Viðburðarríkir dagar

Sæl verið þið.

Þokan strýkur gluggan hjá mér núna í byrjun vinnuviku. Það er frekar rólegt í vinnunni þessa dagana en þetta er rólegasti tími ársins.

Það er margt að ske! - eins og maðurinn sagði.

Ég hef nýlega tekið til endurskoðunnar hvað ég læt ofan í mig, hvað ég borða. Eitt af því sem ég tók alveg út er glúten. Það er t.d. venjulegt hveiti, spelt, hafragrjón ofl. Það þýðir að ég má ekki borða brauð og ekki drekka bjórCrying En mér líður margfallt betur. Þetta er á hálfgerðu rannsóknarstigi núna en mér sýnist ekki vera mikill vafi á þessu.

Svo fékk ég það flugu í hausinn að fara í skóla. Er að fara í fjarnám í Háskólann á Hólum. Og í kjölfarið hef ég fengið nýtt starf með skólanum......

Ekki meira í bili. Framhald síðar.

Hafið það sem allra best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá! frábært hjá þér Pétur. Hvað á svo að fara að stúdera á Hólum?

En er þetta nokkuð mál með bjórinn.... mér sýnist á fyrri færslu að þú þurfir ekkert nema kaffi hvort eð er

kv. Erla

Erla M (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: Pétur Guðjónsson

Takk fyrir Erla. Það má sko ekki uppljóstra öllu í einu. Segi betur frá Hólum og nýja djobbinu í næstu færslu

En nei, þetta er ekkert mál með bjórinn, fæ mér bara ehv. annað En kaffi er lífsnauðsynlegur drykkur, svo mikið er víst.

Pétur Guðjónsson, 7.7.2008 kl. 13:21

3 identicon

Hæ Pétur, hver fær þá bjórkvótann minn? Ég hef alltaf sagt að bjór sé óþverri, maður verður bara veikur á því að drekka þetta sull.  Vodka í kók er best

Gott hjá þér að fara í skóla, er það ekki annars hestamennskan sem á hug þinn allann......

laufey (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 13:43

4 identicon

Sæll og blessaður Pétur.

Núna get ég loksins komið með nokkur orð á síðuna þína. Það er svo að það virkar bara ekki í Saudi. Netið er mjög hægt.

Mikið var gaman að lesa síðustu færslu. skemmtileg og vel skrifuð. Það er aldrei gaman að tapa.

Til hamingju með nýju vinnuna og ég veit að það kemur til með að ganga vel í skólanum hjá þér. Það er bara að gefa sér tíma og taka lítið fyrir í einu.

Við heyrumst við fyrsta tækifæri.

Haukur (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 14:00

5 Smámynd: Pétur Guðjónsson

Hæ Laufey. Haukur og Guðbjartur fá bjórkvótann enda löngu búnir með sinn.  Takk fyrir en nei, reyndar er ég ekki að fara í truntufræði  

Haukur. Takk fyrir það. Ég lærði það loksins fyrir nokkrum árum að maður verður að gera grín af sjálfum sér.  Eins og við munum eftir þegar ég spilaði poker nýlega, þá get ég bara ekki þolað að tapa.

Ég er fullur bjartsýni á skólann og þessar breytingar.

Pétur Guðjónsson, 7.7.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband