Færsluflokkur: Bloggar

Eftir verslunarmannahelgi

Einni með öllu 2006 á Akureyri er lokið. Eftir standa minningar um skemmtilega helgi hjá flestum, vonandi.  Götur Akureyrar eru gráar og tómar eftir að hafa iðað af mannlífi.  Það er svolítið gott, ekki síst þar sem varla sést rusl eða önnur vegsummerki eftir fleiri tugi manna sem skemmtu sér.

Mánudagur, frídagur verlsunarmanna, hefur ævinlega kallað fram ákveðin létti í mínum huga. Það er alltaf svolítið gott að helgin sé búin. Þetta kemur auðvitað til af því að ég hef verið að vinna langflestar verslunarmannahelgar síðustu fimmtán ár. En ég er svo heppinn, eins og ég hef áður sagt, að ég hef haft gaman af vinnunni minni. En það sem er gaman er oft erfitt.  Nýliðinn helgi var skemmtileg en erfið. Spilað á Kaffi Akureyri frá miðnætti til morguns tekur ansi mikið á.

En nú er kominn nýr dagur, ný vinnuvika og að mörgu leiti nýtt upphaf. Já, mér finnst oft kaflaskil í árinu um versló. Það er komið síðsumar, ágúst að áliðnum slætti eins og sagt var í dægurlagatextanum.  Framundan er Fiskidagurinn mikli um næstu helgi, ég er í fríi sem er mjög gott. Hef ekki fengið fríhelgi síðan í júlí. Svo styttist í utanlandsferðina til Tenerife og ég hlakka mikið til. Við förum 24.ágúst.

Þriðjudagur eftir verslunarmannahelgi. Góð helgi að baki, að mestu slysalaus sem skiptir mestu máli. Það rignir.  Gráar göturnar skola burtu úrgangi helgarinnar. Akureyri er hrein og falleg í dag.

Góða vinnuviku gott fólk.


Frostrásin

Hæ.

Er að stökkva úr vinnunni til þess að fara í loftið á Voice 987. Þar verða gömlu Frostrásarjaxlarnir á milli 12 og 18 í dag. Ekki missa af þessu. stillið á fm 98.7 á Akureyri og www.voice.is á netinu.

Góða helgi.


Þjóðminjasafnið og nostalgía um versló

Í diskóbúrinu

Sæl.

Munið þið eftir laginu með Daniel Powter sem hljómar svona:"Because you had a bad day...." Þarna er hann Danni sennilega bara að syngja um daginn minn í gær. Vá!!! Mætti veikur í vinnuna og allt gekk á afturlöppunum til að byrja með. En eins og í góðu ævintýri endaði allt vel, ég fór heim, skutlaði í mig Panodyl hot og ákvað að vera heima í dag.

 

Horfði á Kastljósið í gærkvöldi. Sá að Helga Möller er komin á þjóðminjasafnið-eða því sem næst. Diskógallar og pönkgallar eru komnir á þjóðminjasafnið og í viðtalinu við Helgu fannst mér hún svo órjúfanlegur tengill við diskóið, sem sagt; hún var komin á þjóðminjasafnið.

 

 Verslunarmannahelgin er framundan. Það er mikil spenna í loftinu fyrir versló. Stundum svo mikil að mér finnst það nánast óþægilegt. Reyndar kemur það sennilega til af því að ég hef undanfarin ár verið mikið að vinna í kringum öll lætin. Samt er það gaman líka. 

Á föstudaginn verður mikið um dýrðir á útvarpsstöðinni Voice, þegar stöðin breytist í Frostrásina í nokkra klukkutíma. Þá ætlum við gömlu jálkarnir að vera saman með þátt í nokkra klukkutíma, taka púlsinn á mannlífinu og segja alla gömlu og ofnotuðu brandarana.  Það má segja að það verði heilmikil nostalgía eða fortíðarljómi sem mun svífa þar yfir vötnum.  

í framhaldinu af því spyr maður sig, hvort ég, ásamt gamla Frostrásargenginu,muni nokkuð fljótlega hljóta sömu örlög og áðurnefnd Möller, þ.e. að verða fljótlega gjaldgengir á Þjóðminjasafninu??


Velkomin á nýtt blogg

Komið þið sæl og blessuð.

Velkomin á nýju bloggsíðuna. Mér fannst ástæða til þess að breyta aðeins um síðu, er svo fjári nýjungagjarn. 

Síðan er ennþá í vinnslu en mun þróast áfram. Á þessari síðu eru meiri möguleikar á myndum og ýmsu öðru. Ég er líka pínulítið að "rí-starta" mér í blogginu með þessu og vonandi kem ég ferskari inn.  Takið eftir að gömlu færslurnar hafa færst inn á þessa nýju og það er hægt að sjá framhaldssöguna hérna og hver veit nema að ég klári hana núna í tilefni að opnun nýrrar síðu.

Ekki ólíklegt að ég breyti eitthvað um áherslur í blogginu, það kemur í ljós. Vonandi líkar ykkur það og hafið gaman af. 

Góða skemmtun. 


Nýtt blogg

Komið þið sæl og blessuð.

Þar sem ég er nú nýjungagjarn, þá langar mig að breyta um bloggsíðu. Þessi síða kemur í staðinn fyrir gömlu bloggsíðuna og ætla ég að vera jafn duglegur að blogga hérna. Gamla síðan verður áfram opin en mögulega get ég fært gamlar færslur yfir á þessa. Útlit þessarar síðu finnst mér betri og svo eru mun meiri möguleikar fyrir myndir og þess háttar. Er að fikra mig áfram.

Góða skemmtun!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband