Hvað er hallærislegt í tónlist?

Ég hef alla tíð, frá því ég man eftir mér verið tónlistarunnandi. Snemma fór ég svo að gutla við hljóðfæri en ég komst víst aldrei upp úr "efnilega" flokknum í þeim efnum. 

Fyrsta minningin er þegar ég er þriggja-fjögurra ára að herma eftir Ríó tríó. Þá spurði maður sig ekki af því hvort þetta væri hallærislegt eða alvörupopp. En síðan eru liðin mörg ár og ég hef víða komið við sem tónlistarunnandi.

Að mínu mati væri lífið tómlegt ef ekki væri tónlist. Eitt af fáum skiptum sem ég felli tár er þegar ég hlusta á fallega tónlist. Og þar erum við, að mínu mati, komin að merg málsins.

Tónlist er til þess að vekja tilfinningar. Ég hef aldrei getað þolað alla þessa aðila sem koma fram í fjölmiðlum og vilja segja að ein tegund tónlistar sé betri en önnur. Hvað haldið þið að til dæmis lagið;"Húfan" hafi glatt marga?? Ekki þykir það nú vera gæðapopp.

Ég reyni að vera umburðarlyndur gagnvart flestu en eitt af því sem lætur það þrjóta er þegar menn setja þá tónlist sem þeir telja besta, á hærri stall en aðra tónlist. Dæmi um þetta er útvarpsstöð sem auglýsir að "útvarpið þitt þolir ekki eintóman viðbjóð". Já, því miður eru til dæmis sumir rokkarar í þeim flokki að segja að allt annað en það sem þeir hlusta á, sé viðbjóður.  

Svo getur, að mínu mati, enginn skrifað plötugagnrýni í blöð. Það sem einum finnst, það finnst öðrum ekki. Því ætti svona plötugagnrýni að heita"Mín skoðun"

 

Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er öll tónlist góð, það er bara misjafnt fyrir hverju við höfum smekk.

Það er mín skoðun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er eitt af því sem ég hef ætlað að taka fyrir á blogginu mínu. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem þú tekur á einhverju sem ég hef verið að velta fyrir mér. Ég er alveg sammála þér með þetta. Það voru einu sinni þeir tímar sem mér fannst margt vera rusl en er orðinn miklu umburðarlindar við um alls konar tónlist. það hefur samt ekki bara verið rokk sem ég hef hlustað á í gegnum tíðina. Hef alltaf haft gaman að sumu sem er vinsælt og fleiru.
Tónlist er mjög stór hluti af lífi mínu. Er oftast að spila eitthvað á hótel herbergjum um allan heim.
Ég hef lesið gagnrýni sem viðkomandi hefur sagt að ég rétt renndi yfir þennan disk og hann er ferlegur. Það þarf að gefa öllu tíma og sitja aðeins yfir þessu og svo reina að gagnrýna. Þetta er mín skoðun á þessum málum. Hver veit nema ég taki á þessu einhvern tíma á blogginu hjá mér. Þykir það líklegt. Over and out.

Haukur Guðjónsson (IP-tala skráð) 3.8.2006 kl. 11:50

2 identicon

Já Haukur.Ég vissi að þú værir sammála mér og hefðir svipaða skoðun. Hins vegar er tónlistarsmekkur okkar á köflum ólíkur, en það er allt önnur saga.
Gaman að þú hafið tíma til að kommenta, vonandi ganga hlutirnir betur.
Varðandi versló. Það er alltaf einhver spenningur í gangi fyrir þessa helgi og þó maður hafi vaxið upp úr því að veltast um blindfullur einhvers staðar, þá er þetta alltaf skemmtileg helgi hérna á Akureyri, fullt af fólki og mikið líf.
Bestu kveðjur til þín, hvar sem þú ert í heiminum.

Péturg (IP-tala skráð) 3.8.2006 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband