Hulda var í vinnunni. Fanney var að leika sér og því kom upp sú hugmynd, sem var algeng á þessum árum, að við Birkir tækjum leik í leikjatölvunni hans. Birkir var nýlega búinn að fá Sega Saturn tölvu með forláta fótboltaleik. Þetta var mjög merkilegur leikur á þeim tíma og eins og í öðrum tölvuleikjum, hafði Birkir alveg makalausa færni og heppni í þessum leik.
Þegar þarna var komið við sögu, höfðum við ekki spilað í viku eða tvær en algengt var að við feðgar spiluðum daglega. Hins vegar hafði ég, eins og þjófur um nótt, læðst til æfinga í þessum fótboltaleik og þótti mér ég vera nokkuð öflugur. Nú væri sko kominn tími til að vinna strák-ófétið sem alltaf grísaðist til að vinna.
Áður en lengra er haldið, vil ég taka fram að ég er þannig af hendi skaparans að mér hefur alltaf þótt talsvert meira gaman að sigra en tapa!! Þetta er ættareinkenni.
Nú jæja. Við feðgar göngum á vígvöllinn, sem þarna var litla stofan í Smárahlíðinni fyrir framan litla sjónvarpið. Leikur hefst. Þetta gekk bara vel, stórmeistarajafntefli var lengst af og þannig var þegar flautað var til leikhlés. Þá notaði ég tækifærið og þurrkaði svitann úr lófum og sótti mér örfandi, sem sagt; sterkt kaffi.
Eins og amfetamín-neytandi sat ég einbeittur við seinni hálfleikinn. Og viti menn, æfingar skiluðu sér og ég skoooooraðiiiii!!!!! Jesssss. Þvílík unaðstilfinning. Leikurinn að verða búinn og ég að vinna. Birkir tók þessu með nokkru jafnaðargeði en hefur þó þau gen í sér að þykja ekkert sértstakt að tapa. Tók hann sig á og jafnaði........æji!!! Jæja, jafntefli var ásættanlegt. Sko, leikurinn nánst búinn og þetta verður jafntefli. Tíu, sekúndur, níu, átta, sjö, sex- Birkir nær boltanum og skorar, leikurinn búinn, ég tapaði.
Ég tapaði líka mér, stóð upp, sá allt svart. Ég tapaði enn og aftur fyrir átta ára syni mínum. DJÖ!!!!!!! Ég stóð upp frá tölvunni, gekk þungum skrefum í eldhúsið og fann fyrir þessari óslökvandi þörf að kasta einhverju. Fyrir valinu varð vel þroskaður banani sem Splash!!!!! Lenti í veggnum og varð að bananamauki.
Þennan dag var ég ekki í nokkrum vafa hvor var þroskaðri, ég eða bananinn.
16.05.2005 12:41:22 / peturg.blogcentral.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggið
3.7.2008 | 09:28
Sæl verið þið.
Ég sit hérna í vinnunni minni, nýlega mættur. Var að glugga í gamlar færslur á gamla blogginu mínu og skoða þær, gaman að því. En núna er það ekki gamall þankagangur heldur splunkunýr.
Hef verið að velta þessum bloggheimi aðeins fyrir mér. Núna á tímabili hætti ég alveg að blogga vegna þess að mér finnst á köflum bloggsamfélagið á lágu plani. Flott mál að fólk tjái sínar skoðanir og ástæða mín fyrir að halda úti bloggsíðu er að tjá mig og vera í sambandi við mína. En svo eru sumir sem nota bloggið í skítkast vegna þess að þeir geta ekki sagt þetta nema á bakvið lyklaborðið. Svoleiðis fólk reyndar dæmir sig sjálft.
En ég er staðráðinn í því að halda áfram blogginu, fyrir mig og mína því þetta hefur verið vettvangur sem hefur verið skemmtilegur og gefið mér mikið.
Það er mikið að gerast í mínu lífi akkúrat núna og stór skref sem ég ætla að stíga. Það má að mörgu leiti segja að ég sé að byrja nýtt líf.
Ég ætla að fara yfir það í næstu færslu eða færslum. Vonandi á morgun.
Þangað til, bloggið er lifnað við, haldið áfram tryggð við mig og lifið heil
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eitthvað gamalt og gott
1.7.2008 | 10:28
Sæl verið þið á þessum mikla rigningardegi á Akureyri, kannski víðar.
Eins og ég sagði á blogginu í gær þá langar mig að ná upprisu á blogginu. Að undanförnu hef ég lítið verið virkur og þá færstlurnar frekar innihaldslausar.
Ég fór að hugsa um þetta þegar ég skoðaði gamlar færslur á blogginu mínu, hvað ég var miklu meira skapandi fyrir einu eða tveimur árum. Ég veit svo sem af hverju en komum að því síðar.
Hef núna verið í bloggheiminum síðan í apríl 2005 og held að þið hefðuð gaman að því að skoða gamlar, frekar tímalausar færslur og fá þannig líf í bloggið aftur.
Fyrst ætla ég að birta færslu frá 2006, þar sem ég tala um það að þú getur allt ef þú vilt það.
Mátturinn:"Megi mátturinn vera með þér"-var sagt í Star wars myndunum.
En hvað er mátturinn. Er hann kannski ekki til nema í bíómyndunum? Ég held reyndar ekki.
Þessi máttur er meðal okkar í daglegu lífi. Við notum hann líklega bara svo sjaldan. Mátturinn sem ég tala um er einhver óáþreifanleg orka sem við getum notað, til dæmis til að gera lífið betra og skemmtilegra.
Þessi orka er til dæmis jákvæði og neikvæðni okkar. Það ER staðreynd að jákvæðni er ofsalega sterk og mikilvæg.Það vitum við en gleymum of oft. Þetta höfum við nú oft talað um hér á síðunni.
Ég geng reyndar svo langt að segja að hugarorka okkar og straumar ráði því hvernig líf við eigum, hvað fjálmál okkar og hitt og þetta snertir. Við getum allt. Hvað haldið þið til dæmis að Eiður Smári hafi komist langt, bara á þrjósku, ákveðni og sjálfstrausti, sem er reyndar ekkert bara.
Við getum öll gert lífið betra, með því að segja við okkur sjálf:Ég skal, ætla og get. Vitum við þetta svo sem ekki? Jú ég held það.
Á mánudagskvöldið var þáttur um dávaldinn Sailesh. Maðurinn er ótrúlegur. Hann getur látið fólk gera alls konar hluti, oft mjög ósæmilega.
Útgangspunkturinn á þessum skrifum er: Þú getur allt, allt, allt! Bara ef þú vilt það.
Megi mátturinn vera með þér.
Færsla frá 22.06.2006 13:09:36 /peturg.blogcentral.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Draumafjarstýring
30.6.2008 | 14:01
Sæl verið þið.
Eins og ég sagði í síðustu færslu þá er dauft yfir blogginu mínu, sennilega ekki verið svona síðan ég byrjaði að blogga en ég hef einfaldlega ekki nennt þessu.
Nú ætla ég að koma mér af stað aftur, því mig langar ekki að láta síðuna mína deyja.
Það er ýmislegt að gerast í lífi Péturs þessa dagana. Nánari fréttir af því síðar í vikunni hér á blogginu.
Læt hér fljóta með draumafjarstýringuna.....góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sumarfrí
20.6.2008 | 10:01
Hæ.
Bara láta vita að ég er á lífi. Þessa dagana er ekki nokkur tími til þess að blogga, ekki síst þar sem ég sé um aðra bloggsíðu.
En ég er ekki hættur, læt í mér heyra síðar í sumar- lítum á þetta sem smá bloggsumarfrí.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðbanki ný útgáfa
22.5.2008 | 14:20
Hæ og hó.
Jæja, þá er sumarið komið á Akureyri og undankeppnin í kvöld í Eurovision, þannig að það er allt að gerast.
Við vorum að fá í hendurnar splunkunýja útgáfu af Gleðibankanum. Hlustið endilega.
- Smellið á tónlistarspilarann hérna til vinstri.
Heyri vonandi frá ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Gleðibankinn
14.5.2008 | 22:44
Tíminn líður hratt.......Já, tíminn líður svo sannarlega hratt og dagar líða án þess að ég bloggi. Sorry, svona er þetta.
Það styttist í Eurovision og þ.a.l. eitt stærsta Eurovisionpartý landsins með N3. Við erum núna á fullu að undirbúa ballið sem verður 24. maí í Sjallanum.
Í tilefni þess höfum við gefið út lag, þ.e. endurútgefið Gleðibankann. Það er Pétur Valmundarson sem á heiðurinn á þessu "mixi" og Heimir Ingimars, fyrrum Luxor meðlimur syngur. Ég setti lagið í tónlistarspalarann svo þið getið hlustað. Það á aðeins eftir að fikta í því og svo vantar smá talað grín en það er mikið Eurovision-nörd sem ætlar að gera það fyrir okkur. Nánar um það síðar.
En hlustið og kommentið, endilega.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Grilltímablilið
2.5.2008 | 15:56
Hæ.
Nú er grilltímabilið að hefjast.
Þá er rétt að hafa eftirfarandi á hreinu:
Allir að grilla. Húsmæður gleðjast yfir því að þurfa ekki að standa yfir pottunum,því bóndinn sér um grillið.VEI VEI!
Þannig gengur þetta fyrir sig:
Frúin verslar í matinn. Frúin býr til salat, græjar grænmetið sem á að grilla og býr til sósu. Frúin undirbýr kjötið, finnur til réttu kryddin, setur kjötið á bakka ásamt grilláhöldum.
Bóndinn situr við grillið, með bjór í annarri.
Lykilatriði: Bóndinn setur kjötið á grillið.!
Frúinn fer inn, finnur til diska og hnífapör.
Frúinn fer út, og segir bóndanum að kjötið sé að brenna. Bóndinn þakkar henni fyrir og biður hana um að koma með annan bjór á meðan hann tæklar ástandið.
Annað lykilatriði: Bóndinn tekur kjötið af grillinu og réttir frúinni. Frúin leggur á borð. Diskar, hnífapör, sósur. salöt og annað meðlæti ratar á borðið.
Eftir matinn gengur frúin frá öllu.
Mikilvægast af öllu: Allir þakka BÓNDANUM fyrir matinn og hversu vel HONUM tóks upp.
Bóndinn spyr frúna hvernig henni hafi líkað "FRÍDAGURINN"...... og eftir að hafa séð svipinn á henni, ákveður hann að það er ómögulegt að gera konum til geðs.??
Já karlmenn það er ekkert mál að grilla fyrir konuna.HA HA HA HA heheeheheheh.
Góða helgi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Svindl
1.5.2008 | 14:27
Hæ.
Ég er sko á lífi þó að þið séuð eflaust farin að halda annað. Hef ekki bloggað í marga daga, því það hefur verið svo...... segi ekki meir. Eins og ég hef sagt áður þá hlýtur "bissy" staglið að vera orðið þreytt.
Við höfum átt góða daga, vorum í London um síðustu helgi. Fórum með beinu flugi á miðvikudag og komum á sunnudag. London er frábær borg.
Undanfarna daga hef ég verið í smá sálarkreppu....ákvörðunarkreppu Því miður get ég ekki uppljóstrað þessu á blogginu...þið verðið bara að hringja.
En nú hef ég tekið ákvörðun og líður vel með það Skrítið hvað þetta getur tekið á mann.
Í dag er 1. maí og líka uppstigningardagur. Svindl Mér finnst að ég ætti að vera í fríi á morgun líka því þarna renna tveir dagar í einn. En svona er þetta....maður fær ekki allt.
Takk fyrir að kommenta allir....Haukur er nú alveg í sérflokki hvað það varðar. En líka gaman að heyra í fólki sem ég hitti sjaldan, eins og td.Þráni Brjáns. "Er ekki verið að gefa eitthvað" kommentið hans í síðustu færslu er einkahúmor síðan við vorum á Frostrásinni í den.
Hafið það nú gott. Munið að dagurinn í dag, þessi klukkustund, mínúta og sekúnda koma aldrei aftur.
Njotið lífsins elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)