Sumir koma sér alltaf í vandræði

...og ég er sko einn af þeim.

Eins og ég sagði ykkur áður þá er ég að skipta um vinnu. Og eins og virðist lang oftast gert í íslensku samfélagi, þá á ég að byrja strax í nýju vinnunni.  Þetta þýðir að ég er kominn í þá skemmtilegu stöðu að þurfa að vera í tveimur vinnum í einu í smá tíma Pinch Ekki óskastaðan en svona er þetta og ég leysi þetta.

Það er skítaveður á Akureyri í dag. Ég er ekki að kvarta en þetta verður að teljast ákaflega óspennandi.

Eins og ég sagði ykkur líka, þá er allt glúten farið úr matarræði mínu núna, í bili amk. Þetta er bara allt annað líf og nú er ég að taka mig á í ræktinni.  Einu sinni - einu sinni enn GetLost 

Sendi ykkur góðar kveðjur, hvar sem þið eruð í heiminum.

Pétur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Kall ræfillinn  Til hamingju samt með þessar skemmtilegu breytingar allar, þó sérstaklega með upphaf skólagöngunnar. Af skóla-göngunni frétti ég fyrir utan Ráðhústorg 3 s.l. Föstudag, það er hinsvegar allt á huldu hver færði mér tíðindin  efast ekki um að þú hafir frétt af því.

Ég var í smá ,,flashback" fyrir Norðan um daginn, sem átti reyndar bara vera frá Föstudegi til Mánudags enn varð sem betur fer í viku. Sá svolítið allt í móðu en held að þokan hafi átt sinn þát í því.

Þótti dapurt að ná ekki að hitta þig, enn þú ert sjálfsagt feginn.  Nei nei segi bara svona, hitti þó einhvern úr fjölskyldunni sem var gaman.

Bestu kveðjur úr vindasömum enn þó sólríkum Kópavogi. 

Kjartan Pálmarsson, 15.7.2008 kl. 17:57

2 identicon

Sæll og blessaður.

Þú verður ekki í vandræðum með þetta. Og svo slöppum við bara vel af á Cape Cod og fáum okkur smá Rauðvín, Rommmm og....   Hlómar það ekki bara vel.

Bestu kveðjur frá mér og mínum.

Haukur (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 15:10

3 identicon

sæll Pétur.

já við erum skildir,enn þú tæklar þetta og ferð létt með, það kallin minn.

skítaveður já það mætti halda það að ég væri búin að vera í ljósabekkjum allavega 10 tíma maður er að verða svartbrún af sól hér á höfuborgasvæðinu hehe.Ekki allt slæmt í henni Reykjavík.hafðu það gott. kveðja Svavar þór.

svavar þór (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband