Gleðibankinn

Tíminn líður hratt.......Já, tíminn líður svo sannarlega hratt og dagar líða án þess að ég bloggi. Sorry, svona er þetta.

Það styttist í Eurovision og þ.a.l. eitt stærsta Eurovisionpartý landsins með N3.  Við erum núna á fullu að undirbúa ballið sem verður 24. maí í Sjallanum.

Í tilefni þess höfum við gefið út lag, þ.e. endurútgefið Gleðibankann. Það er Pétur Valmundarson sem á heiðurinn á þessu "mixi" og Heimir Ingimars, fyrrum Luxor meðlimur syngur. Ég setti lagið í tónlistarspalarann svo þið getið hlustað. Það á aðeins eftir að fikta í því og svo vantar smá talað grín en það er mikið Eurovision-nörd sem ætlar að gera það fyrir okkur. Nánar um það síðar.

En hlustið og kommentið, endilega.

Góðar stundir. Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Jaahááá! Það er ekkert annað! Mér finnst þetta ágætt þannig séð. Ég væri til í að fá smá meiri kraft í þetta, hljómar fínt sem dinner tónlist svona. Heimir færi létt með að leggja meiri kraft í sönginn og þið að mixa lagið samkvæmt því.

Sorry hvað ég er neikvæður! Er samt ánægður með ykkur.

Kveðja úr Kópavogssólinni

Upgrade your email with 1000's of emoticon icons

Kjartan Pálmarsson, 15.5.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Pétur Guðjónsson

Blessaður Kjartan.

Það er gaman að fá komment og ég vil heyra hvað ykkur finnst, ekki bara halelujah

Við eigum eftir að hressa aðeins upp á þetta og þá set ég nýja útgáfu.

Pétur Guðjónsson, 15.5.2008 kl. 15:25

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Já blessaður!

Heyrðu Halelúja! Hugmynd maður! Ísrael sigraði Eurovision 197? geta N3 bræður ekki mixað það? Dettur mér þá í hug annar Luxor söngvari, Edgar Smári í verkefnið.

Haleluja laola kveðjur úr Kópavoginum

 Upgrade your email with 1000's of emoticon icons

Kjartan Pálmarsson, 15.5.2008 kl. 17:25

4 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Hvar er Haukur?

Kjartan Pálmarsson, 16.5.2008 kl. 14:25

5 Smámynd: Pétur Guðjónsson

Blessaður Kjartan og takk fyrir allt komentið.

Ef þú ert að meina Hauk bróður, þá er hann í klútalandinu, Saudi Arabia.

Heyrðireyndar í honum í morgun og þá sagi hann mér að það væri lítið um nettengingu.

En talandi um lög frá Ísrael þá var stungið upp á því við okkur að réttast væri að við félagarnir tækjum Hubba hulley eða Shir a balla...eitthvað frá 1987. Við skoðuð það síðar :)  

Pétur Guðjónsson, 18.5.2008 kl. 21:25

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hátalararnir mínir virka ekki - en þetta er örugglega fínt! Bið að heilsa Heimi.

Ingvar Valgeirsson, 21.5.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband