Eftir verslunarmannahelgi
8.8.2006 | 09:39
Einni með öllu 2006 á Akureyri er lokið. Eftir standa minningar um skemmtilega helgi hjá flestum, vonandi. Götur Akureyrar eru gráar og tómar eftir að hafa iðað af mannlífi. Það er svolítið gott, ekki síst þar sem varla sést rusl eða önnur vegsummerki eftir fleiri tugi manna sem skemmtu sér.
Mánudagur, frídagur verlsunarmanna, hefur ævinlega kallað fram ákveðin létti í mínum huga. Það er alltaf svolítið gott að helgin sé búin. Þetta kemur auðvitað til af því að ég hef verið að vinna langflestar verslunarmannahelgar síðustu fimmtán ár. En ég er svo heppinn, eins og ég hef áður sagt, að ég hef haft gaman af vinnunni minni. En það sem er gaman er oft erfitt. Nýliðinn helgi var skemmtileg en erfið. Spilað á Kaffi Akureyri frá miðnætti til morguns tekur ansi mikið á.
En nú er kominn nýr dagur, ný vinnuvika og að mörgu leiti nýtt upphaf. Já, mér finnst oft kaflaskil í árinu um versló. Það er komið síðsumar, ágúst að áliðnum slætti eins og sagt var í dægurlagatextanum. Framundan er Fiskidagurinn mikli um næstu helgi, ég er í fríi sem er mjög gott. Hef ekki fengið fríhelgi síðan í júlí. Svo styttist í utanlandsferðina til Tenerife og ég hlakka mikið til. Við förum 24.ágúst.
Þriðjudagur eftir verslunarmannahelgi. Góð helgi að baki, að mestu slysalaus sem skiptir mestu máli. Það rignir. Gráar göturnar skola burtu úrgangi helgarinnar. Akureyri er hrein og falleg í dag.
Góða vinnuviku gott fólk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frostrásin
4.8.2006 | 12:06
Hæ.
Er að stökkva úr vinnunni til þess að fara í loftið á Voice 987. Þar verða gömlu Frostrásarjaxlarnir á milli 12 og 18 í dag. Ekki missa af þessu. stillið á fm 98.7 á Akureyri og www.voice.is á netinu.
Góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvanndalsbræður-útgáfutónleikar-part 2
4.8.2006 | 08:50
Ég held að þetta fyrirbæri, Hvanndalsbræður, hafi upphaflega verið stofnað með skemmtun og fíflagang í huga. Úr þessu hefur samt orðið vinsælt tríó, sem fær gesti til þess að fá magaverk af hlátri, því sögur og gamanmál á milli laga eru hreinlega drepfyndnar.
Þeir Sumarliði, Valur og Rögnvaldur héldu útgáfutónleika á Græna hattinum í gærkvöldi. Voru það aðrir útgáfutónleikar plötunnar; Hvanndalsbræður, ríða fetum hesti. Þessir tónleikar byrjuðu fremur óvenjulega, eins og lög gera ráð fyrir hjá þessu tríói. Fyrsta atriði kvöldsins var nefninlega Ingó töframaður. En Ingó töframaður er ekkert grín. Það er sko grafalvarlegt mál hversu magnaður hann er.
Gestir Græna hattsins tóku svo vel á móti Hvanndalsbræðrum þegar þeir tónleikarnir byrjuðu. Rétt er að geta þess að húsið opnaði kl.21:00 en það var komin biðröð kl.20:00. Því var staðurinn fljótur að fyllast og góð stemning myndaðist fljótt.
Tónleikar Hvanndalsbræðra er uppskrift af góðri skemmtun. Lífleg tónlist og drepfyndnar sögur og skrítlur frá Rögnvaldi. Það er hreinlega hættulegt á stundum að vera nálægt þeim félugum. Sérstaklega ef maður hefur borðað mikið og hlustar á grínið hjá þeim. Það er uppskrift af magaverk.
Svo finnst mér hreinlega ótrúlegt hversu þessir þrír náungar ná að vera þéttir í ekki stærri hljómsveit og umgjörð. Það munar mest um þéttan og hraðan gítarleik hjá Rögga og ekki má gleyma því að Valur er fantagóður trommari. Í lok tónleika ætlaði þakið hreinlega af húsinu þegar tríóið var klappað upp og þeir fluttu verkamannasönginn;"Maístjarnan". Það syngur Valur af ótrúlegri dirfsku verð ég að segja.
Ekki má gleyma aukamönnum kvöldsin sem voru þeir Pétur og Diddi sem spiluðu á mandolín og hljómborð í nokkrum lögum. Það fyllti bandið ennþá meira og var Græni hatturinn hreinlega að fjúka þegar áðurnefnd Maístarna var spiluð.
Það sem er merkilegast við tónleika Hvanndalsbræðra er hversu breiður hópur fólks mætir á tónleika hjá þeim. Þarna var fólk á öllum aldri og fólk með ólíkan tónlistarsmekk. Nú er hljómsveitin komin í 10 mánaða frí og mátti heyra á tónleikagestum að þeir biðu spenntir eftir að þeir kæmu saman aftur.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað er hallærislegt í tónlist?
2.8.2006 | 13:04
Ég hef alla tíð, frá því ég man eftir mér verið tónlistarunnandi. Snemma fór ég svo að gutla við hljóðfæri en ég komst víst aldrei upp úr "efnilega" flokknum í þeim efnum.
Fyrsta minningin er þegar ég er þriggja-fjögurra ára að herma eftir Ríó tríó. Þá spurði maður sig ekki af því hvort þetta væri hallærislegt eða alvörupopp. En síðan eru liðin mörg ár og ég hef víða komið við sem tónlistarunnandi.
Að mínu mati væri lífið tómlegt ef ekki væri tónlist. Eitt af fáum skiptum sem ég felli tár er þegar ég hlusta á fallega tónlist. Og þar erum við, að mínu mati, komin að merg málsins.
Tónlist er til þess að vekja tilfinningar. Ég hef aldrei getað þolað alla þessa aðila sem koma fram í fjölmiðlum og vilja segja að ein tegund tónlistar sé betri en önnur. Hvað haldið þið að til dæmis lagið;"Húfan" hafi glatt marga?? Ekki þykir það nú vera gæðapopp.
Ég reyni að vera umburðarlyndur gagnvart flestu en eitt af því sem lætur það þrjóta er þegar menn setja þá tónlist sem þeir telja besta, á hærri stall en aðra tónlist. Dæmi um þetta er útvarpsstöð sem auglýsir að "útvarpið þitt þolir ekki eintóman viðbjóð". Já, því miður eru til dæmis sumir rokkarar í þeim flokki að segja að allt annað en það sem þeir hlusta á, sé viðbjóður.
Svo getur, að mínu mati, enginn skrifað plötugagnrýni í blöð. Það sem einum finnst, það finnst öðrum ekki. Því ætti svona plötugagnrýni að heita"Mín skoðun"
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er öll tónlist góð, það er bara misjafnt fyrir hverju við höfum smekk.
Það er mín skoðun.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þjóðminjasafnið og nostalgía um versló
2.8.2006 | 12:20
Sæl.
Munið þið eftir laginu með Daniel Powter sem hljómar svona:"Because you had a bad day...." Þarna er hann Danni sennilega bara að syngja um daginn minn í gær. Vá!!! Mætti veikur í vinnuna og allt gekk á afturlöppunum til að byrja með. En eins og í góðu ævintýri endaði allt vel, ég fór heim, skutlaði í mig Panodyl hot og ákvað að vera heima í dag.
Horfði á Kastljósið í gærkvöldi. Sá að Helga Möller er komin á þjóðminjasafnið-eða því sem næst. Diskógallar og pönkgallar eru komnir á þjóðminjasafnið og í viðtalinu við Helgu fannst mér hún svo órjúfanlegur tengill við diskóið, sem sagt; hún var komin á þjóðminjasafnið.
Verslunarmannahelgin er framundan. Það er mikil spenna í loftinu fyrir versló. Stundum svo mikil að mér finnst það nánast óþægilegt. Reyndar kemur það sennilega til af því að ég hef undanfarin ár verið mikið að vinna í kringum öll lætin. Samt er það gaman líka.
Á föstudaginn verður mikið um dýrðir á útvarpsstöðinni Voice, þegar stöðin breytist í Frostrásina í nokkra klukkutíma. Þá ætlum við gömlu jálkarnir að vera saman með þátt í nokkra klukkutíma, taka púlsinn á mannlífinu og segja alla gömlu og ofnotuðu brandarana. Það má segja að það verði heilmikil nostalgía eða fortíðarljómi sem mun svífa þar yfir vötnum.
í framhaldinu af því spyr maður sig, hvort ég, ásamt gamla Frostrásargenginu,muni nokkuð fljótlega hljóta sömu örlög og áðurnefnd Möller, þ.e. að verða fljótlega gjaldgengir á Þjóðminjasafninu??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Velkomin á nýtt blogg
29.7.2006 | 13:01
Komið þið sæl og blessuð.
Velkomin á nýju bloggsíðuna. Mér fannst ástæða til þess að breyta aðeins um síðu, er svo fjári nýjungagjarn.
Síðan er ennþá í vinnslu en mun þróast áfram. Á þessari síðu eru meiri möguleikar á myndum og ýmsu öðru. Ég er líka pínulítið að "rí-starta" mér í blogginu með þessu og vonandi kem ég ferskari inn. Takið eftir að gömlu færslurnar hafa færst inn á þessa nýju og það er hægt að sjá framhaldssöguna hérna og hver veit nema að ég klári hana núna í tilefni að opnun nýrrar síðu.
Ekki ólíklegt að ég breyti eitthvað um áherslur í blogginu, það kemur í ljós. Vonandi líkar ykkur það og hafið gaman af.
Góða skemmtun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Já, tæknin getur snúið á mann.
27.7.2006 | 12:14
Það er makalaust hvað maður fær oft skemmtilega hluti á netinu.
Þetta fékk ég sent núna rétt áðan og ætla að deila með ykkur. Sýnir að kaldhæðnin skýtur víða upp kollinum:
Ríkisstarfsmenn eru margir hverjir óánægðir með nýtt netfangakerfi hjá ríkinu.
Það er víst þannig að notaðir eru 9 stafir, svo att-merkið og nafn viðeigandi stofnunar. Stafirnir 9 eru:
Þrír fyrstu úr fornafni starfsmanns, svo þrír fyrstu úr föðurnafni/eftirnafni og svo þrír fyrstu stafirnir úr starfsheiti.
Heyrst hefur að Rúnar Karlsson, sérfræðingur sé hættur.
Breytt 28.7.2006 kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aukakílóin-aukakílóin
26.7.2006 | 12:51
Sælt veri fólkið.
Þá er sólin farin að skína á Akureyri. Ekki laust við að þokan sé farin að verða full daglegur gestur hjá okkur á Akureyri. En svona er þetta bara og stundum er ég reyndar þannig stemmdur að mér finnst ágætt að hafa þoku. Held reyndar að ég sé meiri vetrartýpa. Það er stundum sagt að þeir sem fæðast á vetrartímanum sé meira vetrartýpur og svo öfugt. Samt er sumarið ljómandi gott og kannski kemur þetta til af þvi að ég hef alltaf svo mikið að gera á sumrin að veturnir eru meiri hvíldartími.
Þið hafið nú ekki farið varhluta af því að ég er í eilífri baráttu við aukakílóin. Ég er eins og Hollywood-stjörnurnar, alltaf í megrun. Það hefur reyndar lítið farið fyrir megrun að undanförnu og nú er svo komið að þyngdin er í hámarki. Þetta hefur gengið brösulega hjá mér og vil ég kenna tætinglegur lífi og miklum önnum. Svo eru það franskar og kokteilsósu frá því í Hlíðarfjalli í vetur sem hanga ennþá utan á mér. En það er ekkert annað en að bretta upp ermar og taka á því. Þetta kemur-þetta kemur.
Svona er þetta líf, fullt af freistingum og óþverra.
En hafið það gott, hversu þung sem þið eruð.
Breytt 28.7.2006 kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Það er líf og fjör
21.7.2006 | 15:29
Sælt veri fólkið.
Ég fékk enginn komment á síðustu færslu, enda kannski lítið um það að segja, eða hvað? Ég meina, veður er bara veður en það mætti halda að svona væri þetta á veðurstofunni þessa dagana.
Eins og þið hafið oft heyrt áður á blogginu mínu er mikið að gera hjá Pétri. Vinnudagarnir ná næstum saman þessa dagana en ég kvarta ekki, svona ætlaði ég að hafa þetta og fara svo í frí 24.ágúst.
Hafið það gott um helgina og njótið hennar, hvernig sem viðrar.
Breytt 28.7.2006 kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta er á veðurstofu Íslands!
21.7.2006 | 09:10
Vegna sumarleyfa höfum við notað, bara einhverjar gamlar spár til þess að birta að undanförnu.
Í síðustu viku vorum við svo óheppin að birta spá frá mjög góðu ári, vikuna 17-21 júlí 1954 en það ár var einstaklega gott. Við biðjumst asssökunarrr að-hikk!- það klikkaði ettthvað aeins...............
Skál!
Breytt 28.7.2006 kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)