Færsluflokkur: Bloggar
Von og trú
13.4.2009 | 21:56
Vonin er draumur vakandi manns.
Vertu ekki hræddur við að leggja þig allan fram við þau verk sem virðast smá. Í hvert skipti sem þú sigrast á einu eflast kraftar þínir sem því nemur. Ef þú gerir smáu verkin vel hafa stóru verkin tilhneigingu til að sjá um sig sjálf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mistök
3.4.2009 | 14:44
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er mikilvægt að brosa
2.4.2009 | 11:31
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veg heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt
aðgát skal höfð i nærveru sálar.
Svo oft leynist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar gefið án sakar.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast
sem aldrei verður tekið til baka.
(http://www.tilvitnun.is/ShowQuotes.aspx?type=Q&id=47&name=Einar%20Benediktsson)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Betri tíð
1.4.2009 | 07:07
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.
Halldór Laxness: BRÁÐUM KEMUR BETRI TÍÐ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjar áherslur á blogginu.
1.4.2009 | 07:05
Sæl verið þið. Þá er aprílmánuður runninn upp.
Ég hef í nokkurn tíma ætlað mér að breyta blogginu. Og í dag er komið að því, því nú fer ég af stað með jákvæðnisblogg
Því mun ég skrifa stutta setningu, nokkrum sinnnum í viku, jafnvel daglega sem á að hressa ykkur við í dagsins önn. Setningin er málsháttur, úr eigin ranni og jafnvel úr Hávamálum. Bara eitthvað upplífgandi.
Njótið vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Myndir
14.2.2009 | 18:14
Sæl verið þið.
Þá er að drífa sig á þorrablót í sveitinni. Súrir pungar og hringdans eru nú ekki mínar tvíbökur en gaman að hitta fólkið.
Var í upptökum í dag á tónlistinni í Vínlandi, mjög gaman.
Ef þið viljið sjá myndir úr leikritinu getið þið farið inn á: www.123.is/steinaro og klikkið á Vínland.
Hafið það sem allra best.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vínland
10.2.2009 | 10:53
Sælt veri fólkið.
Það er dásamlegt verðið þessa dagana, frost og bjart. Það er eitthvað við frostið sem heillar mig, sennilega er það nú náttúrufegurðin.
Ég hef gengið með þá hugmynd að breyta bloggsíðunni minni til frekari virkni. Er að hugsa um að finna mér ákveðna dagsetningu þar sem ég stefni að áherslubreyttri síðu. Læt vita.
Að öðru leiti sönglar í mínum haus alla daga rokksöngleikurinn Vínland sem verið er að setja upp í Freyvangi. Æfingar flesta daga vikunnar. Þetta er mjög gaman en óneitanlega krefjandi.
Til að gefa ykkur tóndæmi setti ég tvö lög í tónlistarspilarann.
Hafið það sem best....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fésbókin sem stal blogginu
26.1.2009 | 12:44
Sælt veri fólkið.
Líklega eru flestir hættir að skoða þessa bloggsíðu hjá mér enda lítið þar að gerast. En þetta er nú þannig, þó facebook sé ólíkt blogginu þá hefur það rænt því talsvert mikið. Enda eru lausar stundir fyrir framan tölvu ekki margar og stelur því fésbókin(facebook) öllum tímanum.
Það er annars allt fínt af mér að frétta. Skólinn að fara á fullt og ég á fullt í fangi með að halda mér á tánum gagnvart því. Ég er í rúmlega 100% vinnu á Laugalandi og svo hefur spileríið verð óvenju líflegt. Og fyrir þá sem ekki vita, þá er ég að æfa á fullu þessa dagana með Freyvangsleikhúsinu og mun leika í söng-og gleðileiknum Vínland sem verður frumsýnt í febrúar. Þetta er mikið verkefni og mikil og strembin vinna í kringum þetta en mikið ofsalega er þetta gaman.
Ég er fullur af lífsorku og gleði þessa dagana, það er alltaf gaman að ögra sjálfum sér og takast á við eitthvað spennandi.
Af þessu bloggi vil ég segja ykkur að ég ætla ekki að hætta með það en það mun taka breytingum á næstu vikum. Segi ykkur nánar frá því fljótlega.
Hafið það gott, njótið lífsins og lifið í gleði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gleðilegt nýtt ár
1.1.2009 | 14:59
...og takk fyrir það gamla.
Þá hefur árið 2008 kvatt okkur. Og þó ekki sé mælt með of miklu glápi í baksýnisspegilinn þá geri ég það nú um áramót.
Fyrst geri ég gjarnan upp gamla árið og fer svo að óska mér hvað ég vil fá út úr nýja árinu.
Uppgjör ársins 2008.
Árið byrjaði rólega. Lognmolla virtist ætla að heltaka mig og mitt líf, skipið sigldi lygnan sjó. Þó fékk ég eitt verkefni fljótlega í byrjun árs til að lífga aðeins upp á tilveruna og veskið mitt. En að öðru leiti voru janúar og febrúar nokkuð rólegir, ég vann vinnuna mína í Ásprent og lífið gekk sinn vanagang.
Það er skrítið frá því að segja en lýsir þó árinu líklega nokkuð vel að segja að ég man fyrri hluta árs ekki mjög vel í smáatriðum. Kannski gerir það enginn. En líklega hefur fjörið á árinu 2008 hafist strax í mars. Verkefnin fóru að detta inn, páskar og það stærsta, ferming hennar Fanneyjar minnar.
Svo kom vorið, mér datt í hug að fara í skóla næsta haust, fékk inngöngu og í júlí skipti ég um starf, fór frá Ásprent með talsverðum söknuði yfir á Laugaland. Næstu vikur vann ég tvöfalda vinnu plús verkefni, svo var farið í góða ferð til Ameríku og svo kom haustið, skólinn með sinni skelfingu. Fyrstu dagana og vikurnar vissi ég ekki hvort ég var að koma eða fara.
Næstu mánuðir á eftir hafa litast af vinnu og verkefnum. Og mitt í þessu öllu saman fór ég í prufur í Freyvangsleikhúsinu og fékk hlutverk í leikritinu Vínland sem verður líklega frumsýnt í febrúar. Daaa!!
En ég horfi til baka, stoltur af mínum afrekum. Þau kostuðu vissulega fórnir. Jólin voru öðruvísi en oft og einkenndust af annríki fremur en að njóta þeirra. Aðventan leið fram hjá mér eins og kappakstursbíll.
Samantekt. Árið var gott og gjöfult. Þetta var árið sem ég lærði mikið.
Árið 2009.
Ég hef þær væntingar til þessa árs að það verði áfram gott og gjöfult. Að ég og allir mínir verði hraustir á líkama og sál.
Markmið ársins er leysa vel og ganga vel með það sem ég tek mér fyrir hendur en fyrst og fremst að lifa í gleði og njóta lífsins.
Guð gefi öllum gleði-og gæfuríkt ár.
Pétur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það koma jól...
17.12.2008 | 12:16
...þrátt fyrir að ég eigi eftir að pakka inn, skrifa 70 jólakort, gera jóladagskrá fyrir útvarp, græja og standa vaktina fyrir tvö böll, halda úti jólamarkaði...................
Já, það koma jól.
Sæl verið þið. Mátti til með að henda örfáum línum inn á bloggið.
Þessa dagana er allt í rugli hjá okkur - en mest þó jákvætt rugl. Sólarhringurinn er allt of stuttur núna, sem aldrei fyrr. Ég er ekki að kvarta og gorta, þetta er bara svona og það er ekkert hægt að segja þetta neitt öðruvísi.
En ég get sagt með stolti þær ánægjulegu fréttir að þessari leiktíð í skólanum er búinn og ég stóðst hana Eftir áramót tekur svo við næsta skref og tökum við á því þegar þar að kemur.
Og nú eru að koma jól. Dagurinn er stuttur og myrkrið er yfir okkur meiri hluta sólarhrings. En eins og einhvers staðar stendur, myrkrið er svartast rétt fyrir dögun og brátt verður bjart á ný.
Nú þarf ég hins vegar að klára jóladagskrána fyrir þetta árið en ég verð á Voice á milli tvö og sex á aðfangadag og jóladag. Minni á að hægt er að hlusta á netinu. www.voice.is
En annars, lifið í gleði, njótið aðventunnar og jólanna...sem koma-hvað sem ég kvarta, tauta og raula.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)