Hvanndalsbræður-útgáfutónleikar-part 2

c_gagnasafn_min_skjol_my_pictures_hvanndalsbraedur.jpg

Ég held að þetta fyrirbæri, Hvanndalsbræður, hafi upphaflega verið stofnað með skemmtun og fíflagang í huga. Úr þessu hefur samt orðið vinsælt tríó, sem fær gesti til þess að fá magaverk af hlátri, því sögur og gamanmál á milli laga eru hreinlega drepfyndnar.

Þeir Sumarliði, Valur og Rögnvaldur héldu útgáfutónleika á Græna hattinum í gærkvöldi. Voru það aðrir útgáfutónleikar plötunnar; Hvanndalsbræður, ríða fetum hesti. Þessir tónleikar byrjuðu fremur óvenjulega, eins og lög gera ráð fyrir hjá þessu tríói. Fyrsta atriði kvöldsins var nefninlega Ingó töframaður. En Ingó töframaður er ekkert grín. Það er sko grafalvarlegt mál hversu magnaður hann er.

Gestir Græna hattsins tóku svo vel á móti Hvanndalsbræðrum þegar þeir tónleikarnir byrjuðu. Rétt er að geta þess að húsið opnaði kl.21:00 en það var komin biðröð kl.20:00. Því var staðurinn fljótur að fyllast og góð stemning myndaðist fljótt.

Tónleikar Hvanndalsbræðra er uppskrift af góðri skemmtun. Lífleg tónlist og drepfyndnar sögur og skrítlur frá Rögnvaldi.  Það er hreinlega hættulegt á stundum að vera nálægt þeim félugum. Sérstaklega ef maður hefur borðað mikið og hlustar á grínið hjá þeim. Það er uppskrift af magaverk.

Svo finnst mér hreinlega ótrúlegt hversu þessir þrír náungar ná að vera þéttir í ekki stærri hljómsveit og umgjörð. Það munar mest um þéttan og hraðan gítarleik hjá Rögga og ekki má gleyma því að Valur er fantagóður trommari. Í lok tónleika ætlaði þakið hreinlega af húsinu þegar tríóið var klappað upp og þeir fluttu verkamannasönginn;"Maístjarnan". Það syngur Valur af ótrúlegri dirfsku verð ég að segja.

Ekki má gleyma aukamönnum kvöldsin sem voru þeir Pétur og Diddi sem spiluðu á mandolín og hljómborð í nokkrum lögum. Það fyllti bandið ennþá meira og var Græni hatturinn hreinlega að fjúka þegar áðurnefnd Maístarna var spiluð.

Það sem er merkilegast við tónleika Hvanndalsbræðra er hversu breiður hópur fólks mætir á tónleika hjá þeim. Þarna var fólk á öllum aldri og fólk með ólíkan tónlistarsmekk.  Nú er hljómsveitin komin í 10 mánaða frí og mátti heyra á tónleikagestum að þeir biðu spenntir eftir að þeir kæmu saman aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefði verið gaman að heira í þessum köppum. Já, Röggi er fyndinn. Kannst aðeins við hann í gegnum Jóhann á mínum yngir árum.

Haukur Gudjónsson (IP-tala skráð) 6.8.2006 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband