Tilgangur lífsins

Sæl verið þið og takk fyrir komment á síðustu færslu.

Já, það verður sannarlega slappað af eftir þessa vinnutörn en ég verð að viðurkenna að þetta er dálítið stórt fjall sem er þarna framundan sem ég þarf að klífa. En það þroskar mig bara.

Í öllu þessu tali um erfiðleika og að koma sér í gegnum annasöm tímabil, langar mig að tala um tilgang lífsins.  - Hver er tilgangur lífsins?

- Er hann sá að vera ríkur? - Er tilgangur lífsins kannski að vera alltaf í góðu skapi? - Er tilgangur lífsins að hafa það alltaf sem best? - Er tilgangur lífsins að vera alltaf vinnandi, af því að vinnan göfgar manninn?  - Er kannski aðal málið að gefa sem mest af sér, ferðast eða að búa víða um heiminn? - Er kannski aðal málið að vera í góðu formi, lifa heilbrigðu lífi eða er málið að bara leyfa sér hlutina og segja "skítt með allt saman"? - Hvort skyldi nú færa meiri hamingju að skipta oft um vinnuastað eða vera á sama vinnustað? Eða er kannski...........................?

Þetta eru ótal spurningar sem fáir eiga svar við, jafnvel enginn.

Ég lenti í léttu spjalli áðan um lífið og tilveruna. Það getur verið gaman þegar praktískar hversdagsumræður þróast út í heimspeki.

Þessi aðili sagði þó nokkuð góða setningu. "Tilgangur lífisins er að vera hamingjusamur" Það sama hvort þú ert stór, lítill, mjór, feitur, ríkur, fátækur o.s.frv.  þetta er í þínum höndum.

Að mínu mati ættum við ekki að dæma þá sem vilja vinna sína vinnu fyrir litla peninga og "hafa engan metnað" eins og sagt er. Við ættum heldur ekki að dæma þá sem vilja vinna og græða peninga. Það er þeirra leið að hamingju.

Spurningin er, hvað vilt þú?  Þegar þú veist svarið við því, gerir hóflegar kröfur til þín og þinna, þá gætirðu verið búin/n að finna hamingjuna.

Til hamingju með það.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og blessaður,

Það er gaman af þessu. Það er vissulega erfitt að vera ánægður og hamingjusamur hvern einasta dag. En ég held að það sé um að gera að reyna að vera ánægður með lífið um tilveruna. Ef viðkomandi er ekki áægður að finna hvað amar að og bæta úr málunum.

Haukur (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 14:03

2 Smámynd: Pétur Guðjónsson

Sæll Haukur.

Takk fyrir að kommenta hjá mér.  Það er nú akkúrat málið, maður þarf stundum að taka stóra og óþægilega skrefið og breyta.

Ég er t.d. núna að taka stórt skref í breytingum sem eru ekki auðveldar en ég trúi því að ég fari í rétta átt.

Eins og sagt er: No pain, no game

Bestu kveðjur til ykkar

Pétur Guðjónsson, 22.7.2008 kl. 09:35

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Sæll Pési!

Geturðu sent mér e-mail á kjarrip@internet.is af þeirri einföldu ástæðu, svo ég geti sent á þig til baka.

Er með smá fréttir fyrir þig sem ekki þola dagssljósið alveg strax

Kjartan Pálmarsson, 24.7.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband