Færsluflokkur: Bloggar
Vantar þetta vantar hitt, veskið löngu orðið mitt...
19.12.2007 | 10:12
...autt og tómt og krítarkortin komin hættu í.
Á rölti milli búða svo ég býsnast yfir því,
að boðskapurinn eigi hvergi skjó
svo ég sest loks upp í bílinn minn og lofa sjálfum mér,
að ég láti ekki svona næstu jól.
En svo koma jólin, með börnunum ég sit við jólatréð
svo koma jólin, og ennþá sama undrið hefur skeð.
Hver gjöf af ástúð gefin er
og gleðin sönn um húsið fer
og allir syngja saman; "Heims um ból".
Ég veit að svona, og aðeins svona vil ég halda jól.
- Sælt veri fólkið. Þessi texti hér að ofan segir allt sem segja þarf um ástandið þessa dagana. Þennan texta er að finna á plötunni Jólagestir 3.
Annars er allt gott að frétta af okkur. Því miður hefur aðventan flogið dálítið frá manni eins skemmtilegur tími og hún er. Og ég var reyndar orðinn skelkaður um helgina að jólaskapið léti á sér standa en auðvitað kemur þetta allt saman. Núna er jólavæmnin komin og allt eins og það á að vera.
Verð að fara, blogga fljótt aftur. Hafið það gott elskurnar og njótið lífsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Arrrggg!!!! Eru jólin að koma?
11.12.2007 | 09:36
Hæ hó.
Það er best að byrja á fréttum að henni Huldu minni. Hún er bara orðin hress eftir snögglega sjúkrahúslegu.
Við erum full af tilhlökkun til jóla, eins og vanalega. Og....eins og vanalega er allt í rugli, þ.e. á síðustu stundu. Jólakortin eru eftir, ég má ekki vera að neinu og á eftir að gera margra klukkutíma jóladagskrá fyrir Voice En það vinn ég heima í geymslu, eins og undanfarin ár. Þetta er partur af jólaundirbúning.
Núna erum við öfugsnúna fólkið. Síðustu ár höfum við nefninlega verið með gervi-jólatré en langar í lifandi tré í ár. Við sátum yfir þessari ákvörðun í gærkvöldi. Sennilega er þetta eins heimskulegt og hægt er, því hún Dís okkkar er skógarköttur og......þarf að segja meira. Hins vegar er hún mjög hlýðin og gerir oftast það sem maður segir henni að gera.
En jæja, þarf að vinna. Það er verst hvað þessi vinna slítur í sundur daginn.......
Endilega kommenta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jóla hvað.....?
5.12.2007 | 09:33
Hæ.
Það gengur á ýmsu hjá fjölskyldunni í Snægilinu þessa dagana. Miklar annir (hafið þið heyrt þetta áður?) og svo blandast auðvitað jólin inn í það.
Annars er það helst að frétta að Hulda lenti á sjúkrahúsi í gær. Fékk svo mikla kviðverki í vinnunni í gær og ég brunaði með hana upp á slysó. Hún var látin liggja þar í nótt en var að jafna sig í gærkvöldi. Það er talið að þetta sé eitthvað eggjastokkavesen sem jafnar sig. Vonandi fær hún að fara heim síðar í dag.
Svona er það þegar heilsan gefur sig, manni bregður illa en þetta var sem betur fer ekki alvarlegt. Læt ykkur vita síðar hvernig hún hefur það.
En í öllu jólastressinu megum við ekki gleyma gríninu. Hér er einn skemmtilegur sem ég fékk sendan:
//Tveir gaurar frá Íslandi dóu og vakna upp í helvíti./// //
Daginn eftir tékkar Djöfullinn sjálfur á þeim og sér að þeir sitja í mestu makindum í úlpunum sínum, með vettlinga og húfur og orna sér við eldinn. Djöfullinn spyr þá hvað þeir séu eiginlega að gera? Er ekki nógu heitt í helvíti fyrir ykkur ?// //
Gaurarnir svara, "Sko, þú veist, við erum frá Íslandi, landi snjós,íss og kulda. Við erum bara ánægðir að fá smá yl í kroppinn."// //
Djöfullinn ákveður að þeir séu nú ekki að þjást nóg svo hann skrúfar upp hitann.// //
Morguninn eftir kíkir hann aftur á gaurana tvo og þarna sitja þeir ennþá í úlpum með húfurnar og vettlingana ennþá á. Það er nú ferlega heitt hérna, finnst ykkur það ekki?// //
Aftur svara gaurarnir því til að þeir komi jú frá Íslandi, landi snjóa, íss og kulda, við erum bara fegnir að fá smá yl í kroppinn !// //
Það fór nú að fjúka nett í Kölska og hann ákveður að jafna örlítið um þessa tvo gaura. Hann fer og setur hitann á "Fáránlegt". Fólk fer að veina og væla út um allt helvíti. Hann fer svo og kíkir á gaurana tvo frá Íslandi og sér að þeir eru komnir á skyrtuna með upprúllaðar ermar og eru að grilla pylsur og þamba bjór.// //
Djöfsi verður steinhissa " Allir hérna inni þjást og veina, en þið virðist bara njóta ykkar?"// //
Já sko, það er svo hrikalega sjaldan að við fáum svona gott veður heima á Íslandi, að við urðum bara að grípa tækifærið og grilla aðeins og súpa á öli.// //
Alveg óður af bræði, strunsar Djöfsi í burtu og hugsar málið. Að lokum kemst hann að þeirri niðurstöðu að þessir gaurar hafi verið að krókna allt sitt auma líf á Íslandi, þess vegna eru þeir svona kátir yfir öllum hitanum. Djöfullinn ákveður að skrúfa fyrir allan hitann í öllu Helvíti.// //
Daginn eftir er orðið ískalt í Helvíti og héla og grýlukerti allsstaðar. Fólki orðið svo kalt að það gat varla gert neitt annað en veinað og aumkað sér yfir kuldanum. Tannaglamur yfirgnæði samt að mestu veinin. Djöfullinn glotti með sjálfum sér og fór að kíkja á gaurana frá Íslandi.// //
Þar eru þeir komnir í úlpuna, húfuna og með vettlingana á sér...en Djöfsa til mikillar furðu, eru þeir að hoppa og öskra Ole ole af mikilli gleði !?// //
Ég skil ekki, sagði Djöfsi, ég skrúfaði hitann upp úr öllu valdi og þið voruð bara ánægðir og núna er bullandi frost hérna og þið bara öskrandi af gleði?? Hvað í fjárnaum er að ykkur tveim?// //
Íslendingarnir líta á Djöfsa með spurn í augum,
" Ha, veistu það ekki? Ef það frýs í helvíti, þýðir það bara að Íslendingar hafa unnið Dani loksins á Parken!"//
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýtt N3 jól
30.11.2007 | 13:18
Hæ
Ný útgáfa hér til vinstri. Endanlegt mix frá Pétri Valmundar
Fer í Borg óttans um helgina.
Góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
N-3 jól
29.11.2007 | 08:16
Hæ hó.
Vil byrja á því að þakka öllum sem kommenta.
Við félagarnir, sem köllum okkur N3, vorum að setja saman jólalag, eða öllu heldur breyta gamla laginu White christmas í diskóútgáfu. Þetta er meira til gamans gert og frumraun okkar. Textanum er snarað á íslenskuna. Við fengum svo ungan og efnilegan söngvara, Eyþór Inga Gunnlaugsson, sem ég reyndar við meina að sigri heiminn innan fárra ára, til þess að syngja.
Þetta er ekki endanlega útgáfa lagsins en það má hlusta á það hér vinstra megin á tónlistarspilaranum. Endilega hlusta.
Svo kemur textinn hér að neðan:
Mig dreymir nú um Ennþrír-jól
Og fá að dansa alveg nóg.
Þetta óska ég mér, að fá nú frá þér
og líka jólatré og snjó.
Nú vil ég fá mín Enn-- þrír -jól
er skó í gluggann ég nú læt
og sú gjöfin verður svo sæt
að ég alla, hátíðina græt.
Heyrumst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tungan
21.11.2007 | 11:57
Hæ.
Verð nú að láta kné fylgja kviði og blogga á hverjum degi núna.
Sl.föstudag var dagur íslenskrar tungu og haldið upp á afmæli Jónasar Hallgrímssonar.
Ríkissjónvarpið sýndi stórgóðan þátt, að mínu mati um kvöldið, sem var skemmtidagskrá í tilefni 200 ára afmælinu hans Jónasar. Þar fór m.a. Benedikt Erlingsson mikinn þegar hann rappaði Gunnarshólma.
Ég fæ aldrei nóg af því að tala um íslenskuna okkar. Og ég hef notað hvert tækifæri til þess að tala um þá meinlegu villu þegar sagt er:"spáðu í þessu". Afar slæmt og fer eins og faraldur yfir þjóðina.
Og það nýjasta sem ég velti fyrir mér er það, hversu margir skrifa ranga íslensku, dæmi: "erþaki "sem ætti að skrifast: "er það ekki?"
Aftur segi ég að eðlilegt er að fólk slái inn vitleysur eða klikki á Y og I. Það er svo allt annað mál.
En þaer so vont sko efað Ýslenskann þróasst sona hratt ifir íað vera sona vittlausst skrifuðð og töluðð. Ég hef lengi spáðíessu hva mun gersasst ettir t-eða tuttug-ár. Þá endar með-ðí að allir habbna bara ísslenskunni og tala bara eikkað mál, ensku eð eikkað solleiðis.
Erþaki?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jólin.....
20.11.2007 | 09:14
Er nálgast jólin lifnar yfir öllum....
Þessa dagana spretta upp jólaskreytinar um allt. Jólabörnin í Snægili 32-201 eru að lifna við og komast í jólagírinn. Það eru sennilega fá heimili sem eru svona mikil jóla-jóla..
En jólin er sá tími sem við gerum vel við okkur í mat og drykk. Og það þýðir: aukakíló...
Hér koma nokkur ráð til þess að njóta jólanna áhyggjulaus í mat og drykk.
KALORÍUREGLUR FYRIR JÓLIN
Maturinn sem þú borðar þegar enginn sér til hefur engar kaloríur
Þegar þú borðar með öðrum eru einungis kaloríur í matnum sem þú borðar umfram þau.
Matur sem er neytt af læknisfræðilegum ástæðum (t.d. jólaglögg, heitt súkkulaði, rauðvín o.s.frv.) inniheldur aldrei kaloríur
Því meira sem þú fitar þá sem þú umgengst daglega því grennri sýnist þú
Matur (t.d. poppkorn, kartöfluflögur,hnetur, gos, súkkulaði og brjóstsykur) sem er borðaður í kvikmyndahúsi eða þegar horft er á myndband er kaloríulaus vegna þess að hann er hluti af skemmtuninni.
Kökusneiðar og smákökur innihalda ekki kaloríur þar sem þær molna úr þegar bitið er í þær.
Allt sem er sleikt af sleikjum, sleifum, og innan úr skálum eða sem ratar upp í þig á meðan þú eldar matinn inniheldur ekki kaloríur vegna þess að þetta er liður í matseldinni.
Matur sem hefur samskonar lit hefur sama kaloríufjölda (t.d. tómatar = jarðaberjasulta, næpur = hvítt súkkulaði) Matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því kaloríur eru hitaeiningar
HENGIST Á ÍSSKÁPINN
GLEÐILEG JÓL
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ættarmót
19.11.2007 | 12:59
Halló halló.
Ég má til með að birta nýjustu fréttir hérna á síðunni. Ákveðið hefur verið að halda ættarmót hjá afkomendum Laufeyjar ömmu og Þórðar afa.
Sjá auglýsingu hérna fyrir neðan. Þið verðið að smella á auglýsinguna til að sjá hana betur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sól að morgni
18.11.2007 | 12:04
Komið þið sæl.
Þá er sunnudagur runninn upp og eftir stórhríð gærdagsins er komin sól og fallegt veður á Akureyri en það er kallt.
Þetta er fimmti frídagur minn og reyndar okkar Huldu en við tókum þrjá sumarfrísdaga frá mið til fös og svo óvenjulegt helgarfrí hjá mér. Bara mjög gott.
"En af hverju eruð þið í sumarfríi núna? Ég myndi nú ekki gera þetta svona"- kann einhver að segja. Og það langar mig einmitt að tala um; afskiptasemi annarra.
Það eru ótrúlega margir sem virðast vilja ráða annarra lífi og skipta sér af öllu..... "Af hverju keyptirðu þér svona bíl, hann er svo lítill, eða of stór eða....." Ég veit um manneskju sem gjarnan skipti sér af því hvernig húsverkum var háttað á heimili vina sinna eða hvernig peningum var ráðstafað....þetta er m.a.s. satt.
Það er ótrúlegur ósiður að dæma aðra. Ég skal alveg viðurkenna að ég set mig oft í dómarasætið og vinn mikið í því að hætta því.
Svo er hins vegar allt annað mál ef gjörðir þínar hafa áhrif á líf annarra og skemma fyrir þeim, það er svo allt annar handleggur en þessi munur ætti ekki að vefjast fyrir nokkrum heilvita manni en eins og við vitum eru dæmi um það.
En á meðan þitt líf stendur undir þínu sjálfstæði, þá eru þínar ákvarðanir algjörlega þínar.
Þetta er best að lýsa með þessum orðum: "If you want to live my life, pay my bills"
Nú ætla ég að fara inn í eldhús og hjálpa Huldu og Fanneyju að baka piparkökur. Það eru jú að koma jól og ég á eftir að gera þetta og hitt og þetta og hitt.................................
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Life goes on
17.11.2007 | 13:30
Sæl verið þið.
Það hefur verið lítið bloggað að undanförnu en nú hef ég lofað að bæta úr því.
Ég vil tileinka fyrsta bloggið mitt í langan tíma henni Herdísi hans Kobba sem lést nýlega. Það er margt um hana Herdísi að segja, þar fór ákaflega góð manneskja.
Hún var jarðsungin í gær og verður að segjast að þrátt fyrir sorgina var þetta ákaflega falleg athöfn.
En lífið heldur áfram, eins og sagt er: "Gefum dánum ró og þeim lifandi líf".
Blessuð sé minning hennar
Bið að heilsa, hvort sem þið eruð á Kanarí eða annars staðar. stefni að því að blogga aftur á morgun og þá get ég sagt ykkur hvað ég hef haft mikið að gera og hvað ég er þreyttur.
Hafið það gott elskurnar og njótið lífsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)