Færsluflokkur: Bloggar

Fyrirheit-gleymast þó.........

Sælt veri fólkið.

Jæja, þá er hinn dimmi og grái hversdagsleiki búinn að vefja sig utan um mig og allt komið í gang aftur. Annars er ekkert dimmt og grátt núna, sólin skín á Akureyri og hið besta veður. Það hefur verið örlítið erfitt að komast aftur af stað í hið daglega líf en að mörgu leiti og reyndar flestu leit er það nú bara gott. 

En ferðin okkar til Tenerife var alveg stórkostleg. Við fórum svo sem ekki margt eða gerðum mjög mikið en þetta var fyrst og fremst afslöppunarferð. Ef þið viljið fá nánari ferðasögu getið þið bara hunskast í heimsókn til okkar.

Nú taka við fögur fyrirheit um að verða að betri manni. Þessi heit eru meðal annars: *verða léttari(þó ekki eins og María mey forðum), *hætta að blóta, *minnka áfengisneyslu en sá kvóti er að verða búinn, *hreyfa mig meira, *klára gömul ókláruð verkefni, *spara peninga, *vera skemmtilegur, *vinna meira, *vinna ekki of mikið, *borða kotasælu í öll mál, *ryksuga oftar heima hjá mér, *rækta betur hjónabandið, *nöldra minna ofl ofl.

Eins og þið vitið eru haust og áramót tími heitstrenginga. Allir vita að það er gott að reyna, því ef ekki tekst, þá reynir maður bara aftur :) og aftur..........

Ekki meira í bili gott fólk.,hafið það gott.


Adeins frá okkur

Halló halló.

Vard ad láta adeins heyra frá okkur.

Vid erum mjog hress og ánaegd hérna.Hitinn er ad drepa okkur en vid reynum ad njóta hans og sitjum mikid vid sundlaugina og hofum tad gott. Ég er longu búinn med bjórkvótann en tad verdur ad hafa tad, tetta er ódýrasti og besti drykkurinn í hitanum.

Vid munum koma til landsins á fimmtudag, okkur hlakkar reyndar mikid til ad koma heim tó tad sé dásamlegt hérna.

Bestu kvedjur frá okkur ollum heim til Íslands.

 


Í sól og saelu á Tenerife

Halló allir saman.

Tad er allt gott ad frétta af okkur hérna á Tenerife. Vorum ad koma úr Aqua park sem er risa vatnagardur med fullt af rennibrautum. Fanneyju fannst tetta mjog gaman og Birki líka. vid Hulda vorum bara í rólegheitunum en ég er svo óheppinn ad vera med eitthvert vesen í eyranum og á erfitt med ad vera í vatni. Tad er tví bara teim mun meiri vokvi innbyrgdis. Samt er tetta ótaegilegt, tví ég heyri bara med odru eyranum en tad lagast.

Vid erum adeins ad byrja ad venjast hitanum hérna. Hofum hreinlega átt erfitt med ad fara um vegna hita. Hulda sér vel um mig, opnar handa mér bjór á hálftíma fresti, stundum oftar og er ekkert ad teyma mig í búdir til tess ad skoda dulur.  Tetta er tví gott líf og nóg pláss fyrir lífsvokvann elli minn, ég opna bjór fyrir tig.

Tad eru annars allir hressir og kátir, ég frétti ad tad hefdi snjóad í fjoll heima. Tad er ansi fjarstaedukennt hérna.

Gódar kvedjur til allra heima á Íslandi.

Pétur og grillada fjolskyldan.


Frá Tenerife

Hallo hallo.

Ég er buinn ad koma mér fyrir a netbás rétt vid strondina og vard ad blogga adeins.

Hér er ótrúlega gaman ad vera. Núna er 30-35 stiga hiti og vid erum búin med marga brúsa af sólarvorn.  Komum á hótelin í gaerkvoldi kl hálf átta á íslenskum tíma eda hálf níu ad stadartíma.  Voknudum kl.níu í morgun og eftir morgunmat var farid á strondina. Tar lágum vid í gódan tíma en núna er varla haegt ad vera á strondinni fyrir hita. Tad tarf ad drekka marga, marga, marga bjóra til tess ad torna ekki upp. Tad eru allir sáttir og tetta er snilldarlíf.

Fanney er tessa stundina ad láta setja afró fléttur í sig og Hulda er med henni. Núna á svo ad fara í búdir og eyda péningum!!!

Bestu kvedjur til allra á Íslandi og líka til teirra á Cape cod.

Sólarkvedjur:

Pétur


Góðir farþegar

Hæ.

Þá erum við að fara af stað til Rvk. Förum út á morgun.

Fylgist með á síðunni, ég mun blogga frá Tenerife.

En gott fólk, ég er kominn í langþráð sumarfrí!!!

 

Heyrumst og sjáumst. Hafið það gott.

pétur 


Við erum að tala um; Á morgun!

Koomið þið sæl og blessuð.

Ég verð nú bara að láta frá mér heyra, er ekki dauður enn.

Síðustu dagar hafa verið annasamir. Síðasta helgi var bissí. Fórum á föstudaginn í Betlihem en Ljósahátíð 2006 var á laugardaginn. Svo keyrði ég á milli og reyndi að skemmta mér og vinna. Útkoman var nú ansi erfið helgi en þetta var allt saman alveg ljómandi.

Nú er kominn fiðringur í mannskapinn. Við erum að fara suður á morgun og fljúgum út á fimmtudaginn. Keyrum suður eftir vinnu á morgun. Erum farin að pakka niður og þá segir maður að það sé að koma að þessu.

Heyrði aðeins í Bandaríkjaförunum í gærkvöldi. Gat ekki á mér setið að hringja í Guðbjart en það er náttúrulega rándýrt fyrir hann þegar ég hringi. Best að hringja í hann næsta þegar hann er orðinn fullur, þá er honum alveg saman. hehehehe :) Annars er hægt að fylgjast með á blogginu hans Hauks. Var einmitt að skoða það í gær og sá að aumingja pabbi hefur lent í þrældómi þarna, Haukur fór strax að láta hann píparast eitthvað..... En að öllu gamni slepptu er gott hljóð í þeim og gaman.

Jæja, þarf að fara að vinna. Blogga örugglega áður en ég fer út og svo ætla ég að blogga þegar út er komið, að sjálfsögðu.

Adios


Speki dagsins

Ég vaknaði í morgun og gerði allt öðruvísi en vanalega.  Fór ekki fyrst í hægri skálmina á buxunum, bölvaði ekki í hljóði og sparkaði ekki í köttinn. Ég fór heldur ekki og kveikti á morgunsjónvarpinu og hlustaði ekki á neikvæðar heimsfréttir. Ég fékk mér ekki kaffi, heldur te. Tek þó fram að ég fékk mér kaffi þegar í vinnuna var komið.

En í morgun vaknaði ég, fór tímanlega á fætur og breytti siðum mínum. Þetta er tilraun. Þetta snýst fyrst og fremst um það, að fyrstu tíu mínútur dagsins skipta miklu um það hvernig dagurinn verður.  Í dag setti ég mér það einfalda markmið að eiga góðan dag, vera jákvæður og brosa.

Og eitt að lokum: Við hlægjum ekki af því að við erum lífsglöð - Við erum lífsglöð af því að við hlægjum.  Mundu það.

Es. Ég sparka ekki í köttinn í alvöru, það hljómaði bara svo vel.


Helgarfrí

Komið þið sæl og blessuð.

Þá er helgin framundan. Helgarfrí, grillpartí og Fiskidagurinn mikli.

Á eftir er ég að fara í vinnustaðateiti, ætlum að grilla út í náttúrunni og Hvanndalsbræður ætla að spila fyrir okkur. Það verður örugglega skemmtilegt.

Svo á morgun ætlum við á Fiskidaginn mikla á Dalvík. Það er fastur liður að fara á þessa miklu hátíð ef maður á möguleika á.

Sólin skín á Akureyri sem er mjög gott.

Góða helgi.


10.ágúst

Sælt verið fólkið.

Þá er kominn fimmtudagur, tíminn æðir áfram og ég og mín fjölskylda horfum óþreyjufull á 23.ágúst. Það er dagurinn sem við förum suður en daginn eftir fljúgum við út.

En í dag á Gústi vinur minn afmæli. Og í dag á kötturinn minn, hann Zorro líka afmæli. Hann er eins árs. Gústi er eitthvað eldri. Það er sniðugt að þeir eigi sama afmælisdag, því við kölluðum Gústa Zorro-listamann á tímabili(sb.Erró).

Við Gústi höfum verið vinir í mörg ár. Síðustu mánuði hafa leiðir okkar legið saman meira aftur þar sem við erum vinnufélagar.

Innilega til hamingju með daginn Gústi minn. Það styttist í stórafmæli en njóttu þess áfram að vera þrjátíu-og eitthvað. Opna einn öl í kvöld þér til heiðurs þar sem þú ert í sumarfríi í dag, annars myndi ég skála í kaffibolla.

Svo finnst mér, gott fólk, alveg kominn tími til þess að þið segið eitthvað fallegt við mig á blogginu. Ég er alveg að verða sár yfir því hversu fáir kommenta. KOMA SVO!!!


Fréttaflutningur

Miðvikudagur. Veðrið að skána, við erum hætt að brúka panodil-parið eftir þynnku helgarinnar, flestir amk. Nú eru fjölmiðlar u.þ.b. búnir að fá nóg af fréttum nýliðinnar helgar og farnir að hugsa um þá næstu.

Mér finnst sífellt mikilvægara, með hækkandi aldri og auknum þroska. að segja hlutina eins og þeir eru. Og ég bara skil ekki hvernig fréttaflutningur frá Einni með öllu var eftir verslunarmannahelgina.  Þá er ég ekki að tala um dópmálin og alla svörtu hliðina á hátíðinni. Hún var því miður til staðar og að sjálfsögðu á að fjalla um hana.  Hins vegar voru fleiri á Akureyri um nýliðna helgi en skakkir krakkagemlingar og ribbaldalýður.  Hér fór nefninlega fram hátíð þar sem mjög margir skemmtu sér á siðmenntaðan máta.  Það er til dæmis athyglistvert að lítið sem ekkert var talað við forstöðumann tjaldsvæðanna á Akureyri hvernig gengi þar. Ég fór á Tjaldsvæðið á Hömrum á laugardaginn þar sem fjölskyldufólk hafði komið sér fyrir í friðsælu umhverfi. Það var þvílíkur fjöldi þar en það vildi enginn vita.

Ég endurtek að ég mótmæli ekki fréttaflutningi af dökku hlið hátíðarinnar og þykir sárt að vita af nauðgunum, fíkniefnanotkun og líkamsárásum. Ég geri alls ekki lítið úr þeim hörmungum og sársauka sem því fylgir. En ljósa hliðin verður nú að fá að fljóta með.

Í fréttum morgunsjónvarpsins á Stöð 2 og Bylgjuni á þriðjudagsmorgun var fjallað um dóplýðinn á Akureyri í sennilega eina til tvær mínútur en Innipúkinn í Reykjavík fékk umfjöllun í líklega þrjár til fjórar mínútur og þar var eingöngu úttekt á hljómsveitum og hvernig VIRKILEGA tóks til.

Fréttir á Íslandi eru líklega ekkert öðruvísi en fréttir utan úr heimi; ef einhver skaði eða hrotti er ekki í gangi, telst það ekki frétt.  En okkur vantar fleiri fréttamenn eins og Gísla Einars, sem þykir frétt ef gleðilegir og góðir hlutir gerast og fjallar jafnvel um girðingar og rollur á túni.

Ein með öllu á Akureyri var ekki svona hroðaleg eins og fréttaflutningur bar vitni um. Sjálfur var ég mikið í mannlífinu og var ekki skakkur eða barinn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband