Maður er manns gaman

Eins og þið flest vitið þá þoli ég ekki að tapa. Mér finnst hins vegar skemmtilegra að vinna.

Fór á fótboltaleik í gær, Þór vs KA.  Ekki átti ég nú von á miklu frá mínum mönnum en viti menn, þeir sigruðu 4-0.

Ég fór á leikinn með Gústa vinin mínum sem heldur með Þór. Mátti til með að stríða honum aðeins og sendi honum nokkrar vísur. Ætla mér núna að birta þær hérna á þessum gráa miðvikudagsmorgni.

Að tapa getur verið plága * sem líklega gleður ansi fáa * en tapi mun linna * og sigur má finna * ef þú byrjar að halda með KA.

Já sigurblóðið í æðum mínum * nú ólgar af KA-sigri fínum * en þú heldur með Þór * svo fáðu þér bjór * og drekktu síðan sorgum þínum.


Kvöldið er fagurt

Dagur er að kveldi kominn.

Erfiður dagur-eða öllu heldur-ég gerði daginn erfiðan því ég leyfði mér að vera fúll og leiðinlegur. Lét vitgrannt fólk fara í taugarnar á mér. Það ber reyndar vott um að ég sé sjálfur ekki svo vitiborinn. En þetta er bara svona stundum og það styttir alltaf upp.
Ég leyfi mér að bera á torg bloggsins þessa þanka mína.
En nú er jákvæðnin komin aftur og ég átti ánægjulegt kvöld og hef jafnað mig á fýlunni.

Góðar stundir og sweet dreams.



Bölmóðssýki og brestir....

Æji,æji,æji, væl og skæl.

Eftir að hafa talað um mikilvægi þess að vera jákvæður þá er ég í hálfgerðum bölmóði í dag00

Þetta er erfiður dagur og mér tekst ekki að vera jákvæður. Það er svona, það er ekki alltaf sól í sinni þó sólin skíni úti. 

En svona er þetta, það eru ekki alltaf jólin..................stundum eru páskar.                                        

Kveðjur:  0Bölmundur


Sólin er ólgandi inni í mér

Helló.
Jæja, þá erum við komin heim úr útilegunni. Fórum í Ásbyrgi og var það fínt. Veðrið var svona upp og ofan, alltaf dálítið hvasst en sæmilega heitt og sólin lét oft sjá sig.
Við vorum búin að koma okkur fyrir um níuleitið á föstudagskvöldið. Hulda var ekki búin að vinna fyrr en kl sex á föstudaginn og fórum við af stað um sjö. Birkir fór ekki með okkur og var það skrítið að fara án hans. En dvölin var fín og viti menn, við erum bara sólbrunnin0 en það er nú ekkert að ráði.

Fórum svo í dag á heimleiðinni í heimsókn í Auðbjargarstaði, sem er óðalssetur Laufeyjar systur og fjölskyldu. Gaman að koma þangað, en ég hef ekki komið síðan 2002.
Svo núna er búið að grilla borgara og verið að fara að horfa á videó. Best að hlaða rafhlöðurnar fyrir komandi viku.

Megið þið eiga góða vinnuviku.

Helgarfrí

Halló halló.

Þá er að koma helgi og fimmtán mínútur í helgarfrí. Er að fara að bruna út úr bænum um sexleitið og fara eitthvert austur í góða veðrið 0 Það er best að nota þessa helgi. Það glittir ekki í helgarfrí fyrr en eftir margar, margar vikur. Poor me.

Hafið það gott um helgina.

Sjáááummmst!!!!


Sól í dag-helgin búin

Þá er enn einu sinni kominn mánudagur. Það er í sjálfu sér ekkert slæmt. Það er óhugnaður hvað þetta líður hratt og allt í einu stendur maður frammi fyrir því að mánudagurinn heilsar og Dagskráin að koma út.

Ég átti annars fína helgi. Föstudagskvöldið var djammkvöld. Við Gústi vinnufélagi og æskuvinur fórum á tjúttið á Vélsmiðjuna, sem var bara mjög gaman.

Á laugardaginn var göngudagur. Ég, Hulda og Fanney gengum upp í Skíðahótel og til baka, mjög erfitt en gaman. Svo um kvöldið var það vinna.

Gærdagurinn var rólegur, fór ekkert á fætur, bara náttföt og horft á úrslitaleikinn. Hélt nú með Frökkum en svo sem ekkert ósáttur við úrslitin. Vorkenndi Zidane, þrátt fyrir að maður geri ekki svona. Hinn hefur ögrað honum eitthvað.

Mér sýnist að góða veðrið sem yfirgaf okkur Akureyringa um tíma hafi komið aftur0 Enda er öfundartónn í bræðrum mínum, Guðbjarti og Svavari sem eru að rigna0 niður í borg óttans, Reykjavík.

Segi bara, megi lífið leika við ykkur. OG!!! Komment óskast....

Over and out.


If tomorow never comes

Stundum getur lífið verið þyrnum stráð. En stundum erum við lika að gera allt miklu erfiðara en það þarf að vera.

Í dag fékk ég sent í pósti dæmisögu um mann sem hefur þurft að horfa á eftir konunni sinni yfir móðuna miklu og sér eftir því að hafa ekki gert þetta og hitt með henni. Farið með henni á uppáhalds veitingahúsið hennar, gefið henni meiri tíma eða bara sagt henni oftar að hann elskaði hana.  Það var of seint þegar hún var dáin.....

Við horfum misjafnlega á hlutina, hvort er glasið hálf tómt eða hálf fullt??
Ég var að hugsa um það í þessu samhengi að lífið er kannski eins og mjólkurglas.......

Mjólk er best að njóta á meðan hún er köld og góð. Maður sturtar þó ekki endilega öllu glasinu í sig í einu en nýtur þess.
Það er til lítils að ætla að spara mjólkina þar til hún verður súr, af því að þú ætlar að drekka hana seinna.

Þannig að: Lífið er ekki bara eins og konfekt-kassi eins og í Forest gump, lífið er mjólkurglas.
Njóttu þess á meðan þú getur.....

Og eitt enn. Ekki bara segja já: GERÐU ÞAÐ.
Verum glöð og góð við hvort annað og njótum lífins NÚNA!!!

Og til ykkar allra sem ég má aldrei vera að því að tala við, segi ég,
mér þykir vænt um ykkur.0

                                        0 Pétur 0

Strengjasveit og sólbruni

Komið þið sæl og blessuð.
Ég á harða konu. Hulda dró mig út að ganga í dag, sem hefði nú ekki verið frásögu færandi nema að hún dró mig langleiðina úr Eyjafirði yfir í Fnjóskadal, þ.e.yfir Bíldsárskarð. Reyndar fórum við ekki einu sinni hálfa leið en ég er í litlu formi og mjög eftir mig eftir veikindin, þannig að ég hélt að hún dræpi mig. En svo fór ég í heitt bað þegar ég kom heim og er góður. Það verða samt strengir á morgun.

Jæja, er að fara í 35 ára afmæli.......

Sjáumst.
Ps munið þáttinn minn á morgun  á fm 987 í Eyjafirði og á Voice.is - á milli 12 og 16

Au revoir.

Alles hafte rithme

Það var einu sinni lag í Eurovision, held ég frá Hollandi sem hét Alles hafte rithme, sem fjallar um að allt hafi takt. Sem gamall trommari er ég nú heldur betur á þeirri línu að allt hafi takt.
En þegar maður fullorðnast, sér maður alltaf betur og betur hvað þessi "taktur" skiptir miklu máli. Við þurfum að hafa hjartað í takti, annars er bara vesen. Þegar við förum í ræktina þá verður maður að halda takti. Dj-ar þurfa að halda "beat-inu" þegar þeir spila sína tónlist, trommarar þurfa augljóslega að halda takti.........
Það er taktur í öllu í lífunu.

Mitt líf hefur slegið úr takti í marga mánuði. Ekki missklilja mig, ég hef ekki átt neitt slæma daga en það hefur gengið á ýmsu. Margt mjög jákvætt, ýmis ævintýri og skemmtilegheit en ekki þessi "ballance" sem þarf.

Ég stend frammi fyrir því í dag að vélin er farin að ganga smurt, það er kominn taktur og það er fáránlega fínt.

0 Og ég hugsa með mér, þetta er yndislegt líf .0

Sólardagur

Sælt veri fólkið.

Þessi fallegi dagur. Erum við að tala um að sumarið sé komið? Vonandi.

Sit hérna í vinnunni í þessu góða veðri. Það væri nú ekki slæmt að vera úti í sólini. Var samt duglegur í morgun og gekk í vinnuna.

Þetta er svona veður sem menn vilja vera úti og stunda sitt sport. Nú væri ekki slæmt að fara og skjóta einhverja fugla eða eitthvað annað.

Með þeim orðum óska ég Hafþóri frænda mínum til hamingju með daginn,hann er átján ára í dag og getur vonandi notað daginn til þess að gera eitthvað skemmtilegt.

Þú átt boðsmiða í Sjallann Hafþór minn, hafðu bara samband. Þetta á auðvitað við um Baldvin Þór líka sem er nýlega líka kominn með aldur til þess að tjútta í Sjallanum.

0Njótum þes að vera til og smælum framan í heiminn.0


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband