Eurovision
21.2.2008 | 10:02
Hæ.
Það er óhætt að segja að tíminn líði hratt. Nú er enn einu sinni að koma helgi.....eigum við að ræða það eitthvað?????
Af tilraun minni gagnvart því að vera jákvæður er gott að frétta. Mikið óskaplega gengur allt mikið betur. Ég brosi þegar ég fer á fætur, þó undir niðri sé nú smá mygla..... þá ýti ég því út í horn og brosi
Um næstu helgi er úrslitakvöldið í Eurovision hérna heima.....eða nema að Þórhalli hjá Rúv detti eitthvað annað í hug síðar en amk hef ég ekki heyrt það.
Eins og tvö síðust ár er Friðrik Ómar, stolt okkar norðlendingu, sómi sverð og skjöldur, að keppa. Ég hef haldið uppi áróðri um að kjósa strákinn og geri það einu sinni enn. Auðvitað verða allir að kjósa eftir sinni sannfæringu um besta lagið en ég lofa því að þarna eru flytjendur, hann og Regína Ósk, sem eru verðugir fulltrúar í keppninni.
Til gamans birti ég mynd af stjörnunni frá Dalvík fyrir nokkrum árum og nokkrum kílóum síðan.
Frá sýningu á Broadway...og nýbúið að finna upp endurskinsmerkið.
Athugasemdir
Ég er alveg einstakleg svakalega mikið sammála þér með að nágranni minn Regína Ósk og svo Dalvíkingurinn skírður í höfuð ,,skákmeistara og skemmtikrafts'' yrðu verðugir fulltrúar Íslands í Evrovision 2008 ekki spurning. Er strax byrjaður að æfa mig á að slá inn 900 10??
Bestu kveðjur Norður í sæluna, frá Kópavogskjördæmi eystra þ.e austan Reykjanesbrautar
Kjartan Pálmarsson, 22.2.2008 kl. 00:22
Góður Kjartan...hefur hingað til haft vit á músík
Kveðjur í Kópavoginn
Pétur Guðjónsson, 22.2.2008 kl. 14:42
Sæll frændi.
Ég er alveg sammála þér að Friðrik og Regína eru verðugir keppendur en, því miður Pétur mér finnst lagið algjörlega glatað, bara alls ekki nógu gott lag þrátt fyrir góðan söng (afsakaðu hreinskilnina). Reyndar hefur ekkert af þessum lögum náð til mín þannig að ég reikna ekki með að Síminn græði mikið á mér þetta árið frekar en fyrri ár.
Finni frændi (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 18:11
Sæll Pétur,
Tíminn líður yfirleitt hratt. Sérstaklega þegar ég er í fríi. Það er svo nú að ég er farinn að bíða eftir því að komast heim. Ég er svo sannarlega búinn að setja meira en alla tíma sem ég ætti að þurfa fyrir þessar 3 vikur.
Ég veit ekki hvort ég ætti nokkuð að vera tjá mig um Eurovision. Ég hef ekki heyrt neitt að þessum lögum. Ef ég mundi búa á Íslandi mundi ég kannski fylgjast með þessu. Ég þykist vera með frekar víðan tónlistarsmekk en þessi Euro lög eru samt ekki mínar tvíbökur.
Bestu kveðjur frá ísköldu Riyadh.
Haukur (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.