Færsluflokkur: Bloggar
Keppnisskap
21.11.2006 | 16:40
Já, það hefur alltaf verið til staðar keppnisskapið hjá okkur bræðrunum. Svo er Laufey alveg gjörsamlega laus við það. Ætli við höfum ekki fengið hennar skammt af því, sem og bjóráhuga.
Ég hef sagt ykkur áður af óförum mínum á skíðum. Það er alveg þannig að ég bara hef ekki skíðahæfileika.
En núna eru Svavar og Haukur farnir að metast um það, hvor er nú betri á skíðum Guðbjartur er ekkert að blanda sér í þetta, hann keppir bara við mig í frönskuáti
Jæja, smá innlegg í bloggheiminn á þessum ágæta þriðjudegi. Átti ansi annasaman dag í gær. Svona verður þetta fram að jólum.
Læt fljóta með mynd úr Hlíðarfjalli, sem er tekin af www.akureyri.net. Því miður get ég ekki unnið í fjallinu um helgina, er að vinna á Kaffinu bæði kvöldin. Silla, þú mátt segja Gumma það
Hafið það gott elskurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fordómar
20.11.2006 | 09:59
Sælt veri fólkið. Þá er kominn mánudagur. Takk kærlega fyrir kommentin;
Ég er hálf þreyttur í dag. Líka hás af öskrunum í gær á leik Akureyrar og Hk
Mikil umræða hefur verið að undanförnu um rasisma gagnvart útlendingum. Fordómar eru alls staðar í kringum okkar og leynast sennilega víða.
Líklega hefur maður gott af því að líta eigin barm. Fyrir nokkrum árum var ég á vinnustað þar sem fjallað var um og farið yfir fordóma. Þar komst ég að því að ég er alveg stútfullur af fordómum.
Um daginn kom til mín maður í vinnuna og var að auglýsa ýmislegt notað til sölu. Ég fór að hugsa: Er þetta þýfi? Þessi maður var ekki Íslendingur. Fékk svo að vita að þetta væri heiðvirður maður sem væri ekki líklegur til þess að stunda þessháttar viðskipti.
Pétur rasisti.
Í spjalli mínu um íslenskt mál í síðustu viku kom BS með ágætis innlegg varðandi fordóma í okkar samfélagi varðandi þá sem ekki rita eða tala rétt og gott mál. Ég skal viðurkenna að ég á ofsalega erfitt með að sitja á mér þegar einhver skrifar eða talar rangt. Þá er ég ekki að meina smávægilegar villur, innsláttarvillur eða smá þágufalls sýki. Fordómar
Við erum öll góð í einhverju og við skiptum öll máli. Og hvernig var þetta nú aftur; dæmið ekki og þér munuð eigi dæmdir verða.
Hafið góða og fordómalausa viku
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frostlög
17.11.2006 | 09:38
Jíííhaa Ég fékk fullt af kommentun í síðustu færslu. Gaman gaman og þúsund þakkir.
Það er frost á Akureyri í dag. Ég og Hulda vorum samt svo dugleg að ganga í vinnnuna. Þrátt fyrir kuldann er dásamlegt veður.
Núna horfi ég upp í Hlíðarfjall. Það er hvítt eins og Brynju ís. Núna veit ég að bræður mínir, allir þrír verða líklega sjúkir að koma hingað á skíði. Það er nú nokkuð auðvelt fyrir Guðbjart og Svavar en öllu lengra fyrir Hauk. Hann hugsar örugglega heim til Íslands og lætur sig dreyma um dag í fjallinu, fá sér svo eina með öllu og Egil í gleri og svo ískaldan Víking á eftir. Nei nú er ég vondur Vonandi náum við svona degi á næsta ári.
Annars er þessi árstími svolítið sjarmerandi. Birtan úti núna er svo falleg og jólaleg. Já, það styttist í jólin og nú fer allt að einkennast af þeim. Við Hulda höfum alið upp þvílíku jólabörnin. Það er svo gaman að sjá og heyra, hvað þau eru föst í jólahefðum. Það er sko ekki skrítið að Birkir og Fanney séu jólabörn, það er allt á öðrum endanum fyrir jól hjá okkur, í jákvæðum skilningi.
Helgarfrí framundan, dásamlegt. Megið þið eiga góða helgi og hafið það sem allra best.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvað á barnið að heita?
16.11.2006 | 10:32
Það skiptir okkur máli hvaða nafn við berum eða það hlýtur að vera. Flest börn ganga í gegnum það að vilja heita eitthvað annað á vissu aldurrskeiði.
Þegar foreldrar finna nafn á börnin sín, vilja flestir vanda sig og finna falleg og góð nöfn. En það er auðvitað smekksatriði.
Ég las í Fréttablaðinu í gær, grein um nöfn sem mannanafnanefnd hefur bæði samþykkt og hafnað. Og Guð minn góður, þarna sér maður að mannanafnanefnd, sem sjálfsagt má gagnrýna að einhverju leiti, er nauðsynleg. Ég meina, það mætti halda að sumir foreldrar vildu börnum sínum ekkert nema slæmt.. Þó veit ég að sú er ekki raunin, sumir eru bara svo miklir furðufuglar.
Ekki man ég nú nákvæmlega hvaða nöfn þetta voru en meðal þess sem var hafnað var Lúsífer og Satanía ef ég man rétt. Það sem stóð hins vegar upp úr af þeim nöfnum sem samþykkt voru, var nafnið Öndólfur. Hvað segið þið þá um Andrés Öndólfur??
En af öðru:
Í dag er 16. nóvember. Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar og dagur íslenskrar tungu. Íslenskt mál hefur verið mér ofarlega í huga í mörg ár. Það kemur sennilega til af því að ég byrjaði snemma að vinna í útvarpi. En ég er ekki að segja að ég tali og skrifi alltaf rétt og ætla engum það. En ég þoli ekki þegar við Íslendingar hugsum ekki einu sinni um þetta. Eitt af því sem gengur um Ísland eins og vírus er orðfærið; spáðu í þessu eða spáðu í því. Sennilega er ég sérlundaður furðufugl en þetta er mér mikið kappsmál. Og ég notfæri mér gjarnan aðstöðu mína til þess að vekja athygli á þessu. Þeir sem sjá Dagskrána eru vitni af því .
Heyrumst, síðar- ef ég snjóa ekki í kaf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Blogg.
15.11.2006 | 21:26
Fyrir nokkrum árum vissi ekki nokkur maður hvað þetta hugtak; blogg, var.
Núna vita það allir. Heimurinn hefur hreinlega skroppið saman síðustu ár. Þú veist jafn mikið um Sigga frænda í Ástralíu og Jón í næsta húsi. Það er svo merkilegt að lesa bloggið hjá fólki búsettu erlendis og geta fylgst með því. Þetta er svona: Every breath you take, every move you make. I´ll be wathing you....
Ég fór að hugsa um það í kvöld, til hvers ég setti þessa bloggsíðu upp. Og ástæðan fyrir þessu þangi var að ég las gagnrýni um bloggsíður, á annari bloggsíðu. Í fyrstu fór ég að hugsa leiðir til þess að aðlaga bloggið mitt að þessari gagnrýni. Svo rifjaðist upp fyrir mér til hvers ég í raun og veru setti upp þessa síðu. Og ástæðan var fyrst og fremst sú að leyfa þeim sem vildu að fylgjast með því sem ég hefði að segja, fá að vita hvað væri um að vera og svo að deila vangaveltum. Það hef ég gert og það mun ég gera.
Þegar aftur er litið hef ég verið of upptekinn við að skammast yfir því hvað fáir kommenta. Það á ekki að skipta neinu máli. En samkvæmt skoðanakönnun vilja fleiri fá gömlu síðuna. Sjáum hvað setur með það. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þótt innihaldið skiptir mestu máli þá skiptir hitt líka máli.
En það er gott að blogga. Það bætir, hressir og kætir. Gefur manni útrás eftir argaþras dagsins. Það eina sem ég sé til foráttu með þetta blogg er að minn kæri vinur, Hermann Snorri er hættur að hringja í mig. Hann les bara bloggið mitt. Hann var vanur að hringja í mig lágmark einu sinni í viku og spyrja mikið, því Hermann er forvitnasti maður sem ég hef kynnst.
Held órtauður áfram að blogga. Komi þeir sem koma vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar öllu er á botninn hvolft...
15.11.2006 | 15:09
Í lífinu vertu ætíð sólarmeginn,
þó stundum sértu á lausu kili.
Þetta fer allt einhvern veginn,
þó margur efist á tímabili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fannfergi hugans
15.11.2006 | 08:28
Sælt veri fólkið.
Það er nú meira hvað tíminn líður þessa dagana. Hef sagt þetta áður, já ég veit það.
Við búum á Íslandi. Þar snjóar. Þetta er staðreynd sem ég vissi alveg af en furðulegt nokk, alltaf kemur það mér jafn mikið á óvart þegar ég fer að glíma við þessi hvítu ósköp sem falla af himni. Í gærmorgun barðist ég í hálftíma við snjóinn. Alveg steinhissa á því að fólksbíllinn minn væri fastur í snjó upp á eyrum. Því verður ekki leynt að ég var drullufúll yfir þessu öllu saman og þetta fór viðsbjóðslega í taugarnar á mér
Annars er allt ágætt af fjölskyldunni að frétta. Þó er það með þetta blessaða líf, það skiptast á skin og skúrir. Það er allavega súld hjá sumum okkar núna en það lagast.
Jæja, var að mæta í vinnuna og er að fara í sjúkraþjálfun. Hef verið í því síðan í september en fer að verða útskrifaður.
Heyrumst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er nú bara skemmtilegt :)
8.11.2006 | 15:32
Það er nú meira hvað þið eruð hund-anskoti löt að kommenta á síðuna. Það eru systkini mín, Haukur, Laufey og Guðbjartur sem halda þessu uppi. En þó viðurkenni ég að ég hef ekki verið mjög duglegur að undanförnu og kannski bara ekki nógu skemmtilegur
En ég verð nú aðeins að tala um vinnuna mína. Þegar ég byrjaði hérna vissi ég að Dagskráin væri mikið bákn. Blaðið er alltaf að stækka, er núna 144 síður og í 39 ára sögu þess hefur hún aðeins farið einu sinni áður í svo margar síður. Þetta þykir bara merkilegt í ljósi sögunnar(sjá:asprent.is) En það er sannarlega gaman þegar vel gengur.
Það er því ágætt að ég hef tekið mér smá frí frá spilamennskunni. Þurfti að hvíla mig aðeins á þessu þó ég hafi sko ekkert efni á því. En var kominn með algjöra velgju fyrir þessu næturbrölti. Þó ætla ég að fara aftur af stað í nóvember en það er dásamlegra en orð fá líst, að vera í fríi um helgar.
Vonandi hafa bloggfærslurnar að undanförnu ekki verið of háfleygar. Að sjálfsögðu var þetta hroki og kaldhæðni, þetta með grænu konurnar. Mér finnst þetta svona í alvöru talað algjört bull.
En látið nú í ykkur heyra elskurnar mínar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Vertu gætinn hvers þú óskar þér
7.11.2006 | 16:57
Á 35 ára æfi minni hef ég fengið heillaráð frá ansi mörgum. Og þau tolla misjafnlega mikið í kollinum á mér. Eitt heilræðið hef ég haft að leiðarljósi í ansi mörg ár. Það er: "Vertu gætinn hvers þú óskar þér". Óskir manna geta ræst en þær geta kostað mann eitthvað sem maður vill alls ekki láta af hendi. Til dæmi gæti einhver óskað sér að verða ríkur en misst æruna. Það er ekki gott.
Hér kemur lítil saga sem sannar þetta:
Hjón á sjötugsaldri sátu á rómantísku og kyrrlátu veitingahúsi og voru að fagna 35 ára brúðkaupsafmæli sínu. Skyndilega birtist töfradís við borðið þeirra og mælti: Þar sem þið hafið verið svo samrýnd, sæt og góð hjón í öll þessi ár, langar mig að veita hvoru ykkar eina ósk. Hjónin urðu himinlifandi og konan varð fyrri til og sagði: Ég vil ferðast um heiminn með mínum yndislega manni. Og það var ekki að sökum að spyrja, töfradísin sveiflaði sprotanum; Púff! Tveir miðar á Queen Mary birtust í hönd hennar. Nú gætu þau farið í heimssiglinguna.
Eiginmaðurinn hugsaði sig um en sagði svo: Þetta er auðvitað ofsalega rómantískt en svona tækifæri fær maður bara einu sinni. Fyrirgefðu elskan mín en ég vil óska mér að konan mín verði 30 árum yngri en ég.
Bæði konan og töfradísin urðu fyrir sárum vonbrigðum. En ósk er ósk.
Og á einu augabragði, varð maðurinn 92 ára
Lærdómur sögunnar: Vanþakklátir menn ættu að muna að töfradís er jú kvenkyns.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Grænar konur.
6.11.2006 | 21:30
Konur.
Konur eru yndislegar. Mér finnast konur yndislegar eins og flest allt annað sem er flókið.
Það er rétt ár síðan ég skrifaði ansi ögrandi grein um konur og kvenna þetta og hitt. Kveikjan að þeim skrifum var kvennafrídagurinn. Það fór nú minna fyrir honum í ár.
En það er ánægjulegt þegar fólk sér virkilega skóginn fyrir trjám og einbeitir sér að mikilvægum málefnum í jafnréttis-og mannréttindarmálum. Ég nánast felldi tár af fögnuði þegar Bryndís Hlöðversdóttir, fulltrúi samfylkingarinnar í mannréttindarnefnd, vildi setja konur í staðinn fyrir karla í umferðarljósin. Það er náttúrulega hræðilegt fyrir allar konur landsins að láta einhver grænan karlpung segja sér hvort þær megi ganga eða ekki ganga!! Og hugsið ykkur, þetta gæti rutt brautina fyrir svo margt fleira.
Það er t.d. alveg fáránlegt að jólasveinninn sé bara karlkyns. Við viljum auðvitað líka fá jólameyjar. Svo er alltaf talað um karlinn í tunglinu. Hvurslags!!! Eru kannski ekki til konur í tunglinu.
Það er auðvitað Bryndísi að þakka að þessi vitundarvakning hefur orðið. Daglega fær maður(og kona) ýmsa brosKARLA í tölvupósti. Þetta er alveg vonlaust. Við viljum brosKONUR líka. Hvar er eiginlega jafnréttishugsunin hjá þessu tölvunördum. Svo finnst mér sjálfsögð krafa okkar Íslendinga að breyta ýmsum þýddum skáldsögum sem þjóðin hefur lesið í gegnum tíðina og vil ég byrja á því að Sætabrauðsdrengurinn verði gerður að Sætabrauðsstelpunni.
Þegar öllu þessu er lokið, er ég alveg viss um að launamunur karla og kvenna verður úr sögunni.
( Undir þessari blægju er broskona)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)