Til hamingju Ísland...

...með að velja frábæra fulltrúa til þess að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision.

Já, kooomiðði sæl og blessuð Joyful

Það er ekki laust við að nú sé maður ánægður enda loksins komið að þvi að Friðrik Ómar fari í Eurovision.  Svo ég segi nú alveg eins og er, þá var ég nokkuð vongóður um að þetta færi svona en óttaðist ofurplögg Valla sport gagnvart Mercedes club.  En máltækið "glymur hæst í tómri tunnu" á líklega afskaplega vel við þarna og innstæðan var nú heldur lítil.  En þetta var sniðugt hjá þessum hóp steratrölla og mjónunnar en EINI gallinn var sá að tónlistarkunnáttan þeirra var engin Crying   Ætli það verði ekki að teljast pínu óheppilegt  Shocking

En ég er sannfærður um að Eurobandið á eftir að gera góða hluti og leyfi ég mér að spá þeim velgengni í aðalkeppninni í maí.  Við eigum eftir að taka þátt í úrslitakvöldinu og við lendum einhvers staðar í kringum topp tíu.  

Nú er bara að sjá hversu sannspár ég er  Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Pétur. Ég segi nú bara til hamingju Pétur...að vinur þinn skildi loksins hafa þetta. Ennnnnn samt vildi ég að steratröllinn og mjónan hefðu komist áfram, hafði gaman af því þótt tónlistagæðin væru ekki mikil. (ekki skemmdi fyrir flottu kropparnir)  Ég tek júróvision ekki svo alvalega. Bæði Friðrik og Regína eru í uppáhaldi hjá mér sem tónlistarmenn og ég vona svo sannarlega að þeim gangi vel úti.

Kveða Laufey

Laufey (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 14:27

2 Smámynd: Pétur Guðjónsson

Hæ Laufey og já, takk fyrir það.

Það er ekki spurning að júróvision keppnin er full af gríni og mjónan og co eru alveg í stíl við það.   Ætli þetta skiptist ekki í tvo hópa, það er grínið og svo þeir sem taka þessu alvarlega

Pétur Guðjónsson, 26.2.2008 kl. 08:15

3 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Sammála þér við verðum á topp 10...pottþétt.....ég veit það.....sumt bara veit maður.

Júlíus Garðar Júlíusson, 26.2.2008 kl. 10:59

4 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

þetta verða tremma mörg stig sem rjúka  í hús

Kjartan Pálmarsson, 26.2.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband