Hvunndagspælingar

Helló. Þetta fékk ég sent í pósti. Þið hafið örugglega séð þetta en það er gott að rifja þetta upp. Við höfum öll gott af þessu í amstri dagsins. Og koma svo!!!!

1. Það eru að minnsta kosti tvær manneskjur í þessum heimi sem þú myndir deyja fyrir.

2. Það eru að minnsta kosti 15 manns í þessum heimi sem elska þig á einhvern hátt.

3. Eina ástæðan fyrir því að einhver hati þig er, viðkomandi vill vera eins og þú.

4. Bros frá þér getur fært einhverjum hamingju, jafnvel þótt viðkomandi líki ekki við þig.

5. Á hverju kvöldi, hugsar EINHVER til þín áður en viðkomandi fer að sofa             

6. Þú ert himinn og jörð hjá einhverjum.

7. Þú ert einstök og sérstök í þessum heimi

8. Einhver sem þú þekkir ekki, elskar þig.

9. Jafnvel þegar þú klúðrar málunum, verður eitthvað gott úr því.

10. Þegar þér finnst heimurinn hafa snúið í þig baki, líttu aftur á.

11. Mundu alltaf eftir hrósum sem þú færð. Gleymdu dónalegum hreitum.

Já og mundu………þegar lífið afhendir þér Sítrónu /Lime, biddu þá um Tequila og salt!


Sunna á sunnudegi

Mér hefur ekkert gengið að njóta nærveru sólarinnar um helgina. Hef haldið mig í herberginu með dregið fyrir. Þetta er náttúrulega alveg glatað.
Ekki er maður nú neitt sérlega hress en þetta lagast.

Í gær var ég dunda mér í þvottahúsinu þegar góður maður, búsettur erlendis, birtist í forstofunni með blóm handa Huldu, koníak handa mér og nammi og fleira handa krökkunum. Það var samt besta gjöfin að fá að sjá kappann en hann stoppaði nú bara í tíu mínútur en kemur kannski aftur áður en hann yfirgefur klakkann. 

Inga Björk frænka mín á afmæli í dag. Svo á morgun á Valla mamma hennar afmæli og ætla ég að senda þeim báðum mínar bestu hamingjuóskir.
Inga Björk er 25 ára en mamma hennar er hætt að telja0 .........
Til hamingju mæðgur.

Jæja, Hulda er að koma með einhverjar uppbyggilegar DVD-myndir til að horfa á.

Megi vinnuvikan verða ykkur ánægjuleg....

Rautt nef á degi laugar

Halló, halló.
Finnst ykkur þetta sanngjarnt. Ég hef unnið síðustu helgar, ofsalega duglegur og svo fær maður fríhelgi og þá er maður bara eiginlega lasinn!!!!
VILL EINHVER GJÖRA SVO VEL AÐ VORKENNA MÉR!!!0 0 0 0 0

Samt, þessi fallegi dagur í dag og ég ætla að reyna að njóta sólarinnar. Og auðvitað grillar maður islensku sauðkindina í kvöld með tilheyrandi meðlæti og drykkjum.
Ætli maður nái þessu ekki úr sér með nokkrum Parkodin og einni rauðvínsflösku?? Hvað haldið þið??
Annars nennir enginn að hlusta á nefrennslissögur.
Horfði á Stelpurnar í gær. Það glitti aðeins í kallinn í einu atriðinu. Gaman að sjá þetta og að hafa tekið þátt í þessu.

Jæja, sennilega er sumarið komið til að vera, hvað haldið þið? Ég er þó búinn að koma mér upp ´back up´í lok sumars. Við fjölskyldan erum að fara til Tenerife 24.ágúst í tvær vikur. Það var klárt í þarsíðustu viku, svona endanlega.
Þó svo að við höfum nú ferðast talsvert síðustu ár þá höfum við aldrei farið á sólarströnd. Ég hafði ekki neinn sérstaklegan áhuga á því. En núna langar mig virkilega og ég hlakka mjög til.
En fyrst er það hið yndislega íslenska sumar með sínum töfrum og best að njóta þess.

Bæ.

Stelpurnar

Helló.

Þá er kominn föstudagur. Þokan strýkur gluggann minn en ég er með sól í sinni. Reyndar er einhver kvefskítur að hrjá mig en það lagast.

Helgin er framundan. Held að ég verði í fríi en veit það ekki ennþá. Smá óljóst með eitt spilerí. Þá er bara að njóta helgarinnar. Ætla að taka á móti Guðbjarti bróður sem ætlar að koma norður og sækja sér andlegan stuðning frá amstrinu í borg óttans0 Við pöntum hér með sól, þá verðum við bræður bara við grillið0 jafnvel með EINN öl.

Takk fyrir kommentin, þau skipta mig miklu máli og alltaf gaman að heyra í ykkur, jafnvel bara hæ og bæ.

Svo ef þið viljið sjá mig á sundskýlu, þá leik ég aukahlutverk í Stelpunum á Stöð 2 í kvöld. Verst að ég  náði ekki að tálga mig fyrir þáttinn, þannig að þið verðið að horfa á þetta í WIDE SCREEN0

Megið þið eiga brosandi0 góðan dag.


Mátturinn

"Megi mátturinn vera með þér"-var sagt í Star wars myndunum.

En hvað er mátturinn. Er hann kannski ekki til nema í bíómyndunum? Ég held reyndar ekki.

Þessi máttur er meðal okkar í daglegu lífi. Við notum hann líklega bara svo sjaldan. Mátturinn sem ég tala um er einhver óáþreifanleg orka sem við getum notað, til dæmis til að gera lífið betra og skemmtilegra.

Þessi orka er til dæmis jákvæði og neikvæðni okkar. Það ER staðreynd að jákvæðni er ofsalega sterk og mikilvæg.Það vitum við en gleymum of oft. Þetta höfum við nú oft talað um hér á síðunni.

Ég geng reyndar svo langt að segja að hugarorka okkar og straumar ráði því hvernig líf við eigum, hvað fjálmál okkar og hitt og þetta snertir. Við getum allt. Hvað haldið þið til dæmis að Eiður Smári hafi komist langt, bara á þrjósku, ákveðni og sjálfstrausti, sem er reyndar ekkert bara.

Við getum öll gert lífið betra, með því að segja við okkur sjálf:Ég skal, ætla og get. Vitum við þetta svo sem ekki? Jú ég held það.

Á mánudagskvöldið var þáttur um dávaldinn Sailesh. Maðurinn er ótrúlegur. Hann getur látið fólk gera alls konar hluti, oft mjög ósæmilega.

Útgangspunkturinn á þessum skrifum er: Þú getur allt, allt, allt! Bara ef þú vilt það.

Megi mátturinn vera með þér.


Þriðjudagur til þrautar

Hæ hó.

Þá er þessi þriðjudagur að verða búinn í vinnunni og það þýðir að maður hefur komið frá sér Dagskrá. Þetta er alltaf áhlaup þegar verið er að koma út hverju blaði.

Helgin var annasöm en góð. Við fórum í Betlihem á föstudag og vorum þar í góðu yfirlæti, grillað og gaman.Ég fór svo að vinna kl hálf tólf.

Þjóðhátíðardagurinn var kaldur að vanda en ágætis skemmtiatriði í bænum sem við tókum aðeins þátt í. Fór svo að vinna um kvöldið á sturluðu Stuðmannaballi, þvílíkur fjöldi.

Svo var sælusunnudagur, fór þó í útsendingu kl tólf og var ansi þreyttur.

Mér gengur ekki nógu vel að halda mér á tánum gagnvart blogginu en þið verðið að vera þolinmóð. Það verður að segjast að því fleiri sem kommenta, því meiri kraft fæ ég til þess að halda áfram en ég er í óttalegri lægð. Það kemur.

En lífið er gott og allir glaðir 0 Ég bara kemst ekki yfir meira og hef ekki mikil tök á því að blogga í vinnunni.

Segið mér nú eitthvað skemmtilegt.

Heyrummmmmmmstttt!!!!!!!


Hvað er að ske??

Kooomið þið sæl og blessuð.

Já, hvað er nú í gangi hjá honum Pétri, hann er hættur að blogga????

Nei, er nú ekki hættur. Var að tala við Hauk bróður í gærkvöldi sem hefur stofnað bloggsíðu og er duglegur að blogga. Hann benti mér á að það væri oft nóg að segja hæ og bæ. Bara að láta heyra í sér. Það ætla ég að gera núna, stutt.

Það sem er í gangi hjá mér núna er að ég er mjög upptekinn, að komast í nýju vinnuna og svo ýmislegt auka. Þetta fer allt að komast á meiri lygnan sjó en þannig er að maður á ekkert mikið meira oft eftir til að gefa í skrifin. Ég hef haft pínu áhyggjur af því að vera hella yfir ykkur einhverjum innantómum skrifum og hef því frekar sleppt því .

En það er allt gott að frétta af okkur og við erum ánægð með okkur. Birkir tók tvö upptökupróf í skólanum og náði þeim, nema hvað. Hulda fór á kórastefnu í Mývatnssveit um síðustu helgi og skemmti sér mjög vel. Fanney er ánægð með sig í sumarfríi, er heima að dunda sér eða lætur ömmu og afa snúast í kringum sig. Ég sjálfur,eins og áður sagði,er mikið að Dj-ast og svo er ég er byrjaður með útvarpsþátt á nýju útvarpsstöðinni á sunnudögum á milli 12 & 16. Tíðnin er fm 98,7 á Akureyri og svo verður hægt að hlusta á www.voice.is mjög fljótlega. Vonandi fyrir næsta sunnudag.

Ekki meira í bili. Nú skal ég vera duglegri að láta heyra í mér.

Adios


Nýtt blogg

Komið þið sæl og blessuð.

Þar sem ég er nú nýjungagjarn, þá langar mig að breyta um bloggsíðu. Þessi síða kemur í staðinn fyrir gömlu bloggsíðuna og ætla ég að vera jafn duglegur að blogga hérna. Gamla síðan verður áfram opin en mögulega get ég fært gamlar færslur yfir á þessa. Útlit þessarar síðu finnst mér betri og svo eru mun meiri möguleikar fyrir myndir og þess háttar. Er að fikra mig áfram.

Góða skemmtun!


Helgin að verða búin

Hæ.
Helgin að verða búin og ég er þrællúinn. Þetta hefur verið ljómandi helgi en frekar svona tætingsleg.

- Föstudagur fór í helgartiltekt og grill. Rólegheit um kvöldið
- Laugardagur: Við Hulda fórum í skemmtilegan og erfiðan göngutúr. Svo fór Hulda að syngja en ég fór í Lindarsíðuna. Þar hitti ég Baldvin hans Svavars og prófaði nýja Lexus bílinn hans. Almáttur, þvílík bifreið. Eftir það fórum við í Betlihem og sleiktum sólina. Um kvöldið fór ég í vinnuna í Sjallann fram á nótt. Kom heim rúmlega fjögur og mikið ofsalega var fallegt veður. Tímdi varla að fara að sofa.
- Sunnudagur: Vaknaði um hádegi. Drollað, skrapp og skoðaði framkvæmdir á nýju útvarpsstöðinni hér í bæ.Það lofar góðu.
Fór í fermingarveislu hjá frænku Huldu, fín veisla og skemmtileg. Eftir ofát veislunnar var farið og horft á tvær videomyndir.
-Mánudagur. Svona extrafrídagur er nú hálf undarlegur. Hann var notaður til þess að þrífa bílinn minn. Var samt að byrja að bóna hann þegar fór að rigna. Ég er ekki að grínast. Tók bónbrúsann og þá byrjaði að rigna. Nú er dagur að kveldi kominn og maður fer bara snemma að sofa. Líf og fjör í vinnunni á morgun og svo landsleikur annað kvöld. Áfram Ísland.
Þetta er nú helgin mín í grófum dráttum.

Var að bæta nýjum bloggara inn á síðuna hér til vinstri. Haukur bróðir í Bandaríkjunum er kominn í hóp okkar bloggara. Nú getið þið fylgst með honum sem er mjög gaman. Ég mun skoða daglega.

Bestu kveðjur og góða vinnuviku.


Bloggið

Sæl og blessuð.

Verð að láta frá mér heyra........

-Þessa dagana er mikið að gera hjá kjellinum.....(hafið þið heyrt þetta áður) en það orsakar sem sagt þetta bloggleysi. Er að komast inn í starfið sem er síður en svo það rólegasta en skemmtilegt. Já gott fólk, ég er svo sáttur hérna og hér mun ég vera. Hitti mann í gær og sagði honum þessi orð um þetta starf og hann sagði; "ég minni þig á þetta Pétur minn eftir nokkra mánuði". Hehehe.

-Hvítasunnan framundan. Helgin ekki mikið plönuð en þó svo sem eins og ein ferming og eitt spilerí í Sjalla. Svo bara að grilla og this and that. Þarf líka að safna kröftum fyrir næstu daga því næsta vika verður lífleg mar....

- Í næstu viku verð ég kynnir á landsleik, Ísland vs Danmörk í KA heimilinu. Það er fyrsti leikur Alla Gísla með landsliðið. Það er ofsalega gaman af því. Svo er ég með veislustjórn og diskótek í brúðkaupi föstudaginn 9.júní og þann dag opnar að öllum líkindum ný útvarpsstöð á Akureyri. Þar hef ég ráðið mig með einn þátt í viku. Já, var nýbúinn að segja nei við Rás 1 og tek svo þetta. En þetta verður ekki það mikil vinna og verður bara gaman. Held að ég megi nú uppljóstra þessu með þetta nýja útvarp en þið getið fylgst með á www.voice.is.

Jæja, nú þætti mér gaman að þið kvittuðuð fyrir heimsóknir ykkar. Ég skora á alla sem búa utan við Ísland að kvitta. Þar á meðal eru Erla & Tinna Þórðardætur, frænkur mínar sem mér skilst að skoði síðuna annað slagið.  Og þið öll hin, kvitt kvitt.

Góða helgi og koma svo!!!!!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband