Æðsti strumpur
25.5.2006 | 09:46
Nú, þegar ég á að teljast fullorðinn finnst mér stundum gaman að glugga í teiknimyndasögur.
Nýlega varð á vegi mínum strumpabók, sem ég hafði ekki gluggað í lengi. Ég sökkti mér í heim strumpanna í nokkrar mínútur og hafði gaman af. Bókin sem um ræðir heitir;"Æðsti strumpur".
Strumpar eru einfaldir. Það er auðvelt að lokka þá til sín með góðum mat og jafnvel loforðum. Það hefur Kjartan galdrakarl, erkióvinur þeirra oft gert.
Strumpabókin sem ég var að glugga í fjallaði um þá óvenjulegu aðstæður sem komu upp þegar Yfirstrumpur, sem öllu ræður og stjórnar í sátt og samlyndi, fer í burtu í nokkra daga til þess að týna grös. Þá kemur upp rifrildi á milli hinna strumpanna hver eigi að ráða. Það endar með því að efnt er til kosninga. Sá sem sigraði hafði beitt þeim ráðum að lofa öllu fögru til hinna strumpanna, næði hann kjöri. Þannig segir hann Letistumpi að hann þurfi aldrei að gera handtak ef hann kjósi hann og Matarstrumpi að bakaðar verði pönnukökur daglega, nái hann kjöri.
Við þetta kjósa allir þennan strump sem hlýtur nafnbótina "Æðsti strumpur". Hann var kosinn því að hann var svo kænn að lofa, bjóða öllum mat og drykk og veiða atkvæði í kosningabaráttunni.
Undanfarna daga hefur mér þótt líklegt að ákveðinn hópur í sex fylkingum hér í bæ hafi lesið þessa bók eitthvað nýlega. Ef maður flettir blöðum má finna loforð um betra líf og boð um frían mat, skemmtun og hitt og þetta er í boði. Legði maður sig fram, mætti lifa góðu lífi þessa dagana við fría afþreyingu og mat.
Það sem er ólíkt með okkur mannfólkinu og strumpunum er að það er fleiri sem við þurfum að velja á milli. Æðsti strumpur var sá eini sem bauð gull og græna skóga en við höfum svo marga sem beita þeim brögðum. Líklega erum við ekki alveg eins ginkeypt og strumparnir og trúum ekki öllu sem okkur er sagt.
Það sem varð Æðsta strumpi að falli var að hann efndi ekki loforð sín og valdið steig honum til höfuðs.
Það, er sennilega það sem við mannfólkið eigum sameignlegt með strumpunum.
Eða hvað?
Breytt 28.7.2006 kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Daaaa
23.5.2006 | 08:13
Norðan og norðvestan 13-18 m/s og snjókoma eða slydda. Lítið eitt hægari síðdegis. Norðlæg átt 5-10 seint á morgun. Hiti 0 til 4 stig að deginum. Spá gerð 23.05.2006 kl. 06:36
Ég hef bara engu við þetta að bæta.

Breytt 28.7.2006 kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Veður
22.5.2006 | 17:27
Hæ.
Verð að koma með nokkur orð, svo ég haldi ekki heimspekilega ljóðinu mínu of lengi sem nýjustu færslu. Mér þykir óskaplega gaman að koma ykkur á óvart og hafa bloggið þannig að það sé ekki útreiknanlegt.
Helgin var góð, frí og huggulegheit. Ánægjuleg úrslit í eurovision,Finnarnir góðir og bara skemmtileg keppni þó að við hefðum ekki verið í úrslitum. Samt auðvitað alltaf skemmtilegra að vera með í aðalkeppninni.
Eldskírn í dag í vinnunni. Annasamur dagur og heldur betur líf og fjör. Þetta ætlar bara að ganga vel og þetta er bara skemmtilegt.
Það var hringt í mig í dag frá rás 1. Mér var boðið að taka að mér afleysingu á þætti í sumar, vikulegan þátt eins og í fyrra. Það var nú ekki gert táralaust en ég afþakkaði boðið. Lærði mína lexíu í fyrra en það var ekki auðvelt að segja nei. En ég er sáttur við þá ákvörðun því ég ætla mér að eiga mér líf í sumar. Þetta þýðir að strákurinn getur lært af reynslunni hehehe.
Jæja, ekki meira í bili, góðar stundir.
Breytt 28.7.2006 kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tímamót
20.5.2006 | 10:20
Og sé; margar góðar minningar.
Ég sé; grýtta braut.
Ég sé myndir af ungum manni.
Maðurinn segir:
“Lífið er fullt af spurningum.
Stormviðri lífsins og dalir og fjöll.
Það er lífið, lífið er.....hvað er lífið?”
Ég segi:
“Lífið er fullt af tækifærum.
Gríptu tækifærin og láttu þig fljóta.
Það er lífið, lífið er ljúft".
Breytt 28.7.2006 kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
msn
19.5.2006 | 19:04
Föstudagur og líklega fríhelgi framundan.....frábært.
Þetta er skrítið líf, vinna svona virka daga og eiga frí um helgar......mér líst vel á þetta og er alveg að fíla þetta starf. Samt mun ég ekki leyfa mér þann munað að eiga frí allar helgar svo það er best að njóta á meðan er.
Er annars að koma mér inn á msn. Slóðin er peturg71@hotmail.com. Endilega "addið"mér inn hjá ykkur.
Hafið það gott elskurnar og góða helgi.
Pétur
Breytt 28.7.2006 kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fátt er svo með öllu illt..
19.5.2006 | 12:05
..að ekki boði nokkuð gott.
Ófarir manna geta verið grátbroslegar-Hér er smá saga af því:
Fyrst er áríðandi tilkynning frá Sjálfstæðismönnum í Tuborg (áður Árborg) Eins og flestir ef ekki allir íbúar Tuborgar vita þá hefur eitt af stóru baráttumálum Sjálfstæðisflokksins í Tuborg fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í ár verið áhersla á að Hellisheiðin verði full-upplýst á næsta kjörtímabili... Þetta baráttumál er ekki lengur á stefnuskrá flokksins þar sem komið hefur í ljós að ljósastaurar geta hreinlega bara verið fyrir!!
Hehehehehe
Breytt 28.7.2006 kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)