Færsluflokkur: Bloggar
Ja hérna....
5.12.2008 | 09:44
Sæl verið þið.
Eitthvað hefur verið lítið bloggað að undanförnu og þeir sem vilja fá fréttir verða að hringja að kíkja við í Snægilið. Sé ekki fram á að hafa tíma til að blogga í desember.
En það er annars allt gott að frétta af okkur.
Hér sé stuð
Lifið heil og njótið aðventunnar.
Pétur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sálarkreppa
22.10.2008 | 09:47
Er gaurinn dauður? ....nei, svo er nú ekki.
En komið þið annars sæl og blessuð. Ég var spurður að því í gær hvort ég væri hættur að blogga? Svarið við þeirri spurningu er, "ég veit það ekki" en greinilega ekki fyrst ég blogga núna
En það hafa verið blendnar tilfinningar gagnvart blogginu. Mér leiðast bloggsíður sem eru með færslur á margra vikna fresti og nú er mín síða orðin þannig. Og annað hvort er að hætta eða halda áfram........
Forsendurnar fyrir því að ég haldi áfram eru þær að ég er hættur að tala við fólk nema ég þurfi þess Sorglegt
Því er kannski eini samskiptamátinn árið 2008 að blogga, vera með facebook eða msn.
Ég hef t.d. lítið heyrt í systkinum mínum síðustu vikur og mánuði. Mest í Hauki sem er duglegur að hringja og er ég þakklátur fyrir það.
Varðandi aðra þá veit maður varla hvað snýr upp né niður.......en alltaf segir maður að þetta fari að lagast-en þetta versnar bara. Því má segja að nú sé ekki bara kreppa, heldur líka sálarkreppa sem er öllu verri.
Þannig að niðurstaðan varðandi bloggið, ég verð að halda eitthvað áfram. Segi ykkur betur frá skólanum í næstu færslu, sem verður fljótlega.
Lifið heil, í gleði og kærleik og munið að margur verður að aurum api.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Klukk!
23.9.2008 | 09:31
Sæl verið þið.
Ég var klukkaður fyrir allmörgum dögum síðan af Kjartani nokkrum Pálmarssyni. Hann er örugglega orðinn úrkulavonar og öldungisbit að ég sinni ekki þessu klukki en betra er seint en aldrei.
Hér kemur þetta.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Það er nú af nógu af taka þarna. Ætli ég nefni þá ekki bara uppáhalds störfin.
- Dagskrárgerðarmaður á Hljóðbylgjunni, Frostrásinni, Ljósvakanum, Rás 1, Rás 2 og Voice svo eitthvað sé nefnt.
- Uppeldisfulltrúi í Hlíðarskóla.
- Auglýsingastjóri á Dagskránni á Akureyri- Ásprent.
- Og svo núverandi starf með skólanum. Meðferðarfulltrúi á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit.
- Má ég ekki segja eitt enn? Það eru öll hliðarstörfin með öllum hinum störfunum.
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.
- Forest gump
- Love actually
- Star wars VI
- Three to tango
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Hef alltaf búið á Akureyri. T.d.
- Skarðshlíð
- Núpasíða
- Smárahlíð
- Snægil.
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- Friends
- Cold feet
- ER.
- Little Britan
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum :
- Þýskaland
- Bandaríkin (og þar eru nokkur fylki)
- Spánn
- Danmörk.
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg :
- www.dagskrain.is
- www.mbl.is
- www.holar.is
- www.visir.is
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
- Góð nautasteik klikkar ekki
- kjúklingur á ýmsan máta
- fiskur í karrý
- og góður grænmetisréttur ala Gauji að vestan.
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Við þurfum nú að orða þessa spurningu öðruvísi. Bækur sem ég hef náð að klára. Ég hef nefninlega gaman að lesa en skortir oft rólegheit og einbeitingu til þess að lesa. Svo sofna ég yfirleitt eftir fyrstu fjórar bls.:
- Höfundur Íslands- Hallgrímur Helgason
- Bítlaávarpið- Einar Már
- Munkurinn sem seldi sportbílinn.....erl.höf.
- Allt hold er hey- Þorgrímur Þráinsson
Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka
- Fyrst er að nefna Hauk bróður sem hefur ekkert annað að gera þarna vestan hafs en að svara svona klukki- haukursg.blogcentral.is
- Rúnar Haukur. Sá mæti maður hefur þann djöful að draga að halda með Man.utd. og Þór. Fussumm svei......... - runarhi.blog.is
- Friðrik Ómar. Hrokafyllsti popparinn á landinu. Meira að segja Bo er mýkri. En hann er besta skinn og gefur sér vonandi tíma til svara þessu. Enda hefur hann ekkert annað að gera - fridrikomar.blog.is
- Síðastur en ekki sístur en Guffi frændi. Snaróður trommandi bumbuslagari sem keyrir eins og engill alla virka daga. - guffi.blog.is
Svo þakka ég öllum sem hafa kommentað að undanförnu.
Hafið það sem allra best.
Kv;
Pétur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Kominn úr felum
19.9.2008 | 14:37
Sæl verið þið.
Já, ég er á lífi. Hins vegar hefur nú ýmislegt drifið á daga mína síðan við komum frá BNA.
Og eins og flestir vita þá er ég byrjaður í skóla. Já, bjallan glymur, gróft er hennar mál........
Þetta þýðir að ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga en þó er ég fyrst og fremst ekki í stuði. Finn að það er að koma.
Vildi bara láta í mér heyra, ekki gefast alveg upp á mér, ég stefni að því að halda áfram fljótlega.
Hafið það gott og njótið lífsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sólbrenndur og bitinn
24.8.2008 | 15:08
Sæl verið þið.
Vildi bara senda frá okkur kveðjur yfir hafið.
Við Birkir vöknuðum í nótt til að horfa á leikinn. Hann var klukkan rúmlega fjögur á okkar tíma og sátum við úti í bíl og horfðum. Við vorum rólegir yfir tapinu en vissulega vildum við vinna. Þetta er frábært.
Í dag verður farið í bíltúr í nágrannabæ Falmouth. Ég nenni ekki á ströndina í dag, enda sólbrenndur og bitinn..........Ég hef verið að reyna að sótthreinsa mig innan frá með vodka en það hefur ekki dugað.
Hér eru nokkrar myndir, m.a. af Fanneyju og vinum hennar í naesta húsi.
Bestu kveðjur frá okkur öllum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kveðjur frá Cape cod
22.8.2008 | 20:33
Halló halló allir saman.
Ég sit hér úti fyrir framan húsið á Cape cod við tölvuna hans Hauks. Hér er dásamlegt að vera og okkur líður frábærlega.
Það hefur verið mjög gott veður, sól alla daga og um þrjátíu stiga hiti fyrir utan smá skúr(bakvið hús) á þriðjudag.
Við náðum að horfa á handboltaleikinn í morgun. Sátum með fartölvuna í bílnum(þar var besta netsambandið) og horfðum, ég Haukur og Birkir. Þeir ráku mig reyndar oftast út úr bílnum því þeim fór að ganga illa þegar ég kom. Úrslitaleikurinn verður sýndur um fjögurleitið að næturlagi hérna og ætlum við að sitja í bílnum og horfa.
Ég ætla að steikja þorsk í kvöldmatinn að íslenskum sið og fara svo líklega í keilu.
Bestu kveðjur frá Þorskhöfða.
Pétur, Hulda, Birkir, Fanney, Haukur, Sheila og Marissa.
Ps. Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum mínútum. Bloggum kannski aftur á morgun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Afsakið hlé
6.8.2008 | 09:34
Sæl verið þið.
Já, bloggið mitt er nú ekki skemmtilegt þessa dagana. Vonandi fæ ég uppreisn æru fljótlega gagnvart því.
Ég er hins vegar ánægður með lífið þrátt fyrir miklar annir.
Til þess að krydda síðuna mína, þá stal ég mynd af annarri bloggsíðu, eða síðunni hans Svavars bróður. Mér fannst þetta svo ofsalega falleg mynd. Valgerður Telma svona ánægð með afa sínum og sjáið bara hvað afinn er stoltur og glaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tilgangur lífsins
21.7.2008 | 10:28
Sæl verið þið og takk fyrir komment á síðustu færslu.
Já, það verður sannarlega slappað af eftir þessa vinnutörn en ég verð að viðurkenna að þetta er dálítið stórt fjall sem er þarna framundan sem ég þarf að klífa. En það þroskar mig bara.
Í öllu þessu tali um erfiðleika og að koma sér í gegnum annasöm tímabil, langar mig að tala um tilgang lífsins. - Hver er tilgangur lífsins?
- Er hann sá að vera ríkur? - Er tilgangur lífsins kannski að vera alltaf í góðu skapi? - Er tilgangur lífsins að hafa það alltaf sem best? - Er tilgangur lífsins að vera alltaf vinnandi, af því að vinnan göfgar manninn? - Er kannski aðal málið að gefa sem mest af sér, ferðast eða að búa víða um heiminn? - Er kannski aðal málið að vera í góðu formi, lifa heilbrigðu lífi eða er málið að bara leyfa sér hlutina og segja "skítt með allt saman"? - Hvort skyldi nú færa meiri hamingju að skipta oft um vinnuastað eða vera á sama vinnustað? Eða er kannski...........................?
Þetta eru ótal spurningar sem fáir eiga svar við, jafnvel enginn.
Ég lenti í léttu spjalli áðan um lífið og tilveruna. Það getur verið gaman þegar praktískar hversdagsumræður þróast út í heimspeki.
Þessi aðili sagði þó nokkuð góða setningu. "Tilgangur lífisins er að vera hamingjusamur" Það sama hvort þú ert stór, lítill, mjór, feitur, ríkur, fátækur o.s.frv. þetta er í þínum höndum.
Að mínu mati ættum við ekki að dæma þá sem vilja vinna sína vinnu fyrir litla peninga og "hafa engan metnað" eins og sagt er. Við ættum heldur ekki að dæma þá sem vilja vinna og græða peninga. Það er þeirra leið að hamingju.
Spurningin er, hvað vilt þú? Þegar þú veist svarið við því, gerir hóflegar kröfur til þín og þinna, þá gætirðu verið búin/n að finna hamingjuna.
Til hamingju með það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sumir koma sér alltaf í vandræði
15.7.2008 | 15:30
...og ég er sko einn af þeim.
Eins og ég sagði ykkur áður þá er ég að skipta um vinnu. Og eins og virðist lang oftast gert í íslensku samfélagi, þá á ég að byrja strax í nýju vinnunni. Þetta þýðir að ég er kominn í þá skemmtilegu stöðu að þurfa að vera í tveimur vinnum í einu í smá tíma Ekki óskastaðan en svona er þetta og ég leysi þetta.
Það er skítaveður á Akureyri í dag. Ég er ekki að kvarta en þetta verður að teljast ákaflega óspennandi.
Eins og ég sagði ykkur líka, þá er allt glúten farið úr matarræði mínu núna, í bili amk. Þetta er bara allt annað líf og nú er ég að taka mig á í ræktinni. Einu sinni - einu sinni enn
Sendi ykkur góðar kveðjur, hvar sem þið eruð í heiminum.
Pétur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta helst..
9.7.2008 | 08:25
Sæl verið þið.
Sjálfsagt er ég búin að drepa ykkur úr forvitni varðandi framhaldið en hér kemur það.
Námið sem ég fer í er á ferðamálabrautinni á Hólum og heitir Viðburðarstjórnun. Það er eins árs nám en ég get haldið áfram á ferðamálabraut sem er til þriggja ára. Þetta er eitthvað sem ég ákvað mjög snöggt og sótti um. Í kjölfarið var ég boðaður í viðtal og inntökupróf, þar sem ég hef ekki lokið studentsprófi. Og nýlega fékk ég að vita að ég hefði fengið inngöngu.
Vinnan sem ég er að fara í með náminu datt í hendurnar á mér mjög snöggt. Þegar mér fannst nokkuð líklegt að ég fengi inngöngu í skólann, þá óttaðist ég að það yrði strembið að pússla saman skólanum með núverandi starfi. Því hef ég ráðið mig í starf hjá Meðferðarheimilinu á Laugalandi í vaktavinnu. Þetta starf er í raun verkefni í einhverja mánuði eða ár. Það er auðvitað heilmikið að takast á við en tel að dagarnir nýtist mér betur í vaktavinnu.
Ég er spenntur að takast á við þessi verkefni og þetta leggst bara vel í mig. Verður án efa heldur betur strembið og gott að gera sér grein fyrir því en ekki gott samt að mikla hlutina fyrir sér.
Þessa dagana er nóg að gera. Sumarið líður áfram og verður búið áður en maður veit af. Við munum ekki ferðast mikið þetta sumarið en við ætlum til Cape cod í BNA 15. ágúst og er maður er verað pínu spenntur fyrst núna. Hingað til hef ég ósköp lítið hugsað um það, aðallega vegna þess að það er svo mikið annað um að hugsa.
Jæja, gott í bili. Megi dagurinn verða ykkur góður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)