Lofa skal dag að morgni
17.2.2008 | 14:42
Hæ.
Þá er sæll sunnudagur runninn upp. Ég hef verið veikur í síðustu viku og mikið var það nú annars gott.......hljómar ekki beinlínis vel en það sem ég meina er að núna þegar ég er kominn yfir það, þá finn ég hvað ég þurfti á því að halda að hvíla mig.
En, í dag langar mig að tala um viðmót okkar til líðandi stundar og hvernig við göngum inn í daginn, í hinu daglega lífi.
Þó mörgum finnist sjónvarpsgláp lítt uppbyggjandi þá fór ég að hugsa um þetta í gær, þar sem ég horfði á mynd en þar er ein sögupersónan alltaf í góðu skapi, brosir framan í lífið og tekur hlutunum passlega alvarlega.
Er það ekki stóri galdurinn í lífinu, að brosa framan í lífið og vera jákvæður gagnvart flestu. Þetta verður okkur flestum tíðrætt um en gerum jafnvel ekkert í. Það er eins og að vera með uppskrift af auðveldri og góðri köku en taka alltaf flóknu uppskriftina og búa til vonda köku.
Skrítið
Það er því miður staðreynd að flesta virka morgna sem ég vakna er ég frekar þungur. Mér finnst ekkert að því að vakna, þannig séð, en ég hef svolítið þungan hug gagnvart því að fara í vinnuna. Hulda er hins vegar oftast frekar jákvæð og segir alltaf þegar hún kveður mig: "Eigðu góðan dag"..... Og yfirleitt svara ég: "ummmmm-- sömuleiðis"
Ekki veit ég hvað veldur, nema kannski að einu sinni var Hulda ótrúlega morgunfúl en virðist hafa lagt þau álög á mig, því ég gerði svo mikið grín að henni
En nú er ég að hugsa, ef ég gerði nú eins og gaurinn í bíómyndinni og væri alltaf jákvæður, brosandi og kátur í eina viku til reynslu? Vissulega er lífið ekki bíómynd en þetta er hægt upp að vissu marki. Spurning að taka eina viku til reynslu því það er alveg ókeypis að b.r.o.s.a.
Lofa skal dag að morgni og eigið góðan dag.
Athugasemdir
Sæll og blessaður Pétur.
Mikið er gaman af því hvað þú hefur komið aftur sterkur í blogg heiminn. Ég hef mjög gaman af því þegar fólk er að spá í hlutina og tala uppinskát um þá. Það mættu hinsvegar fleiri sem lesa, hvort sem það er þetta eða mitt blogg, koma með smá inlegg og opna sig aðeins.
Það er ekki alltaf auðvelt að vera alltaf í góðu skapi en ég reyni mitt besta. Ég get verið þungur ef ég kvílist ekki nóg eða þegar er mjög mikil óregla á öllu. Það kostar svo sannarlega ekkert að brosa og gerir lífið auðveldara.
Þessa daganna er ég að eiga við eitthvað sem er mjög erfitt að eiga við. Hlutir sem ég get ekki stjórnað en það er samt mér að kenna ef hlutirnir ganga ekki upp. Ég er að reyna mitt besta að láta það ekki á mig fá. En þegar þreytan spilar stórt hlutverk fyllist maður stundum af vonleysi. Ég er samt yfirleitt ekki lengi að hrista það af mér.
Bestu kveðjur frá Hauki.
Haukur (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 16:02
Sæll Haukur.
Mikið er ég þakklátur hvað þú ert duglegur að kommenta hjá mér.
Við vorum að koma úr Bogasíðunni, vorum í þessari fínu veislu hjá Laufeyju og Rúnari. Hvíta kannan kom aðeins við sögu en allt í mestu hófesemi.
Gangi þér vel í baráttunni. Stundum þegar allt er vonlaust, þá þarf maður smá hvíld og endurskoða svo hlutina.
Hafðu það gott í klútalandi
Pétur Guðjónsson, 17.2.2008 kl. 23:05
Sæll Pétur.
Það er auðveldara að brosa og vera jákvæður, allt verður eiginlega léttara og skemmtilegra. Ég var mjög morgunfúl hér áður fyrr þegar ég var krakki og unglingur þó svo að þetta hafi fylgt mér fram á fullorðins ár. Ég var svo slæm að systkinin mín reyndu að forðast að yrða á mig á morgnanna. Þetta var nú ekki allt í lagi;) En nú vakna ég alltaf eldsnemma brosandi út að eyrum , ja nema ég sé mjög þunn þá er erfitt að brosa.:)
En Pétur við skulum brosa framan í heiminn og hann brosir framan í okkur:)
Kv.Valla
Valla (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 09:13
Hæ Valla. Mikið er gaman að heyra frá þér.
Auðvitað er þetta allt saman val, hvernig við bregðumst við umhverfinu....og morgnunum
Í morgun vaknaði ég brosandi og núna brosi ég meira, því það er svo gaman að fá komment á bloggið
Pétur Guðjónsson, 18.2.2008 kl. 10:55
Sæll Aftur,
Já hvíta kannan. Ég hef aðeins kinnst henni. Það væri nú gott ef hún væri kominn hingað. Það væri nú gott að fá sér einn sterkann sjúss.
Bestu kveðjur frá klútalandinu.
Haukur (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 17:17
Spurning að senda þér smá lögg í pósti...
Pétur Guðjónsson, 20.2.2008 kl. 09:55
Kjartan Pálmarsson, 22.2.2008 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.