Hvurslags........
16.3.2008 | 11:38
Hæ hó.
Hvernig er þetta mað kallinn?? Hættur að blogga??
Það er nú eiginlega alveg synd því ég var kominn með bloggsíðuna svo líflega á tímabili en svo dettur allt niður þegar það kemur ekki ný færsla lengi. En svona er þetta, það er ekki hægt að gera allt.
Það er annars mikið að gera hjá mér núna(eins og kannski stundum áður) enda væri nú lífið ekkert skemmtilegt í einhverri lognmollu.
Það er t.d. mikið að gerast hjá mér varðandi N3. Fyrir þá sem ekki vita þá er N3 plötusnúðaþríeyki sem hefur heldur betur verið að gera sig. Næsta djamm hjá okkur er um páskana og gerum við ráð fyrir góðu balli.
Þessi helgi hefur verið lífleg. Á föstudag fórum við í leikhús, ég, Hulda og Fanney. Sáum Fló á skinni og skemmst frá því að segja, snilld.
Í gærkvöldi fórum við Hulda ásamt kórnum á Öngulsstaði að borða og svo að sjá Þið munið hann Jörund í Freyvangi. Mér fannst það ágætt, alls ekki meira en það. Leit aðeins of oft á klukkuna, sem segir að þetta stykki er allt of langt, eiginlega heilum klukkutíma.
Nú heilsar bjartur og fallegur dagur á Akureyri. Við löbbuðum um 20 km. í gær, ég Hulda og Ómar bróðir hennar. Samtals um fjórir klukkutímar í göngutúr. Hressandi og við stefnum á klukkutíma göngu í dag, ég og Hulda.
Svo er stutt vinnuvika framundan, páskar og ferming hjá Fanneyjar á næsta leiti.
Hafið það sem allra best og kvitta, takk.
Athugasemdir
Hel... ætlar þetta að GANGA vel, eða eru þið gengin af gö.....
Hættur þessu bulli ætlaði bara að kvitta og segja þér frá því að ég skrapp til Akureyris s.l Þriðjudagskvöld og stoppaði þar í ca klst (askoti voru allir bæjarbúar sofandi þegar ég kom)og hélt svo rakleiðis til Dalvíkur þar sem ég tók smá lúr áður ég skundaði til Reykjavíkur, enda klukkan farin að ganga fjögur AM.
Annars var þessi ferð í boði Eimskips
Kjartan Pálmarsson, 16.3.2008 kl. 14:53
Sæll Laxi.
Já, við erum gengin af göflunum.....
Satt segirðu með Akureyri, rólegur bær og ekki að ósekju að bærinn sé stundum kallaður rolubær.
Pétur Guðjónsson, 17.3.2008 kl. 18:20
Sæll Pétur, bara að kvitta. Hvaða væl er þetta um að Akureyri sé rólegur bær, svo notalegur. Ef Akureyri verður einhvern tíman stress staður eins og Reykjavík flyt ég til Ísafjarðar.
Laufey (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 13:55
Sæll Pétur.
Best að ég kvitti líka:)Dugleg að labba hjónin.Hér er í Reykjavík er frábært veður. Vona að ég fái gott veður um páskan fyrir norðan.
Bestu kveðjur til allra.
Valla
Valla (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 17:16
Komdu sæll og blessaður Pétur.
Ætli ég verði ekki að blanda mér í umræðuna. Það er svona með bloggið, það koma tímabil að maður er duglegur við þetta og svo hrynur allt. En þetta fer alltaf aftur á uppleið fyrir alvöru bloggara.
Hvað varðar Akureyri og svefnbæjar umræðuna. Það eru kostir og gallar við allt. Ég held persónulega að það væri betra ef það mundu búa 40 til 50 þús manns á svæðinu. Þá verður meira um að vera og veitingastaðir, kaffihús og bíó gangi upp. Já og bara myndast fleiri tækifæri. Jú auðvita verður meiri umferð og það tekur lengur að komast á milli staða. Ég veit ekki hvort að stress komi endilega með stærri stöðum. Ég segi fyrir sjálfan mig að ef ég er stressaður þá er það eitthvað sem ég skapa mér sjálfur. En þetta er auðvita bara mín skoðun. Þó svo að Akureyri stækki þá held ég að það verði alltaf allt annar blær yfir staðnum miðað við Reykjavík. Það eru ansi löng tímabil sem Reykjavík er rosalega grár staður og það Rignir lárétt, oft, oft og oft. En þetta er auðvita bara mín reynsla af hausti, vetri og vori þar.
Bestu kveðjur til ykkar allra.
Haukur (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.