Færsluflokkur: Bloggar
Nei, nú skrifa ég sko í blöðin
31.10.2007 | 08:44
Hæ.
Æði oft hefur maður sagt: "Nei nú skrifa ég í blöðin". Þess vegna er bloggið svo fínt, því þá getur maður nöldrað út og það ætla ég að gera núna.
Í nútímaþjóðfélagi eru kröfur miklar og kannski eru þetta kröfur hjá mér núna en í öllum þessum kröfum er þetta spurning að velja eða hafna. Bæjarfélag eins og Akureyri þarf til dæmis að velja og hafna, í hvað útsvarspeningar okkar fara. Þessa dagana sýnist mér að þeir fari allir á einn stað, í tónlistarhúsið okkar.
Þetta tónlistarhús er sennilega mikil lyftistöng fyrir bæinn...en höfum við efni á þessu?
Líklega með því að sleppa hinu og þessu, skera aðeins meira niður í heilbrigðisgeiranum, fækka sambýlum, henda geðsjúkum út á götu, banna ljósritun í skólum, fækka kennurum og stuðningsfulltrúum, taka út af áætlun næstu tíu ár að endurnýja nokkuð af tölvum og drasli os.frv.
Í morgun gekk ég nefninlega í vinnuna og þá var slabb út um allt. Núna þegar klukkan er að verða níu, sé ég ekki eitt snjóruðningstæki á ferð. Þeir hafa kannski selt þau bara, fyrir þessu andsk.tónlistarhúsi????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eigðu góðan dag
19.10.2007 | 08:53
Sælt veri fólkið.
Það er loksins komið að því að blogga.
Síðustu dagar og vikur hafa verið mér nokkuð strembnir, ég vil ekki segja erfiðir þó mig langi það. Hvað veldur?-spyr einhver. Jú, annríki en það orð nota ég mikið og er ekki að kvarta en það hlýtur að vera þreytandi að lesa alltaf væl og skæl um hvað ég er þreyttur, hef mikið að gera osfrv.. Hins vegar kvarta ég yfir því að skaparinn í mér er týndur. Og það kemur svolitið niður á blogginu.
En þessa dagana er ég aftur kominn af stað í að hreyfa mig. Fór upp úr sex í morgun á Bjarg og spriklaði, sem er mjög gott. Og núna í morgun datt mér í hug umræðuefni.
Í dagsins önn er fólk mjög misjafnlega glaðlegt og gefur sig mismikið á tal við ókunnugt fólk í kringum sig. Ég er þannig að ég á frekar erfitt með að gefa mig að ókunnugu fólki, bara sí svona en ef það gefur sig að mér, þykir mér það bara ánægjulegt. Stundum er samt gott að fá að vera einn með sjálfum sér í eigin hugarheimi.
Ég fór að hugsa um það í morgun að stundum eru hömlur á mér varðandi það að vera glaðlegur við fólk. Því stundum er það þannig að persónan sem þú ert glaðleg/ur við horfir á þig eins og vitleysing ef þú ert "of" glaðlegur eða almenninlegur, hvar svo sem sú lína er. Það er þó ljóst að framkoma er eins og boomerang, þú færð þetta allt til baka.
Í morgun þegar ég var á Bjargi gaf sig maður á tal við mig og fór að tala um veðrið. Frumlegt? Nei en auðvitað er það sígilt hjá okkur Íslendingu og reyndar umræðuefni þessa dagana, þar sem veðrið er frekar furðulegt. Og skárra er nú að tala um veðrið en Hannes Smárason eða Villa viðutan, fyrrverandi borgarstjóra eða verðbréf, peninga eða hver græðir hvað. En samtali okkar lauk þannig að hann sagði; "eigðu góðan dag". Og þetta er óskaplega viðkunnalegt að mínu mati. Við mættum vera meira á tánum að kasta góðum kveðjum til annarra, því það skilar sér alltaf í vellíðan hjá okkur sjálfum.
Og nú segi ég megið þið eiga góðan dag og góða helgi. Við mömmu og pabba segi ég, góðan mánuð en þau eru að fara til Kanarí í fyrramálið og keyra suður á eftir. Sendi þeim góðar kveðjur, þau eiga eftir að vera eins og blóm í eggi þarna úti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dís
5.10.2007 | 15:04
Hæ.
Þá er komið nafn á kisuna okkar, hún á að heita Dís.
Hér er ný mynd af henni, sem tekin var í gær. Við fáum hana til okkar 26.október
Góða helgi elskurnar mínar.
Smellið á myndina til að stækka hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef ég væri ríkur.....
4.10.2007 | 09:07
...dí ra díra dí.........
Það var ekki ég sem keypti Vikingalottómiðann í Hagkaup á AKureyri. Ætti ég að segja því miður?
Veit það ekki? Samt hugsar maður; ef... Ef ég hefði unnið þessa upphæð, hvað þá?
Það er hundleiðinlegt að líða skort og geta ekki veitt sér það frelsi sem peningar bjóða upp á. En þarna verður hinn gullni meðalvegur að ráða.
Hamingjan verður ekki keypt með peningum, er svo oft sagt. Þetta er frasi sem margir hlusta ekkert á.
En í öllu þessu tali rifja ég upp pistil Stefáns Jóns í morgunútvarpi Rásar 2, þar sem hann talar frá Namibíu. Þar segir hann frá muninum á milli þeirrar þjóðar og okkur. Í stuttu máli, við erum hætt að brosa í okkar alsnægtum á meðan þau líða skort og eru talsvert ánægðari.
Út frá þessu ætla ég að koma með þessa speki:
Hamingjan er ekki fólgin í því að gera það sem þér finnst skemmtilegt, heldur að hafa gaman að því sem þú gerir.....
Og þá skipta væntanlega ekki máli. Eða hvað?
Góðar stundir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allt sem fer upp, kemur niður..
3.10.2007 | 11:30
..og þegar maður er kominn í kjallarann er bara hægt að fara upp
Já ég veit að ég var í vondu skapi í gær Þess vegna verð ég að koma með færslu strax í dag og bæta upp fyrir "myrkrið" sem var í gær.
Það er fallegt veður á Akureyri þessa dagana og vetur konungur bíður með komu sína. Það er fínt.
Og nú ætla ég að vera jákvæður. Hér fyrir neðan er skemmtileg dæmisaga um okkur Íslendinga.
Lítil dæmisaga Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi.
Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom. Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu. Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári.
Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið. Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu 7 menn róa en einn stýra. Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem stjórnuðu. Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna strúktur íslenska liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.
Eftir margra mánaða vinnu komust stjónunarfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru.
Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar. Í stað þess að hafa sjö stýrimenn, einn áramann voru nú hafði fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður. Að auki var áramaðurinn "motiveraður" samkvæmt meginreglunni: "Að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð".
Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti. Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu áramanninn með tilliti til lélegrar frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Svona er Pétur í dag
2.10.2007 | 10:42
Jákvæðnin er alltaf best,
en stundum heilsar okkur drama.
En ólund hefur á mig sest,
og er mér talsvert nú til ama.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æji já
26.9.2007 | 11:01
Hæ.
Já, ég veit það, ég er hundlélegur að blogga þessa dagana
Það er nú bara þannig að ef ég færi að segja af hverju, þá fengi ég 10 í kvarti ...
Ekkert alvarlegt og ég sleppi því bara að ræða það.
Þannig að þið verðið bara að afsaka mig, vonandi kemst kraftur í bloggið fljótlega.
Bestu kveðjur fá allir sem vilja þekkja mig og sérstaklega Rúnar mágur minn sem er á sjúkrahúsi eftir vinnuslys. Batakveðjur til hans.
Læt heyra í mér fljótlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Væntanlegur heimilismeðlimur
20.9.2007 | 10:07
Komið þið sæl og blessuð.
Jæja, þá gengur lífið sinn vanagang og fjölskyldan að jafna sig á missinum um síðustu helgi.
Úr Snægilinu er allt gott að frétta og það gengur mikið á þessa dagana. Við erum öll mjög upptekin við okkar störf, skóla og áhugamál. Hulda tók sig til og fór að læra að syngja í Tónlistarskólanum. Ég tók upp á því að ganga í kórinn, sem er mjög gaman. Svo er ég nýbúinn að kaupa mér píanó og eiginlega heimastudió. Þetta geri ég m.a.til þess að ég hafi möguleika á að vinna heima í framtíðinni en líka til þess að koma mínum djúpu tónlistarhæfileikum á eitthvert form.
Að lokum við ég segja frá nýjum heimilismeðlim sem mun koma til okkar um miðjan næsta mánuð. Hún er hreinræktaður norskur skógarköttur.
Hér fyrir neðan er mynd af krúttinu. Hún var komin með nafn en við urðum að breyta því, þar sem hún er ættbókarfærð. Segi ykkur meira síðar.
Smellið á myndirnar til þess að stækka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kisi +
17.9.2007 | 09:32
Sæl verið þið.
Hann kisi okkar, Zorro sem var nú bara alltaf kallaður Kisi hefur verið hjá okkur í bráðum tvö ár. Og hann var orðinn einn af fjölskyldunni.
Í gær lenti hann í slysi. Hann slasaðist það mikið að hann þurfti að fá að sofna svefninum langa.
Það ríkir sorg á heimilinu. Makalaust hvað ég hef bölvað honum mikið en mér þykir óskaplega vænt um hann. Mikið var tómlegt að koma á fætur í morgun.
En svona er nú lífið.
Góða vinnuviku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heyrðu!
13.9.2007 | 09:32
Halló halló.
Nú er kominn tími til að blogga. Satt að segja hef ég ekki nennt því síðustu daga en reyndar hef ég haft um margt að hugsa og margt að gera.
Ég þakka öllum sem hafa kommentað, kærlega fyrir og gaman að heyra í ykkur. Takk.
Mig langar núna að tala um frasa.
Við venjum okkur oft á alls konar kæki og frasa. Við verðum stundum áhrifagjörn og tökum upp frasa annarra, það er alþekkt.
"Þú veist" er mikið notað. Það kemur út meira svona "þúesst!" Þannig að dæmigerð notkun er svona: "Þetta er þúesst bara þannig að við búmst við að.....þúesst kannski bara þúesst mánudaginn næsta ætti þetta að ganga. Það er þúesst frekar erfitt að segja til um fjöldann þegar þúesst margir eru frekar þúesst, óákveðnir".
Annar "sjúkdómur"sem fer eins og eldur í sinu er orðið "heyrðu!"
Þá gæti dæmigerður Íslendingur talað einhvern veginn svona:
"Heyrðu, þetta var þúesst bara gaman. Hvert fórum við. Heyrðu, við fórum þangað sem þúesst allir ferðamenn fara. Æ þúesst þarna á suðurlandinu. Heyrðu, þarna er þúesst bara fallegasti staðurinn á landinu. Já, þetta var bara gaman. Heyrðu, eigum við svo ekki að hittast fljótlega, þúesst bara uumm, ja, þúesst bara næstu helgi. Heyrðu, þakka þér fyrir. Heyrðu bæ...."
Nú er ég ekki að gagnrýna þetta. Það sem varð til þess að ég fór að skrifa um þetta er að ég er stundum svona sjálfur. Var að versla í gær og þegar ég þakkaði fyrir sagði ég;"heyrðu, þakka þér fyrir...."
Svo er það hvernig við notum orðið "heyrðu" óspart við önnur tilfelli. Hér er saga af því:
Fyrir nokkrum árum kynntumst við Hulda konu milli tvítugs og þrítugs sem kom frá Bretlandi. Hún kom til Íslands til þess að kenna ensku en hún fékk einnig vinnu á bar þar sem tekjurnar af kennslunni dugðu ekki. Henni líkaði nú dvölin á Íslandi bara vel, fannst að vísu við Íslendingar óþolinmóðir þegar við bíðum á barnum. Eftir nokkrar vikur á Íslandi er hún spurð, hvað hún starfi við á landinu bláa. Hún vissi íslenska orðið yfir kennari en var aðeins búinn að ákveða hvernig maður segir barþjónn á íslensku. En miðað við hvað var kallað á hana um helgar, svaraði hún svona á íslensku: "Ég er kennari en um helgar er ég heyrðu".
Heyrðu við sjáumst....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)