Færsluflokkur: Bloggar
Hátíð í bæ
28.12.2006 | 17:55
Sæl og gleðilega hátíð.
Það er ekki seinna vænna að koma með jólakveðju til ykkar. Þetta eru nú búin að vera meiri jólin, ekki slæm en ég hef verið veikur síðan á þorláksmessu
Nú er ég hins vegar að rísa úr rekkju og allur að koma til.
Framundan er svo nýtt ár. 2007 er ár fyrirheita hjá mér og væntinga. Þannig er það alltaf en mismikið. Ég strengi alltaf áramótaheit. Mér er alveg sama hvað ykkur finnst um það. Það virðist oft vera að fólki finnist áramótaheit vera asnaleg, heimskuleg og dæmd til þess að mistakast. Ég hef strengt áramótaheit síðustu árin og alltaf hefur eitthvað gott komið út úr því. Þetta er mín leið að meiri þroska og mín leið til þess að ná markmiðum. Ég fer í annarlegt ástand um áramót.
Þetta snýst ekki alltaf um heitstrengingar á að hætta hinum og þessum ósómanum. Þetta er oft meira til þess að gera einhverjar breytingar.
Árið 2007 er sem sagt á næsta leiti. Frá vonum og væntingu þess árs, verður sagt frá í næstu færslu. Fylgist með.........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hó hó hó
22.12.2006 | 10:08
Kæri jólasveinn.
Mikið ofboðslega hrikalega innilega er gaman að fá jólagjöf frá sjálfum jólasveininum. Það gerðist sko hjá mér í morgun.
Þannig var að ég hef verið í samskiptum í vinnunni við Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit. Þau pöntuðu hjá mér auglýsingu og ég skrifaði til baka:
"Sæll kæri jólasveinn. Tek frá hálfsíðu. Svo langar mig í nýjan sleða í jólagjöf. Svo langar mig í .....Nei segi nú bara svona. Ekki á hverjum degi sem maður kemst í samband við jóla sjálfan"
Svo í morgun mætti Gáttaþefur og færði mér gjöf.Segið svo að jólasveinninn sé ekki til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Myrkur
21.12.2006 | 10:36
Komiði þið sæl og blessuð.
Það er kannski ekki nógu jólalegt nafn á færslunni en hvað get ég annað gert. Tek það fram að þetta er ekki skrifað í einhverju svartnætti innra með mér en núna er kl hálf ellefu að morgni og það er alveg svarta myrkur þegar ég horfi út um gluggann. En þrátt fyrir allt er þetta pínu sjarmerandi.
Jólin eru að koma. Við skreyttum hús með greinum grænum í gærkvöldi og er bara orðið jólalegt hjá okkur. En þessa dagana er ég mjög upptekinn. Dagskráin er þykk og hefur tekið mikla orku. En sú síðasta er komin út og ég er farinn að róast.
Svo er önnur dagskrá sem ég þarf að skila, þ.e. jóladagskráin á Voice sem fer í loftið á aðfangadag kl. tvö. Vona að þið munið hlusta. En ég er alveg að verða búinn með þetta og þá get ég snúið mér alfarið að jólunum.
Ég var að skoða bloggið hjá honum Birki mínum í morgun. Mikið var ég stoltur af honum og færslunni hans. Þar talaði hann um jólastress og lætin í kringum jólin. Slóðin er http://birkir77.bloggar.is/
Ætli ég hafi ekki toppað sjálfan mig í stressi og önnum fyrir þessi jól. Þessu verður að breyta.
En hvað sem öllu líður, 12 stiga hita úti, myrkri, stressi, vantar þetta vantar hitt, þá er ég kominn í jólaskap og hlakka til jólanna. Ég ætla að njóta þeirra og borða MIKIÐ. Þetta verða sko Majones-jól eins og hjá Bogomil
Blogga aftur fyrir jól, kæru vinir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jólin koma
17.12.2006 | 02:52
Kooomiði sæl og blessuð.
Þá er ég orðinn afabróðir. Hún Inga Björk Svavarsdóttir átti 16 marka stelpu síðastliðna nótt. Dásamlegar fréttir eftir ansi langa og stranga fæðingu. Heilsist þeim vel.
Fyrir þessu var ég búinn að dreyma. Mig dreymdi Ingu með stúlkubarn sem var óvenjustórt og draumurinn var svo raunverulegur að þegar ég vaknaði þá var ég staðráðinn í því að þetta væri stelpa. Nú er ég ekkert að setja mig á stall sem einhver miðill og fara að sjá blátt reiðhljól.........en þetta var sérstakur draumur. En ég sendi þeim Ingu og Einari hamingjuóskir. Einnig sendi ég ömmunni og afanum, þem Svavari og Völlu hamingjuóskir sem og Baldvini móðurbróður
Í síðustu færslu var ég að tala um um jólastressið. Iss!!! Þetta er nú meira ruglið. Ég er ekkert stressaður en hlakka til að sofna ofan i diskinn minn á aðfangadagskvöld
Nú er kominn háttatími. Ég var í fertugsafmæli í kvöld sem var mjög gaman.
Birkir var að skemmta sér líka og þarf smá ummönnun. Er farinn að sofa.
Takk fyrir komment,,,,,:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ef ég nenni
12.12.2006 | 20:03
Halló.
Síðustu dagar hafa verið bragðdaufir á blogginu. Það er nú bara svo að djöfulgangurinn í vinnunni býður ekki upp á mikið blogg. Fúlt, verð ég ekki að fara að skipta um vinnu? Er búinn að vera allt of lengi í sama starfinu
Vaknaði á sunnudagsmorguninn og sá þá allt í nýju ljósi Ég var kominn með jólastress. Vakti Huldu og vældi aðeins í henni. Settist svo við heimavinnuna mína sem er þessa dagana jóladagskráin á Voice. Já, búinn að koma mér í heavy verkefni og er á síðustu stundu, kominn með allt niður um mig. Furðulegt. En útkoman verður góð og vonandi hlustið þið á aðfangadag á milli 14:00 & 18:00. ATH, það er sama hvar á landinu eða heiminum þið eruð, það er alls staðar hægt að hlusta á www.voice.is
En, á sunnudagsmorguninn var ég að hlusta á útvarpið á meðan ég sat og skrifaði. Á Rás 2 var viðtal við Kára Eyþórsson sem talaði um jólastress og jólakvíða. Og hann átti mjög einfalda lausn á þessu. Fyrir jólin, gerir þú einfaldlega það sem þú nennir að gera og þú eyðir þeim pening sem þú átt -ekkert annað- Þetta er svo einfalt.
Þannig að Helgi Björns var ekkert að bulla þegar hann söng: "Gimstein og perlur, gullsveig um enni, færi ég henni, ef ég nenni......... "
Jæja, hvernig væri nú að þið færuð að kommenta - Ég blogga fljótt aftur
....ef ég nenni!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Stekkjastaur kom fyrstur....
12.12.2006 | 08:33
stinnur eins og tré.
Jæja, þá fara sveinarnir að skríða til byggða þessa dagana.
Er í vinnunni, það er mikið að gera. Þarf að gefa mér tíma til þess að blogga fljótlega. Vildi láta í mér heyra.
Hafið það gott og látið ekki jólastressið ná tökum á ykkur....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fugl dagsins....
6.12.2006 | 08:47
.....hlýtur að vera rjúpa.
Þessa dagana hlaupa menn upp um fjöll og firnindi til þess að skjóta rjúpu. Þó ég geri mér grein fyrir því að misjöfn séu áhugamálin, þá er ég feginn að þurfa ekki að elta þetta. Ég efast reyndar ekki að skotveiði sé skemmtileg, það er ekki það sem ég á við.
Ég er meira að tala um stressið gagnvart því að ná sér í rjúpu Og hugsa sér, þetta var nú einu sinni fátækramatur. Reyndar er ég að kasta grjóti úr glerhúsi með því að gera grín að jólahefðum.
Heima hjá mér hefur verið svínahamborgarhryggur í mörg ár. Reyndar ekki síðustu ár. Ástæðan er sú að húsbóndinn fékk svo í magann að aðrir heimilismeðlimir gáfust upp. Svo fannst mér sjálfum ekkert gaman að eyða jólanótt á klósettinu.
Núna borðum við humarsúpu í forrétt og andarbringur í aðalrétt. Það er mjög gott. Samt horfi ég alltaf girndaraugum á Hamborgarhrygginn í búðum fyrir jól.
Þannig að þegar á öllu er á botninn hvolft er ég ekkert skárri en þeir sem eltast við rjúpuna, ég bara ólst ekki upp við það.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Aðventa
3.12.2006 | 10:16
"Vaknaði í morgun klár og hress, klæddi mig í föt og sagði bless-sólin skein og fuglar sungu í trjánum......."
Þetta textabrot úr lagi Magnúsar Eiríks átti reyndar ekki við í morgun, sennilega öfugt við allt.
Vaknaði pínu timbraður í morgun, er ekki búinn að klæða mig og það sungu sko bara ekki neinir fuglar og það eru engin tré í kringum mig
En ég má til með að afsaka mig fyrir bloggleysi þessa dagana. Veit ekki alveg hvort mér sé óhætt að skeiða of oft út á bloggvöllinn þessa dagana- þyki svo væminn að það getur farið að leka af skjánum hjá ykkur
Aðventan er hafin og ég er búinn að setja aðventuljósið í gluggann. Eins og segir í laginu:"It´s the most wonderful time, of the year" Svo er líka til gríntexti við sama lag;"It´s the most, fatening time of the year" (Þetta er mest fitandi tími ársins)
En það er nú í lagi og nú segi ég fréttir. Keypti mér í gær árskort í ræktina og ég skal hundur heita ef ég nota það ekki amk tíu sinnum fyrir jól. Er meira að segja á leiðinni núna.
Eins og Guðbjartur talaði um í síðustu færslu þá vitnaði hann í Jólavef Júlla- söguna mína þar. Mæli með Jólavefnum hjá honum Júlla vini mínum, sem er eitt mesta jólabarn sem ég þekki. Frábær vefur: www.julli.is
Jæja, er farinn í ræktina. Og koma svo
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ákvarðanir
30.11.2006 | 10:01
Sælt veri fólkið og takk fyrir komment.
Við þurfum öll að glíma við ákvarðanir í lífi okkar. Stundum þurfum við að velja og hafna og stundum þurfum við að velja um eitthvað, þegar við viljum bæði.
Þetta datt mér í hug þegar ég skoðaði komment í síðustu færslu. Við ákveðum svo ótrúlega margt fyrir okkur.
Ein af ákvörðum okkar er hvernig dagurinn í dag verður.
Í dag er ég nú hálf rotinpúrulegur kvefaður og slappur. Aumingja ég.
Ég hef tekið þá ákvörðun að vorkenna sjálfum mér í dag. Viljið þið gera það líka......
Elli, ég er ekki búinn að kaupa jólagjöfina, ætlaði að kaupa hreindýr handa þér, en sá svo að þetta eru ekkert sérlega greind dýr
Hafið það gott, elskurnar og verið væmin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hér er eitthvað fallegt handa ykkur
24.11.2006 | 10:10
Hæ og hó.
Það er mánuður til jóla. Það er ljúft. Bærinn er farinn að fá hinn sanna jólabrag. Skammdegissól, þetta er dimmur tími. En vonandi er þetta ekki dimmur tími í sálum ykkar.
Mér finnst alltaf einhver dulúð yfir þessum tíma. Á þessum tíma árs verð ég viðkvæmari. Það er oftast mikill kærleikur á aðventu. Þá verða allir að vera góðir. Ef maður er ekki góður á aðventu og jólum, hvenær þá?
Ég fékk send nokkur falleg orð í tölvupósti rétt áðan. Ef þið hafið séð þetta, þá lesið þetta aftur. Segið svo endilega eitthvað fallegt, af því það eru að koma jól.
Þú hittir ótrúlega margar persónur á lífsleið þinni, en það eru bara sannir vinir sem skilja eftir spor í þínu hjarta.
Til að geta stjórnað sjálfum þér, notaðu hugvitið; Til að stjórna öðrum, notaðu hjartað.
Gáfaðar persónur tala um hugmyndir. Minna gáfaðar persónur tala um hvað gerðist. Illa innrættar persónur tala illa um aðra.
Sá sem tapar peningum missir mikið. Sá sem missir vin tapar miklu meira. En sá sem missir trúna á lífið sjálf, missir allt.
Við erum vinir þú og ég, ef þú tekur vin þinn með erum við þrjú. Við getum stofnað lítinn vinahóp. Það er jú ekkert upphaf og enginn endir,
Njótum lífsins og verum góð hvort við annað því lífið er svo stutt þrátt fyrir allt og þess vegna ætti ekki að vera tími til að tala illa um aðra.
Öll dýrin í skóginum vilja vera vinir og við mannverurnar í okkar frumskógi freistinga lífsins viljum líka vera vinir og góð hvort við annað.
Dagurinn í gær er liðinn. Morgundagurinn er óvænt ánægja.
Dagurinn í dag er gjöf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)